Fálkinn


Fálkinn - 06.01.1964, Blaðsíða 36

Fálkinn - 06.01.1964, Blaðsíða 36
□TTD □ G BRUÐUR SÆKDNUNGBINS { Ottó starði á höndina sem hafði sleppt sverðinu og sá að það var ör í handleKgnum. „Ég hef nógar örvar handa öllum,“ heyrði hann kallað.....Danni,“ hrópaði Ottó glaður. Hann reis á fœtur með erfiðismunum. Danni var kominn með lið með sér. Ottó henti brotna sverðinu, sem hann hélt á í hendinni og tók upp sverð Sigurðar. „Ég tek þetta sverð með mér,“ sagði hann við vikinginn. „Ég hefði gaman af að berjast við þig þegar betur stendur á fyrir mér. Farðu nú út I horn með menn þina.“ Og þú líka Fáfnir, bætti hann við. Brúin var sett niður og hliðin opnuð. Þegar Ottó var kominn öruggiega út, var gefin skipun um að loka kastalanum aftur. Brátt slóst Danni í fylgd með Ottó. „Við þurfum ekki að flýta okkur,“ sagði Dannl, er þeir riðu burt. Að baki þeim í kastalanum var mikill hávaði... „Hvað áttu við með því?“ spurði Ottó. „Áki bað mlg lofa sér að yfirgefa kastalann." útskýrði Danni. Hann virtist erigar áhyggiur hafa af þvi, hvað yrði um menn hans. Svo að ég skipaði einum mannanna að ná í vopn handa sér og hinum. Eftir hávaðanum að dæma eru þeir önnum kafnir við að slátra hver öðrum.“ Þeir riðu nálægt ströndinni. Um sólarupprás náðu þeir Ara, Karen og hermönnunum tveimur. Þeir hlutu góðar móttökur. Ottó og Karen voru heil á húfi og þau höfðu ekki misst einn einasta mann. „Það verður ekkert úr brúð- kaupinu, Karen," sagði Ari. Karen stokkroðnaði. ,,Ég hefði gjarna viljað gera út af við nokkra Norðmenn,“ andvarpaði Ari. „Þetta gekk of fljótt fyrir sig.“ „Þetta var bara byrjunin," sagði Ottó. „Sjáðu." Hann benti. 1 fjarska sáu þau víkingaskip. „Þarna eru víkingarnir, sem Sigurður átti von á,“ hélt Ottó áfram. „Það verður nóg um bardaga fyrir alla, Ari frændi." ENDIE. Púkinn og Kata Fraj.,h. at bis 31 ég ráðleggja þér að reyna að frelsa hann, enda yrðirðu þá að koma í hans stað.“ f sama vetfangi var hann horfinn. Smalinn mundi eftir hverju orði. Þegar vika var liðin, sagði hann upp vistinni og fór til hallarinnar, sem annar ráðgjf- inn bjó í. Kom hann í tæka tíð. Var þar samankominn manngrúi til að horfa á, þegar púkinn færi burt með ráðgjaf- ann. Þá heyrðust inni í höllinni örvæntingaróp, hliðin opnuðust og sá svarti dró ráðgjafann á eftir sér, náfölan og hálfdauð- an. En þá kom smalinn í Ijós, tók ráðgjafann við hönd sér, ýtti við púkanum og kallaði: „Farðu burtu eða þú skalt hafa verra af.“ í sama bili hvarf púkinn. Ráðgjafinn kyssti hendur smalans alls hugar feg- inn, og spurði hann, hverra launa hann krefðist. Þegar smalinn anzaði, að hann vildi tvo sekki af gulli skipaði ráð- gjafinn, að hann skyldi fá eins mikið og hann vildi tafarlaust. Smalinn hélt ánægður til hinnar hallarinnar og varð honum jafnvel ágengt og í hinni fyrri. Fór eins og við mátti búast, að hertoginn frétti bráðlega um smalann, enda var hann mjög áfjáður um að vita, hvernig farið hefur fyrir ráð- gjöfunum. Þegar tíðindin bár- ust til hans, sendi hann fereyk- isvagn eftir smalamanninum. Þegar smalamaðurinn kom hét hertoginn á hann að aumkast yfir sig og frelsa sig úr vítis- klóm. „Herra,“ anzaði smalinn, ekki get ég lofað yður því; þá yrði of nærri mér höggvið. Þér eruð stórsyndari, en iðruðust þér af alhug og tækjuð að stjórna þegnum yðar af réttlæti, gæzku og viturleik eins og þjóhöfð- ingja sæmir skyldi ég freista þess, enda þótt ég ætti sjálfur að fara til brennandi vitis í yð- ar stað.“ Hertoginn lofaði öllu þessu af einlægni, smalinn fór og lof- aði að koma aftur á tilsettum degi. Hvarvetna biðu menn tungl- fyllingarinnar með ótta og öp- væntingu. Þótt menn hefðú fyrst í stað óskað honum þessa voru þeir nú farnir að aumka hann, því að frá þeirri stundu, að hann hafði snúið frá villu síns vegar gat enginn óskað sér ágætari höfðingja. Dagarn- ir líða örfljótt, hvort sem mennirnir telja þá með fögn- uði eða ótta! Áður en hertoginn vissi af var dagurinn kominri, þegar hann átti að kveðja allt, sem honum hafði verið kærst. Svartklæddur og dauðhræddur sat hertoginn og beið þess, hvor kæmi fyrr smalamaður eða púkinn. Allt í einu opnuðust dyrnar og sá svarti stóð fyrir framan hann. 36 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.