Fálkinn


Fálkinn - 06.01.1964, Blaðsíða 18

Fálkinn - 06.01.1964, Blaðsíða 18
Jónas Kristjánsson, frétta- stjóri Tímans: Ég trúði ekki að Kennedy væri að deyja. í fljótu bragði fannst mér au slíkur maður gæti ekki dáið svo skyndi- lega og óvænt. Hann hlyti einungis að hafa særzt. Ég fylgdist áfram með fréttun- um sem birtust á fjarritan- um. Hálftíma síðar kom þriggja orða setning innan um ýmislegt smálegt dót. Hún kom eins og högg: KENNEDY ER DÖD. í fyrstu fór það svo að blaða- maðurinn í mér varð syrgj- andanum yfirsterkari. Skrif- stofan öll fór á annan end- ann í hávaðasömum útrétt- ingum, útvegun símsendra mynda af atburðinum og síðan varð að hreinsa út for- síðuna til að koma fréttinni að. — Það var ekki fyrr en um nóttina er ég kom heim, að ég fór að gera mér sam- hangandi grein fyrir ömur- ieik þessa atburðar. Þá fyrst íór ég að meta með sjálfum mér æviferil þessa hugrakka forseta og hvaða nýjar hug- mydir og aðstæður höfðu skapast með honum. Þetta hafði ég aldrei fyrr metið að verðleikum. Nú rann það upp fyrir mér, að forsetatíma Kennedys mátti líkja við skriðu nýrra hugmynda. Ég gat ekki annað en vonað, að skriðan héldi áfram að renna með vaxandi þunga þrátt fyrir skotið í Dallas. 18 FÁLKINN Þorsteinn Thorarensen, fréttastjóri Vísis: Það flaug margt um hug- ann, þegar maður stóð með stutt fréttaskeytin í hönd- unum með þeirri ægilegu og óafmáanlegu fregn, að Kennedy forseti hefði dáið fyrir nokkrum mínútum. í fyrstu virtist fregnin óskiljanleg. Fyrsta hugsunin var — Ó, nei, þetta getur ekki verið rétt. Síðan varð manni það á að fyllast ein- kennilegum harmi. Slíkt æfti þó aldrei að henda frétta- mann, sem helzt ætti að horfa ástríðulaust á heims- viðburðina, eins og brot úr mannkynssögunni, sem renna framhjá. Maður gerir sér aldrei grein fyrir því, hvort þessi sorg var meira samsett úr persónulegri samúð, eða hvort hún var ótti og hryggð með þessari vesalings veröld, sem við lifum í, sem hafði svo skyndilega misst fremsta forystumann sinn. Undarleg tilviljun kom upp í hugann. Þessi ægilegi atburður gerðist á afmælis- degi de Gaulles, sem er for- ystumaður þeirrar Evrópu, sem vill rísa upp gegn for- ræði Bandaríkjanna. Og var ekki Kennedy eini banda- ríski forystumaðurinn, sem Evrópuþjóðir dáðu og treystu. Myndu þær treysta Lyndon Johnson eins, eða Barry Goldwater ef hann næði kosningu. Þetta var undarleg tilviljun en aðeins ein hlið á óttanum við að fráfall þessa mikilmennis kunni að draga mikinn dilk á eftir sér. Yfir sjálfan harminn, sem gagntók mann náði hins veg- ar engin rökföst hugsun. Siíkum stundum verður að- eins lýst með afstæðum orð- um Steins Steinars: Þögnin rennur eins og rauð- ur sjór yfir rödd mína. Þögnin rennur í þreföldum hring kringum þögn sína Guðmundur J. Guðmunds- son, ritari Dagsbrúnar: Það fór um mig óhugur er ég frétti um morðið á Kenne- dy. Hvað sem menn eru ósammála ýmsum þáttum í stefnu Bandaríkjanna, fór það ekki framhjá neinum að í valdastóli í Bandaríkj- unum var óvenju mikilhæf- ur ungur maður, sem allir báru traust til, hvar sem var í heiminum. Hann var frábrugðinn valadmönnum flestra annarra þjóða, var ekki eitt af þessum maga- veikisgamalmennum, sem virðast eftirsóknarverðastir víðast hvar í valdastóla. Forsetahjónin og fjöl- skyldan öll var eitthvað svo skemmtilega mannleg og heilbrigð að ósjálfrátt dáðist maður að því, og kannske af þeim sökum meðal annars bar maður fyllsta traust til forsetans. Morðið á Kennedy var ó- hugnanlegt ógæfuverk og því miður óttast ég að það eigi eftir að leiða óheill yfir veröld alla. Sigurður V. Friðjónsson, fréttastjóri Þjóðviljans: Ég held mér hafi sjaldan orðið jafn hverft við nokkra frétt eins og fregnina um morðið á Kennedy Banda- ríkjaforseta. Mér varð fyrst hugsað til þess með ugg og ótta hvaða hryggilegar af- leiðingar þessi atburður kynni að hafa á framvindu heimsmála og þá sérstaklega friðinn í heiminum. Kennedy var vissulega mikilhæfur og glæsilegur forystumaður og á skömmum valdaferli sín- um hafði hann markað þjóð sinni nýja stefnu í utanríkis- málum frjálslyndari og frið- samari en þá, sem fyrirrenn- arar hans höfðu fylgt. Átti hann tvímælalaust stóran þátt í því að nú er friðsam- legra í heiminum en verið hefur um langt árabil og sambúð kjarorkuveldanna, tveggja, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna betri en oft- ast áður. Verður morð for- setans til þess að eyðileggja viðleitni hans og annarra raunsærra þjóðarleiðtoga er sjá að einungis friðsamleg sambúð þjóða heims getur bjargað þeim frá glötun? Þeirri spurningu er ósvarað enn. í innanríkismálum Banda- ríkjanna var einörð barátta Kennedys fyrir jafnrétti svartra manna við hvíta mikilsverðasti þátturinn í starfi hans. Er ekki ólíklegt að sú stefna hans hafi kostað hann lífið, líkt og fyrirrenn- ara hans, Abraham Lincoln, þótt enn sé allt á huldu ástæður fyrir þessu hrylli- lega morði og hvaða myrkra- öfl stóðu þar á bak við. Við skulum vona að sú tilætlun þeirra beri ekki árangur að ætla að afmá öll merki stefnu hans og verka með einu byssuskoti.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.