Fálkinn


Fálkinn - 06.01.1964, Blaðsíða 42

Fálkinn - 06.01.1964, Blaðsíða 42
hún heyrði rödd sína. Hún raátti ganga í gegnum: Fjöl- skylduheimsóknir, íhlutun, eitraðar dylgjur móður sinnar og íaðir hennar gaf það glað- hiakkalega í skyn, að hún ætti elskhuga, þótt hann tryði því alls ekki. Hvers vegna þoldi hún það allt? Var það árangur fyrir- lesíra minna, hafði ég ávítað hana fyrir að taka hlutina of alvarlega og leyfa minnstu s’ íáatriðum að hafa áhrif á sig? I-:ún virtist hamingjusamari og í’ 11 af undarlegri gleði. og ég, s mhafði álitiðMörtu barnalega f> 'ir að taka þögn mína sem k; 'iuleysi, ávítaði hana fyrir að e'ska mig ekki, af því að h i talaði ekki. iarta þorði ekki að segja m að hún var ófrísk. Ég hefði viljað sýna ein- 'nverja gleði, þegar ég heyrði þessar fréttir. En í fyrstu gerðu þær mig forviða. Eftir að hafa aldrei hugsað til þess, að ég gæti verið ábyrgur fyrir neinu, var ég skyndilega orðinn ábyrgur fyrir alvar- legasta hlutnum af öllu. Það reitti mig einnig til reiði, að ég var ekki maður til að taka því sem sjálfsögðum hlut. Marta hafði aðeins talað af því að hún var neydd til þess, hún var skjálfandi og óttaslegin, að þetta augnablik, sem átti að sameina okkur, myndi þvert á móti aðskilja okkur. En ég sýndi svo mikil gleðimerki, að óttinn hvarf. Hún bar enn merki hins borgaralega siðferð- isuppeldis síns og þetta barn táknaði, að guð væri að verð- launa ást okkar, en ekki að hann væri að verðlauna fyrir glæp. En þar sem Marta leit á þungun sína sem ástæðu fyrir því, að ég yfirgæfi hana aldrei, var ég aftur á móti dauðskelk- aður. Mér virtist ómögulegt, að við á okkar aldrei eignuðumst barn, sem eyðilegði æsku okk- ar. í fyrsta sinn lét ég undan efnislegum áhyggjum: Fjöl- skyldur okkar myndu yfirgefa okkur. Mér þótti þegar vænt um þetta barn. Ég vildi ekki vera ábyrgur fyrir hinni áhrifamiklu tilvist þess. Eðlishvötin er leiðsögumaður okkar, og hún dregur okkur fyrir örlagadóminn. í gær óttaðist Marta, að þungun hennar myndi skilja okkur. í dag, þegar hún hafði aldrei elskað mig svo heitt, hélt hún að ást mín væri að aukast eins og ást hennar. í gær hafði ég fyrirlitið þetta barn og i dag fór mér að þykja vænt um það og þannig hafði ég minni ást afgangs til handa Mörtu. f upp- hafi sambands okkar hafði hjarta mitt gefið henni ást, sem það tók frá öðrum. Og nú þegar ég þrýsti vörum mínum að holdi hennar, var það ekki Marta, sem ég sýndi atlot, heldur barn mitt inni í henni. Marta var ekki lengur ástmær mín, heldur sem móðir. Ég hegðaði mér ekki lengur eins og við værum ein. Það var alltaf vitni viðstatt, sem við þurftum að standa reiknings- skil á hverri gerð okkar. Stundum hélt ég, að Marta væri að skrökva til að ást okk- ar stæði svolítið lengur og að ég væri ekki faðir þessa barns. Eins og sjúkur maður sem leitar að ró, vissi ég ekki, hvert ég ætti að snúa mér. Mér fannst, að ég elskaði ekki lengur hina sömu Mörtu og að sonur minn yrði ekki hamingjusamur nema hann héldi, að hann væri sonur Jacques. Þessi viðbára skelfdi mig. Ég yrði að gefa Mörtu upp á bátinn. Jacques myndi kannski koma aftur. Og eftir þetta sérstaka tíma- bil myndi hann hitta (eins og svo margir aðrir hermenn blekktir af hinum sérstöku kringumstæðum) dapra og heimakæra eiginkonu og hátt- erni hennar myndi á engan hátt koma upp um slæma hegðun. En það var aðeins unnt að skýra fyrir eiginmanninum, hvernig á þessu barni stóð með því að hún hafnaði ekki atlotum hans á leyfisdögum. Af öllu rifrildi okkar, var þetta ekki það einkennilegasta eða sársaukafyllsta. Reyndar var ég undrandi að mæta svo lítilli mótspyrnu. Þetta útskýrð- ist síðar. Marta þorði ekki að játa fyrir mér, að Jacques hafði í síðasta leyfi sínu unnið sigur og með því að þykjast fallast á óskir mínar, reiknaði hún með að neita honum í Granville und- ir þvi yfirskyni að hún væri í slíku ástandi. Þar sem þetta hvað tíma snerti myndi á eng- an hátt standa heima, myndí þessi lygavefur vera gagnslaus strax og barnið fæddist, „Uss,“ sagði ég við sjálfan mig. „Við höfum enn tímann fyrir okkur. Foreldrar Mörtu verða hræddir við hneykslið. Þau fara með hana upp í sveit og láta ekkert spyrjast út. Framh. i næsta blaði. 12 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.