Fálkinn - 06.01.1964, Blaðsíða 7
Jónas bóndi Jóhannsson
í Öxney skrifar okkur.
Kæri Fálki. (Allir byrja
svona).
Ég hef nú togað í fjaðrir þín-
ar í fullt ár og þó finnst mér
þú aldrei fullreittur. Margt er
skrýtið í kýrhausnum og það
er ekki að undra. Heilabúið er
stórt. En hvað þá um fálkann,
minni er hausinn á honum.
margur er knár þó hann sé
smár. Ekki meira um það.
Nú á öld óstuðlaðra Ijóð-
leysa hefur þú sýnt þá ofrausn
að setja þrjá stuðla í vísuorð.
Víst væri það þakkarvert ef
til bóta yrði. Þetta skilst mér
eiga að vera endurbót á Sigurði
Bx-eiðfjörð, hann var talinn
geta komið saman bögu á sinni
tíð, en nú er allt fullkomnara.
Ekki var hans tíðarvenja að
kalla spjallaðar konur meyjar.
Núna á vélaöldinni eru vélarn-
ar fyrst gangsettar síðan prufu-
keyrðar og að því búnu seldar
ókeyrðar.
Mig langar til að koma á
framfæri gamalli vísu, sem allir
kunna eða að minnsta kosti
ættu að kunna.
Mundir þú geta léð henni
rúm?
Ekki er það ótítt að mennta-
menn noti vísu þessa til árétt-
ingar eða uppbótar á erindi
til dæmis í útvarp.
Vísan er þessi:
Forlög koma ofan að,
örlög kringum sveima,
álögin úr ýmsum stað,
ólög fæðast heima.
Vísan mun undantekningar
lítið vera eignuð Páli lögmanni
Vítalín, en það er ekki rétt.
Þess vegna er skylt að hafa
það, sem sannara reynist. Páll
lögmaður er svo mikill persónu-
leiki í þjóðarsögunni að hann
þarf ekki hækjur. Vísan er frá
17. öld í Persíusarrímum ort-
um af Guðmundi Andréssyni.
Hans kjör voru það óhæg að
ekki er vert að ræna hann því
sem hans er.
F orsiðumyndir Fálkans eru
alveg dásamlegar. Fegurðar-
samkeppnin er vel þess virði,
sem blaðið er selt yfir árið. Ég
held að hinum ímynduðu feg-
urðargyðjum væri hollt að
skoða myndina gaumgæfilega
áður en þær ganga undir skoð-
unina. Hver sem gyðjan er í
það og það skiptið verður hún
metin af þjóðinni í því ljósi. Vel
mætti gefa myndina út svo
„íslands fögru meyjar“ ættu
þess kost að skreyta herbergi
sín með myndinni.
Nú er það svo að. fólk er
ekki allt jafn frítt, en þess ber
að gæta að því ræður enginn
sjálfur. Þess gætir og stundum
að fólk er gramt forsjóninni
fyrir útlit sitt. Þessu fólki get-
ur verið vorkunn. Þrátt fyrir
það er heimskulegt að gorta
af fegurð sinni þó fólk haldi
sig öðru fríðara. Hitt játa ég
að hirða hvers og eins um
eigin útlit orkar miklu.
Þökk sé snillingnum Sigm.
Jóhannesson hvað hann heita
og vera frá Vestmannaeyjum.
Þá er mynd í 16. tölublaði sem
lýsir balli ekki óþessleg að
hann hafi séð ýmislegt á því
sviði. Þá hefur sami snillingur
dregið upp mynd af réttarferð.
Menn hafa líka gott af að sjá
sig í því ljósi.
Mundu myndirnar ekki líta
öðruvísi út hjá sama snillingi
ef til muna dragi úr vínnautn-
inni
Ég nenni ekki að bulla meira.
Vinsamlegast.
Jónas Jóhannesson.
Um börnin og jólin.
Vikublaðið Fálkinn,
Reykjavík.
Sagt er að jólin séu hátíð
barnanna. Og vissulega er fátt
„jólalegra" en glöð og ánægð
börn á jólunum. En er ekki
stundum ofgert fyi'ir böi’nin?
Eyðileggjum við ekki fyrir
þeim jólagleðina með of mikl-
um gjöfum? Ég hef stundum
verið að velta þessu fyrir mér.
Ekki svo að skilja að ég sjái
eftir þessum gjöfum til barn-
anna heldur hitt að ekki er
víst að það leiði alltaf gott af
sér. Og nú fara jólin einu sinni
enn í hönd og ég vil biðja fólk
að hugleiða þetta í fullri al-
vöru.
Kona.
Jólamyndir.
Kæri Fálki.
Eitt af því sem er orðin venja
í sambandi við jólin hér í
Reykjavík eru jólamyndirnar í
kvikmyndahúsunum. Nú er það
með mai’gar þessara mynda að
þær eru engar jólamyndir þótt
svo séu þær kallaðar. Ég á
við að þær séu ekkert jólalegar.
Hvernig má þessu víkja við?
Kl.
Svar:
Þær myndir, sem þú ert aS tala
um draga ekki nafn sitt af efninu
héldur tímanum sem þær eru
sýndar á. Kvikmyndaliúsaeigend-
ur leggja mikiS kapp á aS hafa
góöar jólamyndir.
rK'
Þú mátt ekki henda jólatrénu strax. Það er svo ágætt
að hengja þvottinn af honum Lilla á það!
FALKINN
7