Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1964, Síða 8

Fálkinn - 24.02.1964, Síða 8
1. kafli. r FLUTNIN G ARNIR. Einu sinni bjó ég í kjallara vestur í bæ. En því miður fer það oft þannig að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og kjallarann minn kunni ég ekki að meta fyrr en ég var flutt í blokk. Þegar ég bjó þar, fannst mér allt að. Sennilega var ástæðan sú sama í kjalaranum og hún er i blokkinni — ég er alltof trúuð kona. Hvaða aðra ástæðu er hægt að finna fyrir því, að ég skuli taka orð biblíunnar svona hátíðlega? Já, ég á við þann stað, þar sem stendur: Aukist og marg- faldist og uppfyllið jörðina. Það munar heldur engu að við hjónakornin séum upp á eigin spýtur búin að þrefalda mannkynið. Geri aðrir betur Þegar ég bjó í kjallaranum höfðum við aðeins tvöfaldað íbúatölu jarðarinnar, en jafn- vel það fannst mér nóg. andskotarnir voru orðnir að blessuðum börnunum og lágu steinsofandi í rúmunum sínum, sátum við foreldrarnir 1 stof- unni okkar og töluðum um það ,hve vænt okkur þætti um elsku börnin, þegar þau væru loksins sofnuð. „Heyrðu,“ sagði ég einu sinni. „Ég er orðin hálfþreytt á að búa í kjallara.“ „Jæja,“ svaraði elsku maður- inn minn. ,,Því þá það?“ En ef hann hefði aðeins haft vit á því að útskýra fyrir mér alla kosti kjallarans í stað þess að setja upp þennan ógurlega undrunarsvip hefði ef til vill farið betur en fór. Nú varð ég bara reið. „Ég vil fá mitt eigið hús,“ sagði ég. „Ég vil ekki hokra í kjallaraholu allt mitt líf. Ég vil vera á tuttugustu hæð, ein- hvers staðar þar sem ég sé út um gluggana.“ „Það sést ágætlega út um gluggana hér,“ sagði elsku maðurinn minn með þessu al- býlishúsi eða blokk eins og allir kalla það. Svona er það alltaf, þegar peningarnir eru ekki fyrir hendi. Þá kaupirðu ekki það, sem þú girnist mest heldur það, sem þú getur fengið. Því miður er það svo að engar íbúðir eru jafn ódýrar í innkaupum og íbúðir í blokkum. Það er eitthvað í sambandi við fleiri íbúðir og þar af leið- andi lægri byggingarkostnað. En satt að segja eru íbúðir í blokk aðeins ódýrari í byrjun. Seinna meir kemur allur kostn- aðurinn fram í þeim ókjörum af taugaróandi og hjartastyrkj- andi pillum, sem maður þarf að neyta. Ég vissi a. m. k. ekki hvað það er að hafa taugar fyrr en ég var flutt í blokk. Ég get vel skilið að fólk skyldi hópast saman í stein- skúta á ísöld í þeirri von að halda betur á sér hita margir saman en ein og ein hræða út af fyrir sig. En nú á dögum Hitaveitunn- búð og biðja um marga pappa- kassa. Ég verð að játa það, að mér þótti bara gaman að sjá hvað kaupmaðurinn var sorgmædd- ur yfir að missa mig. Það eru ekki margir kúnnar, sem þurfa önnur eins ókjör í matinn og ég. Svo þurfti ég að rogast heim með alla pappakassana. Það voru margar ferðir. Nú var ég nefnilega hætt að vera góður kúnni og þá var engin ástæða til að senda sendilinn heim til mín með alla þessa pappakassa, sem ég hafði ekki borgað eina krónu fyrir. Svo þurfti ég að pakka niður í alla pappakassana. Það er nefnilega ekki nóg að hrúga öllu niður og láta svo ráðast hvort eitthvað kemur brotið eða ekki. Ég þurfti að vefja bréfi utan um hvern einasta disk og hvern einasta bolla. Og niður með hliðunum þurfti ég að troða bréfum. Það var líka vissara, því Við höfðum aðeins tvö her- bergi og það var of lítið. Það er líka