Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1964, Side 6

Fálkinn - 24.02.1964, Side 6
Það er nauðsynlegt fyrir þá, sem spila í sveitakeppni að kunna góð skil á öryggisspilamennsku (safety play), og þó hún kunni að kosta slag í einstöku tilfelli til að tryggja sögnina, fæst það þó margfaldlega endurgreitt í önnur skipti. í eftirfarandi dæmi gefur rétt spilamennska mesta möguleika til árangurs (einkennilega að orði komizt, finnst ykkur, en því er til að svara, að stundum getur röng spilamennska gefið árangur) og heyrir undir öryggisspil, þar sem hlutverk þess er að minnka möguleika á tapi. A D-5-4 V K-D-4-3 ♦ 9-8-2 * D-3-2 w JO-8-7 ¥ G-10-9 ♦ 10-7-5-4 Á-G-6 A 3—2 V Á-8-7-5 ♦ G-6 * K-10-9-5-4 6 Á-K-G-9-6 V 6-2 ♦ Á -K-D-3 * 8-7 Vestur spilar út hjartagosa gegn 4 spaðasögn í Suðri. Austur vinnur drottningu blinds með ás og spilar litnum áfram. Tekið er á kóng. Það er hægt að telja fimm slagi á tromp, einn á hjarta, þrjá á tígul og sögnin virðist standa eða falla með því, að tígullinn skiptist 3—3 hjá mótherj- unum. Margir spilarar myndu nú spila trompi þrisvar og síðan tíglinum og vona hið bezta. Aðrir myndu reyna að auka möguleika sína með því að spila öllum trompunum og vona að mótherjarnir gefi af sér röng spil — það er tígul. En þetta er ekki rétt. Bezti möguleikinn er að spila trompi tvívegis og síðan háspilunum í tígil. Ef tígullinn fellur er aðeins nauðsynlegt að taka síðasta trompið og tígul þristinn er tíundi slagurinn. Ef tígullinn skiptist hins vegar 4—2 er sá aukamöguleiki til, að spilarinn, sem átti tvo slagi, eigi ekki eina trompið, sem úti er. Sé svo ekki er hægt að trompa tígul þristinn með trompi blinds og þar með er tíundi slagurinn fenginn. Hinn mikli kostur við þessa spilamennsku er, að ekki er hægt að tapa slag á henni. Jafnvel þótt tíguldrottning sé trompuð er hægt að trompá litla tígulinn, — slag, sem alltaf hefði tapazt, ef trompin hefðu verið tekin. Ef mót- herjinn, sem á tvo tígla, á þriðja spaðann hlýtur sögnin að tapast, en bezti mögúleikinn til sigurs hefur þó verið reyndur. Hvað eru frumlitirnir margir? Kæri Fálki. Getur þú skorið úr veðmáli hjá okkur félögunum um það hvað frumlitirnir svokölluðu séu margir. Við tveir höldum því fram að þeir séu fjórir, gulur, grænn, rauður og blár. Aðrir tveir halda því fram að þeir séu sex þessir fjórir að viðbættum svörtum og hvít- um. Einn okkar heldur því hins vegar fram að þeir séu aðeins þrír: gulur, blár og rauð- ur. Með þökk fyrir úrlausnina. Fimm strákar. Svar: Frumlitirnir eru þrír: gulur, rauöur og blár. Enn um bjórinn. Kæri Fálki. Mig langar til að leggja orð í belg um sterka bjórinn þó ég telji það óþarfa því meiri hluti þjóðarinnar vill sterkan bjór í landinu, til að breyta ofdrykkju sem er orðin áberandi í hóf- drykkju. Svo langar mig til að minnast á Þ. M. í 3. tbl. Fálk- ans. Mér finnst það mjög léleg samlíking, að líkja hnefaleik- um við bjór. Það er tvennt mjög ólíkt, annað er íþrótt, en hitt er drykkur. Og einnig sagði Þ. M.: Eigum við að selja okkur fyrir nokkra þeninga úr vösum erlendra manna sem hingað koma? Erum við sterkur bjór? Er það? Með fyrirfram þakklæti fyrir birtingu. Jósafat. Svar: PóstliólfiO er opiö þeim sem vill leggja fleiri orö í þessar bjór um- rœöur. The Shadows. Kæra Pósthólf. Viltu gjöra svo vel að segja okkur heimilisfang Bruce Welch sem er rytnmspilari í The Shadows. Reyndu að grennslast vel eftir þessu fyrir okkur því að okkur vantar þetta mjög nauðsynlega. Svo þökkum við þér fyrirfram. Bless. X. og Z. Svar: Því miöur gátum viö ekki aflaö okkur upplýsinga um þetta en The Shadows eiga marga aödáend- ur hér og er vonandi aö þeir geti gefiö einhverjar upplýsingar í mál- inu og vœrum viö þeim þakklátir, fyrir. Svar til 0.: L. Þaö er ekki gott aö gefa þér, ráö í máli sem þessu. Þú veröur aö gera þaö sem þér þykir réttast en þú skalt fara gætilega svo ekki fari illa fyrir þér. Þú skalt þvi yfirvega allt vandlega áöur en þú hefst nokkuö aö. Er dónaskapur að reykja pípu? Kæri Fálki. Mig langar voða mikið til að spyrja þig einnar spurningar því hún hefur verið talsvert rædd í saumaklúbbnum mín- um. Er það nokkuð dónalegt fyrir konu að reykja pípu? Ég held að svo sé ekki en hinar í saumaklúbbnum eru mér ósam- mála. Ég vonast eftir svari sem fyrst. Tona. Svar: Þaö er ekkert dónálegra fyrir konu aö reykja pípu eöa vindla lieldur en sígarettur. Þú skalt fyr- ir nœstu saumaklúbbssamkomu fá þér pípu og reykja hana livaö sem hinar vinkonur þínar kunna aö segja. Svar til Ö.: Þú skalt bara láta þennan strák eiga sig því eins og þú segir ( bréfinu „þótt liann sé kannski svolítiö sœtur þá veit ég ekki livort hann er góöur strákur." Þess vegna skaltu bara hætta að hugsa um hann og snúa þér heldur aö hinum sem þú minnist á í bréf- inu „þessum meö Ijósa liáriÖ.“ Og annað um úrklippur. Kæri Fálki. Ég sendi þér hérna eina spaugilega úrklippu sem ég vona að þið birtið. Sá sorglegi atburður gerðist um daginn þegar ég var að ná í aðrar klausur sem ég hafði safnað undanfarna daga voru glataðar. Ætli það hafi ekki verið átta klausur. En ég vona að þú fyrirgefir mér þetta óhapp og ég lofa að senda þér strax klausur um leið og ég finn þær. Ó. Ö. S. Svar: Því miöur var ekki liœgt aö nota þessa einu úrklippu sem þú sendir þvi hún var ekki nógu góö. Viö vonum samt aö þú missir ekki móöinn og sendir okkur fleiri. 6 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.