Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1964, Blaðsíða 10

Fálkinn - 24.02.1964, Blaðsíða 10
Þegar nýjar verðhækkanir og nýjar verkfallshótanir skapa mér nýjar áhyggjur, fleygi ég blaðinu og næ í strætisvagninn út til „Porte de Clignan- court“ til þess að sækja gott skap til Irenu frænku og Maximins frænda. Þau ættu að fá gullheiðursmerki, þau tvö. Glóandi heiðursmerki úr gulli, eins stór og undirskálar til þess að bera utan á þeirra stóru, glöðu og góðu hjörtum Þau skilja listina að lifa, þrátt fyrir það að þau skilji raunverulega ekki nokkurn skapaðan hlut annan. Frændi er vita heyrnarlaus, en það hefur ekki minnstu áhrif á hann. Hann er svo dásamlega laus við að heyra allt það illa og dapurlega. Þegar loksins er hægt að öskra svo að hann verði var við, grípur hann alltaf vitlaust, en bjartari hliðina. Allan liðlangan daginn, nema á máltíðum og þegar hann fær sér hádegislúrinn, situr hann á kaffistofunni „Brosið“ og lætur lífið streyma framhjá sér. Irene frænka heldur kyrru fyrir heima í litla, skakka húsinu þeirra rétt hjá. Frænka flissar himinlifandi, þegar fólk gengur framhjá, dröslandi alls konar dóti sem það hefur orðið sér úti um á torginu. Frænka er alltaf kát og þar að auki gjörsamlega rugluð. Þau tvö hvorki eru, né hafa verið gift, hvorki hvort öðru eða nokkrum öðrum. Þau eru tvíburar. Þau hafa búið saman allt lífið og eiga prýðilega saman. Þegar frænka gerir einhverja vitleysuna eða fer eftir vitlausum hug- myndum sínum, og frændi misskilur skýringar, skapast hin fullkomna ringul- reið og allt drukknar í kátínu. — Jú, í því húsi kemst maður fljótlega í gott skap. Löngu áður en ég kem að húsinu, sé ég hina ótalmörgu snjóhvítu hrokkin- lokka frænku dansa af ánægju, þar sem hún stendur í opnum dyrunum. Hún hleypur út til að faðma mig á miðri götunni og þá strax er ringul- reiðinnar káta spiladós komin í gang. Á meðan á kossunum stóð hefur hún stöðvað umferðina og brotið blómin sem ég kem með. „Litli engillinn minn, hvað það var fallegt af þér að færa mér blóm! Eru þau brotin? Ó, það var bara gott, því hái vasinn, þú veizt, veltur alltaf um koll... Það er að segja, nú veltur hann sem betur fer ekki oftar. Því að í gær ætlaði ég að þvo hann og gat troðið hendinni niður í hann, en gat svo ekki náð henni upp aftur. Þá varð ég að hlaup út í kaffihúsið til Maximins. En það var ekki annað að gera en mölva hann. Sko vasann. En það er heldur ekkert svo yndislegt sem blóm sem standa reglulega lágt. Á silfurdiskinum, ja ... eh .. Ég hef bara notað hann undir mjólkina hans kisa. Jæja, við finnum eitthvað annað Komdu nú innfyrir Við skulum svo sannarlega fá okkur kaffi. Verulega sterkt, ha!“ Frænka hleypur á undan inn í eldhúsið. „Þetta get ég ekki skilið,“ kallar hún. „Ég hélt endilega... En ekki ein baun í dósinni eða myllunni. Ég hef víst lánað Madame Lecomte. — Hún var í svo miklum vandræðum í morgun — og búðirnar opna ekki fyrr en hálf fimm. En við finnum eitthvað annað. Hvað finnst þér um — um — yndislegt Madeira í gömlu glösin? — þú veizt — með Heilagri jómfrú. Og köku á ég líka með rúsínum í. Vertu svo góð að hjálpa mér að leita, því ég get ekki munað...“ Ég man eftir kökunni frá því 1 síðustu heimsókn. Hún hlýtur að vera eins og granít núna. Jú, rétt er það, hún notast sem viðhald fyrir pokaröð sem er að því komin að velta. En Madeirað? Ég leita í neðri skápnum. Stór hvítlaukur skoppar beint niður í kattarmjólkina á silfurdiskinum. Frænka flissar: „Gott, þá notum við hann undir blómin. Michou verður að láta sér nægja að hafa skálina. Og sjáðu hérna, elsku stelpan mín!“ — Frænka stígur sigri hrósandi niður með flöskuna í fanginu. Við göngum inn í stofuna með vín og glös. Kakan næst í sundur með hamri og hníf. Kæri heyrnarlausi frændi sefur friðsamlega hádegislúrinn Framhald á bls. 28. SORGARHATTURINN HENNAR FRÆNKU 10 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.