Fálkinn


Fálkinn - 06.01.1964, Blaðsíða 28

Fálkinn - 06.01.1964, Blaðsíða 28
setla bara að hafa fataskipti fyrst. Þá heyrði ég Trudy segja þurrlega: — Kjóllinn, sem þú ert í, er kannski ekki nógu góður? — Jú, jú, en mig langaði samt allt í einu til þess að skipta, sagði ég, um leið og ég leit ergilega á hana og hélt áfram upp stigann. Ég vildi fara í nýju, grænu dragtina mína, með persían- kragann, sem ég vissi að fór mér rnjög vel. Ég hafði málað mig iitillega. Ég þurkaði það allt framan úr mér og málaði mig vandlega að nýju. Johnny stóð og beíð i and- dyrinu, þegar ég kom. Hann leit á mig og brosti. — En hvað þér hafið fallegan lit í kinnum. Þér virðist ein- mitt blómgast vel í kuldunum, andstætt öðru fólki. Við þessa athugasemd urðu kinnar mínar auðvitað enn þá rauðari, og bros Johnnys varð enn breiðara. Við vorum að byrja á kaff- inu, þegar hann spurði, hvort ég færi bráðlega aftur til Bourne- mouth. — Já, í næstu viku, sagði ég eftirvæntingarfull og greip andann á lofti. — Þá gætum við ef til vill hitzt þar og borðað hádegis- verð. — Já, gjarna! svaraði ég hrifin. Eruð þér oft í Bourne- mouth? — Já, raunar, en annars bý ég í Essex. — Ó! það var þá alls ekki yð- ar nafn, sem stóð í símaskránni, glopraði ég út úr mér. Hann leit spyrjandi á mig og ég neyddist til að gera játningu: — Ég hélt að þér byggjuð í Lundúnum, og þegar ég sá nafnið J. C. Brant í síma- skránni...... — Ég hef litla íbúð hér í Lundúnum, en ég er þar sjald- an. — Þér ferðist ef til vill mik- ið? spurði ég, áfjáð í að vita eitthvað um hann. — Já, ég kann vel við ein- hverja hreyfingu. — Er það vegna ánægjunnar eingöngu, eða ef til vill í verzl- unarerindum? Þetta var svo nærgöngul spurning, að ég blygðaðist mín fyrir hana, og Johnny dró svar- ið svo lengi, að ég hélt, að hann ætlaði alls ekki að svara henni. Loks sagði hann dræmt: — Aðallega vegna ánægj- unnar, þótt ég hafi dálítið gagn af því líka. Mér fannst þetta vera dálítið tvírætt svar, en hann útskýrði málið ekki nánar. f stað þess spurði hann „hvort frú Maitland vildi ekki fá sér einn kaffibolla í viðbót“ og lyfti könnunni, en mér féll alls ekki við þetta „frú Maitland“, — Ég heiti Katharina, en flestir kalla mig bara Kathy. Ég komst ekki lengra, því Johnny leit snöggt á mig og svipur hans var mjög ein- kennilegur. Það var næstum eins og hann tryði alls ekki því, sem ég hafði sagt. Kathy? Nei .... nei, nei. Ekki Kathy....... — En Katharina er svo langt og erfitt nafn, greip ég fram í. — Ég ætla að kalla yður Karen, sagði hann snöggt og ákveðið. Og þótt hann segði þetta brosandi, var enn þá þessi óróaglampi i augum hans, og ég gat ekki stillt mig um að hugsa um, hvaða minningar byndu huga hans við þetta nafn, eða hvers vegna honum væri svo illa við að kalla mig Kathy. Hvaða Kathy var hann að hugsa um? Ég brann í skinninu af af- brýðisemi, því það var bersýni- legt, að hann hafði elskað þessa hina Kathy. Ef til vill hafði hún yfirgefið hann. Hvað hafði eiginlega gerzt milli hans og þessarar Kathy? Ef til vill elskaði hann hana enn þá. .... Eftir þennan hádegsverð á Marango héldum við áfram að hittast. Við snæddum saman hádegisverð, fórum í leikhús, snæddum kvöldverði saman, og ef mér datt Kathy-in nokkru sinni í hug, þá var það aðeins mjög lauslega. Hún gat ómögu- lega verið Johnny eins mikils virði og ég hafði fyrst ímynda- að mér, því að hann minntist aldrei á hana oftar. Að lokum hafði ég næstum gleymt henni. En ég átti eftir að minnast hennar aftur. í margar vikur hafði ég bók- staflega lifað fyrir stefnmótin við Johnny. Við gerðum aldrei neinar áætlanir, og í hvert skipti, sem við skildumst, var ég jafn óviss um það, hvenær við myndum hittast aftur. Stöku sinnum liðu margir dag- ar milli stefnumótanna okkar, og þá varð-ég mjög taugaóstyrk og vantreysti öjlu, lífinu sjálfu, mér og Johnny mest þó Johnny. En svo hringdi hann loks, og þá varð ég hamingjusöm aftur. Mér datt aldrei í hug að fara á bak við Paul. Hefði hann spurt mig, myndi ég hafa sagt honum, að ég hefði verið úti með Johnny Brant, en Paul spurði aldrei. Hann veitti mér heldur alls ekki næga eftirtekt til þess að taka eftir því, hversu mjög ég hafði