Fálkinn


Fálkinn - 06.01.1964, Blaðsíða 15

Fálkinn - 06.01.1964, Blaðsíða 15
hana, þar sem hún var að tala við þau. Æfur út í sjálfan mig fyrir að hafa látið undan ótta mínum, húðskammaði ég hana strax og við komum út. Ég ásakaði hana fyrir að hafa slæman smekk, fyrir að hafa gaman af að tala við verzlunar- fólk. Og það hafði ímugust á mér, af því að ég truflaði slúð- ur þess. Eins og allt, sem göfugt er, eru hirðsiðir einfaldir. En ekkert er óskiljanlegra en formsatriði almúgans. Ekk- ert myndi hneyksla hann meira en að sjá gamla her- togaynju hneigja sig fyrir ungum prinsi. Þannig er auð- velt að skilja hatrið, sem bak- arinn og mjólkursölukonan báru til krakka, sem truflaði samræður þeirra við Mörtu. Vegna þessara samræðna hefðu þau fyrirgefið henni þúsund sinnum. Húseigandi átti tuttugu og tveggja ára gamlan son, sem kom heim í leyfi. Marta bauð honum í te. Þetta kvöld heyrðum við reiðilegar raddir: Þau voru að banna syni sínum að heimsækja leigjandann nokkurn tíma fram- ar. Þar sem ég var vanur því, að pabbi bannaði mér ekki neitt, varð ég undrandi á hlýðni bjánans. Næsta dag sáum við hann vera að grafa í garðinum. Þetta var efalaust refsing hans. Hann var samt dálitið vandræðaleg- ur og sneri höfðinu undan svo að hann þyrfti ekki að bjóða góðan dag. Þessar smáskærur kvöldu Mörtu. Hún var nógu skynsöm og nógu ástfangin til að skilja, að hamingjan er ekki komin undir áliti nágrannanna, en hún var eins og þau skáld, sem vita að sannur skáldskapur er bannfærður, en þrátt fyrir sannfæringu sína, þjást stund- um af því að vera neitað um lof þeirra, sem þeir fyrirlita. Sorgarstjórnarfulltrúar koma alltaf við sögu í ævintýrum. Herra Martin, sem bjó fyrir neðan Mörtu, var gamall maður með grátt skegg, af göfugum ættum, og var fyrrverandi borg- arstjórnarfulltrúi í J........ Hann hafði látið af störfum fyrir stríð og vildi þjóna landi sínu, hvenær sem tækifæri gafst.Hann var ánægður með að hafa vanþóknun á sveitarstjórn- armálum og lifði í kyrrþey með konu sinni, og þau tóku að- eins á móti fólki og fóru í heim- boð um áramótin. Mikil hreyfing var í íbúðinni fyrir neðan okkur, og við heyrS- um það enn þá betur, þar sem við gátum heyrt í herbergi okk- ar minnsta hljóð á fyrstu hæð. hreingerningamenn komu og vinnukona Marinhjónanna hreinsaði silfurtauið úti í garðinum með hjálp húseig- andans og hreinsaði spansgræn- una af koparljósakrónunni. Við komumst að því hjá mjólkur- sölukonunni, að af einhverri dularfullri ástæðu væru Martin- hjónin að undirbúa samkvæmi, sem ætti að koma á óvart. Frú Martin hafði farið að bjóða borgarstjóranum og beðið hann að leyfa sér að kaupa átta lítra af mjólk. Vildi hann einnig leyfa mjólkurbúinu að búa til handa sér? Þau fengu leyfið og þegar dagur rann upp (föstudagur) kom heil tylft eða meira af fyrirfólki þorpsins á hinum ákveðna tíma ásamt konum sín- um, sem allar voru stofnendur kvenlegra hjálparfélaga eða félaga til aðstoðar hinum særðu, þar sem ein var forseti oghinar meðlimir stjórnarinnar. Húsfreyja tók á móti þeim í dyrunum eins og til að sýnast tolla í tízkunni. Hún hafði gert mikið úr þeirri dularfullu skemmtun sem í vændum var. Allar þessar konur prédik- uðu sparsemi og fundu upp mataruppskriftir. Þannig var góðgæti þeirra úr mjöllausum kökum og rjóma búnum til úr mosa o. s. frv. Hver ný sem kom, sagði við frú Marin: ,,Ó það virðist ekki líta út fyrir að vera mikið, en samt hugsa ég, að það bragðist vel.“ Herra Marin gerði sér mat úr samkomunni og ruddi brautina fyrir endurkomu sína í stjórn- málin. Það, sem átti að koma á óvart í samkvæminu var Marta og ég. Einn af lestrarfélögum mín- um sem var sonur eins af eldri mönnunum sagði mér frá því. Gerið ykkur í hugar- lund undrun mína, þegar ég heyrði að ein af skemmt- unum Marinhjónanna var að staðsetja sig undir svefnherberg inu okkar seint á kvöldin og hlusta á okkur elskast. Efalaust hafa þau öðlast smekk fyrir slíkt og vildu nú auglýsa hann. Auðvitað földu Marinhjónin, sem voru virðulegt fólk, sið- leysi sitt undir skikkju sið- vendninnar. Þau deila and- styggð sinni með öllum virðu- legum manneskjum í hrepps- félaginu. Gestirnir voru setztir. Frú Martin, sem vissi að ég var hjá Mörtu, hafði sett borðið undir svefnherbergið. Hún hefði átt að handleika sprota hljóm- sveitarstjóra og láta hljóm- sveitina leika crescenu og di- minunenda. En ég vissi hvað til stóð og við þögðum. Ég hafði ekki þorað að segja Mörtu frá ástæðunni fyrir samkomuni. Ég hugsaði um hinn breytta svip frú Martin með augun á visum klukkunn- ar og óþolinmæði gesta henn- ar. Loks um klukkan sjö, fóru gestirnir og voru daprir, muldrandi, að Marinhjónin væru svikarar. Hinn væntanlegi bæjarstjórn- arfulltrúi hafði lofað krafta- verkum. Að því er frú Gran- gier varðaði, litu hefðarkon- urnar nú á samkvæmi hennar sem auðvelda aðferð að ná sér í eftirmat. Borgarstjórinn, sú mikil- væga persóna hafði aðeins sýnt sig í nokkrar mínútur. Þessar fáu mínútur og átta pottarnir af mjólk ollu því að fólk stakk saman nefjum og sagði að borgarsljórinn liti dóttur Mar- tinhjónanna hýru auga, en hún kenndi við þorpsskólann. Gifting frú Martin hafði þeg- ar orsakað nokkurt. umtal, að hún hafði gifzt lögreglu- þjóni, sem sýndist varla sæmandi af skólakennara. Ég gekk svo langt í illgirn- inni að neyða þau til að heyra það, sem þau höfðu viljað láta aðra heyra. Ég gat ekki þag- að yfir þessu lengur og eiga það á hættu að særa Mörtu. Ég sagði henni hver hefði verið Framhald á bls. 37. FALKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.