einhvern veginn þannig með kjallara að inn í þá leita heimilislausar bjöllur, pöddur, köngulær, ánamaðkar og marg- fætlur. Svo ekki sé minnst á allan skítinn í gluggakistunum og öll þau tonn af mold og saur, sem litlar lappir dreifa yfir gólfin. Þá vissi ég ekki, hve mikið betra er að fá óhreinindin beint inn á gólf heldur en að láta jafna þeim vandlega niður á sextíu og sex tröppur. Þá lágu líka aðeins fjórar tröppur niður til mín. Nú þarftu að ganga upp sextíu og sex, ef þú hefur í hyggju að heimsækja mig og fá þér kaffi- sopa. Þá vissi ég ekki heldur, hve pöddur geta verið meiri au- fúsugestir en ýmsir aðrir. Engin padda hringir dyrabjöllunni fimm sinnum á dag að meðal- tali til að kvarta. En svona er að vera kona, og það heimsk kona. Á kvöldin þegar krakka- 8 FÁLKINN genga skilningsleysi karlmann- anna. „Gagnsæir eru þeir,“ svar- aði ég, „en mér væri sama þó ekkert sæist út um þá. Mér finnst ekkert varið í að horfa á skítug stígvél og hælaskakka skó.“ „Nú,“ sagði elsku maðurinn minn og leit aftur í glæpareyf- arann sinn. Þetta fannst mér nokkuð langt gengið. „Ég vil fá hús,“ sagði ég reið. „Hús kostar peninga,“ sagði húsbóndinn. Við eigum enga. Það var þá, sem ég tók þessa örlagaþrungnu ákvörðun, sem hefur eitrað alt mitt íf. Ég ákvað að nöldra og kvarta, kveina og veina unz ég fengi einhvers staðar inni annars staðar en í kjallaranum, sem ég elska svo heitt í dag. Rifrildið og nöldrið endaði nefnilega með því að fjárhag- ur fjölskyldunnar, sem var bág- borinn fyrir, var gerður enn bágbornari. Heimilisfaðirinn keypti íbúð á fjórðu hæð í fjöl- ar gerist svo sannarlega engin þörf á því að vera ekki aðeins með sína eigin fjölskyldu í eftirdragi heldur og tugi ann- arra mannvera, sem engum koma við. Kannski er þetta einhver eðlishvöt, sem enn eimir eftir af. Ég á við að þessi félagsþörf og hyggja hafi orðið til af ytri nauðsyn og orðið að innri þörf. Ja, þið skiljið hvað ég á við Sem sagt við fórum ekki að hokra með húsgrunn upp í sveit, við fluttum í blokk. Elsku maðurinn minn hatar flutninga eins og allir aðrir karlmenn, sem ég hef kynnst. Hinsvegar er hann að því leiti ólíkur öðrum karlmönn- um, að hann gerir alvöru úr því að losna við flutningana. í þetta skipti stakk hann af til Kaupmannahafnar og skildi mig eftir aleina með húsgögn- in, pottana og börnin. Strákunum fannst stórkost- lega gaman að flytja enda gekk svo sem nóg á. Fyrst þurfti ég að fara út í mennirnir, sem fluttu voru ógurlegir kraftajötnar. Einn þeirra beyglaði stóra blikk- dollu, sem ég nota undir hveiti, svo að ég hef aldrei komið lok- inu á hana síðan. Mér fannst þetta bæði erfitt og þreytandi. Sonum mínum fannst þetta hins vegar stór- kostlegt. Hérna hafði ég eytt mörgum árum í að kenna þeim, hve ljótt það væri að tæta nið- ur bréf og svo tók ég mig til og gerði það sjálf. En það var ekki um annað að gera. Ég er hrædd um að það hefði farið mesti glansinn af íbúðinni, ef ég hefði hvorki átt bolla að drekka úr kaffið mitt eða öskubakka til að slökkva í sígarettunum. Ekki hefði það heldur verið nein skemmtun að hlusta á öskrin í elskulegum manninum mínum, ef hans dýrmætu plöt- ur hefði brotnað eða blað rifn- að úr bókunum. Plötuspilarann eða radíó- grammofóninn eins og hann er kallaður þurfti ég líka að

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.