breytzt, eftir að ég hitti Johnny. Því ég elskaði hann, enda þótt öll okkar stefnmót hefðu verið algerlega saklaus. Hann hafði aldrei svo mikið sem haldið í hendi mína. En svo rann upp sá dagur, þegar allt breytti^t snögglega. Það var, þegar hann fór í fyrsta sinni með mig til „Akur- lendanna þriggja“. (Framh. í næsta blaði). Fram fram fylking Framhald af bls. 11. haft þann ósið frá blautu barns- beini að stinga kutanum sínum í sitjandann á mönnum sem henni mislíkaði við. Fyrst í stað var þetta ekki tekið hátíð- lega og menn litu til dæmis á það eins og hvern annan óvita- skap þegar hún rak kutann svo kyrfilega í bæjargjaldker- ann að hann varð að færa bæk- urnar við púltið það sem eftir var ársins. En þegar hún rak kutann næsta vor í bakhlutann á bæjarverkfræðingnum og þar- næsta vor í bakhlutann á bæj- arstjóranum sjálfum, þá hætti að minnsta kosti þeim hjá bænum að vera skemmt. Þeir sendu Kjartan pólití að taka Rannveigu fasta, og fyrir bragð- ið varð héraðslæknirinn líka að taka sautján spor í setjandann á honum, þó hann kæmi Rann- veigu að vísu undir að lokum. Menn voru ekki sammála um hvað olli því hvað Rannveigu var laus hnífurinn. Sumir sögðu að það væri þungt í henni af því að hún hefði verið ein- hleyp frá fæðingu. Aðrir bentu á að hún hefði komið undir um það leyti sem pólsku skip- brotsmennirnir gistu barnaskól- ann, og Pólverjar væru alltaf með hnífinn á lofti. Svo voru þeir sem fullyrtu að Rannveig hefði orðið fyrir slæmum upp- eldisáhrifum af því að lesa óhollar bækur í bæjarbóka- safninu, og þessir menn vitn- uðu í spjaldskrána í safninu sem sýndi að Rannveig hafði lesið Leyndardóma Parísarborg- ar og Manninn með stálhnef- ana og Stjórnartíðindi. Loks komu svo þeir sem sögðu að Rannveig væri bara að gera það sem alla ærlega borgara langaði alltaf til að gera, nefni- lega að skera yfirvöldin niður við trog. En þessi kenning þótti kaldranaleg og langsótt, þótt hún vermdi margt hjartað svona í kyrrþey. í fyrsta skipti sem Rannveig var dregin fyrir fógetann vac talað um að senda hana á upp- eldishæli fyrir óartugar stúlk- ur, en það fyrirfannst þá enginn slíkur staður á íslandi, heldur átti hvert heimili sína óartugu stúlku. Þá kom til tals að senda hana í sveit, en þegar bændur heyrðu málavöxtu, settu þeir upp hundshaus. Þá var ekki annað ráð vænna en gefa henni stranga áminningu og gerði fógeti það með sams konar þungum dómarasvip og hann notaði á forhertustu land- helgisþrjóta. En sama ár um haustið er Rannveig aftur kærð fyrir að slíðra kutann sinn á ólöglegan og ómannúðlegan hátt. Hún vann hjá kaupmanninum um þær mundir og var verið að skipa út saltfiskinum hans, Aumingja' Kjartan pólití mátti sækja Rannveigu niður í lest á fisktökuskipinu, og aftur mátti héraðslæknirinn fara um hann líknarhöndum, þó hann hefði Rannveigu aftur undir áður en yfir lauk. Um vorið endurtók svo sagan sig og enn vorið þar á eftir, þegar Ragnheiður var sautján ára. Menn sögðu að þetta væri farið að fara á sinn- ið á Kjartani, auk þess sem hann var vitanlega allur í ör- um á vissum stað; og þar að auki var haft fyrir satt að þetta væri líka farið að fara á sinnið á fógetanum, sem orðinn var allur skældur og snúinn í fram- an af því að þurfa að setja upp dómarasvipinn oft á ári, og sem líka var orðinn allur skældur og snúinn á sálinni af því að hafa sífellt fyrir framan sig sökudólg sem engin lög náðu yfir. Sagan hermir að fógetinn. hafi meir að segja skrifað dóms- málaráðuneytinu í Kaupmanna- höfn og beðið um pláss fyrir Rannveigu á dönsku uppeldis- heimili fyrir óartugar stúlkur, en danskan hans hlýtur að hafa verið bágborin, því að ráðu- neytið svaraði heldur þurrlega að hann gæti sjálfur útvegað sér uartig piger þegar hann væri í Kaupmannahöfn. Þá reyndi fógetinnn að tala föður- lega við Rannveigu og leiða henni fyrir sjónir að það væri rangt að reka hníf í fólk. „Líttu á aumingjann hann Kjartan pólití,“ segir fógetinn. „Hann er orðinn eins og út- saumuð sessa að aftan.“ „En svei mér alla mína daga,“ segir Rannveig, „ég meina ekkert illt með þessu.“ „Hvers vegna gerðirðu þetta þá, góða mín,“ segir fógetinn. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.