Fálkinn


Fálkinn - 06.01.1964, Blaðsíða 35

Fálkinn - 06.01.1964, Blaðsíða 35
Stjörnurnar sindra Kringlótti dúkurinn. Eíni: Nál. 55X55 cm. blátt javaléreft með þráðþéttleikan- Um 10 þræðir á hvern 1 cm. mælt á báða kanta efnisins. Nál. 160 cm. hvítt bómullarská- band til að brydda með, auk þess þarf hvítt áróragarn til að sauma með. Teiknið fyrst á pappír hring um 53 cm. þvermál. Merkið fyrir 8 stóru stjörnunum á pappírnum. Brjótið hringinn í tvennt eftir miðju svo myndist hálfhringur, tvíbrjótið pappír- inn á í, svo brotin verði skörp. Sléttið úr pappirshringnum og setjið merki með blýanti 6 cm. frá brún í hvert hinna 8 brota. Miðja stóru stjarnanna á að koma þar sem blýantsmerkið er. Festið pappírnum á mitt efn- ið, þannig að annað hvert brot fylgi nákvæmlega þráðarlegu efnisins. Merkið á efnið, hvar stjörnurnar eiga að vera. Mynstrið er saumað yfir skýrinamyndinni með heilum krosssaumssporum nema yztu sporin, sem saumuð eru með hálfum krosssaumssporum. Saumið hvert spor yfir 2 þræði í efninu. Mitt á milli stóru stjarnanna eru litlu stjörnunrnar saumað- ar, einnig með heilum og hálf- um sporum yfir 2 þræði. Útsaumurinn pressaður á röngunni og nú er dúkurinn sniðinn hringlaga eftir pappírs- sniðinu. Skábandið brotið tvö- falt og það þrætt á brún dúks- ins, þannig að hún sé hulin í skábandinu. Saumið skábandið við í hendinni fyrst á réttunni síðan á röngunni. Borðrenningurinn: Sama efni og í ljósadúknum nálega 15^X116% cm. Saumið eftir miðju efnisins 14 stórar stjörnur, hafið 42 þræði milli hverrar stjörnu talið frá utasta spori mynsturs- ins. Merkið fyrst fyrir miðlinum efnisins eftir þræði, teljið síðan 21 þráð til beggja handa frá miðlínunni, sem dregin var eftir lengd efnisis. Merkið með títu- prjónum í þessa staði, en þar á að byrja að sauma stóru stjörnurnar (örvarnar á skýr- ingamyndinin). Saumað eins og á Ijósadúknum. Saumið litlu stjörnurnar I Tnillibilunum eftir langhliðun- um, þær eiga að vera um 3% Framhald á bls. 37. Skenimtileg borðskreyting Hér er skemmtileg hugmynd, auðveld og fljótgerð við að að skreyta jólaborðið. Kaupið jólakúlur og mis- mundan stærð og lit. Kaupið einnig málmþráð, má ekki vera þykkri en svo, að hægt sé að beygja hann með hendi, og útbúa fót til að standa á borði meið beinum teini upp úr. Jóla- kúlurnar þræddar upp á tein- inn, fyrst þær stærstu, síðast þær minnstu, stingið að lokum grenigreinum og könglum undir neðstu kúlurnar. FrninlegBii* jwlaórói Lítið, en gott ráð Ef hendurnar hafa orðið rauðar og hrjúfar í jólahreingerningunum er skyn- samlegt að meðhöndla þær á eftirfai> andi hátt: Heilið 1 msk. af olíu (möndlu-oliu* jarðhnetu) í lófann, setjið 1 msk. af grófu salti þar í. Núið hendurnar kröft- uglega með þessu. Skolið síðan hend- urnar með heitu vatni síðan ísköldu. Þessi aðferð mýkir ekki hendurnar að- eins í augnablikinu, en örvar líka blóð- rásina í höndunum og varnar því rauð- um höndum í framtíðinni. Finnið frumlegan lurk eða grein úti í garði eða niðri i fjöru. Bindið við hana svarta snúru í jafn- vægispunktinn, skreytið hana síðan með ýmsu jólalegu. T. d. rauðum hjörtum af ýmsum stærð- um, glaðklakkalegum sveinum, englum köngl- um, svo eitthvað sé nefnt. Festið þessu á greinina með örmjóum þráðum. FALKINN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.