Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1964, Page 12

Fálkinn - 24.02.1964, Page 12
ÞAD, SEM SHAKESPEARE SAG Þegar þetta er skrifað, standa enn yfir sýn- ingar í Þjóðleikhúsinu á Hamlet eftir Shakespe- are, mesta leikhúsverki allra tíma. Efni þess leiks er svo kunnugt flestum, að það verður ekki rakið hér, enda var það rakið í fáum orð- um í jólablaði Fálkans. Shakespeare byggir þetta mikla verk sitt á fornri norrænni arfsögu, sem hinn mikli danski sagnfræðingur Saxo, sem uppi var á seinni hluta 12. og byrjun 13. aldar, skráði í hinni miklu Danmerkursögu sinni. Þessi fornnorræna arf- sögn um Amlet Danaprins, eða öllu heldur Jót- landsprins, hefur eðlilega nokkuð breytzt í meðförum skáldjöfursins Shakespeares, en megin þráðurinn heldur sér þó að langmestu Íeyti. Þó er í einu tilviki vikið allmjög frá frum- æimildinni, en það er í sambandi við Bretlands- ferð (H)Amlets, en Shakespeare lætur (H)Amlet aldrei til Bretlands komast, eins og kunnugt er. Saxo lætur Amlet hins vegar komast til Bretlands og þar ratar hann í ýmis ævin- týri, lifir meðal annars í tvíkvæni. Ekki er þar allt til hróss fyrir brezka konunga, og má vera að það hafi að nokkru valdið því, að Shakespeare lét Bretlandsferð (H)Amlets verða svo stutta sem hann gerði. Hitt er svo, að atburðir þeir, sem þar gerðust, koma litið við sjálfu meginefni leikritsins og frá listrænu sjónarmiði stendur hið mikla verk Shakespeares fullkomlega jafnrétt, þótt þessari ferð sé sleppt. En hvað segir sá vísi maður, Saxo Grammaticus, frá dvöl Amlets Jót- landsprins? Föðurbróðir Amlets, bróðurmorðinginn, heitir hjá Saxo, Fenge. Hann sendir Amlet til konungsins í Bretlandi og með honum tvo hlýðna erind- reka sína. Meðferðis hafa þeir „bréf“, það er kefli með rúnaristum frá Fenge til Bretakonungs, þar sem Fenge biður hann að sjá fyrir þessum frænda sínum og stjúpsyni. En Amlet var í litlum vafa um það, að eitthvað fleira byggi bak við þessa för en honum hafði verið sagt frá, og á leiðinni komst hann í farangur fylgdarmannanna og fann rúnakeflið og las. Hann tók sig þá til og máði ýmislegt það út af keflinu, sem hann vildi ekki að Bretakóngur læsi, en bætti öðru við. Þarf vart að segja frá því, að það var líflátsbeiðnin, sem Amlet skóf út, eða öllu heldur breytti þannig, að Bretakóngur var beðinn um að stytta fylgdarmönnum hans aldur. Auk þessa tók Amlet sér bessaleyfi til þess að biðja Bretakóng þess í nafni Fenge að gefa „þessum frábærlega gáfaða unga manni dóttur sína fyrir konu.“ Nú komu þeir til Bretakóngs og afhentu sendimenn þar sinn eigin dauðadóm en kóngur tekur þeim ljúfmannlega og býður þeim að dveljast hjá sér. Er þeim boðið til kvöldverðar hjá kóngi og þar neytt hinna dýr- legustu kræsinga, sem allir snæða af beztu lyst — nema Amlet. Hann sat fýldur á svip yfir borðum og nartaði varla í matinn. Þótti Bretum þetta hin mesta furða, að sjá ungan mann — sem þar að auki var ekki Breti — fúlsa við hinum konunglegu krásum Bretlands. Kóngi var heldur ekki rótt yfir þessari framkomu og lét mann leynast í herbergjum Dananna um nóttina, til þess að heyra hvað þeim færi á milli. Förunautar Amlets spurðu hann ákaft, hvað því hefði valdið að hann snerti ekki við matnum, en hann svaraði því til, að það hefði verið blóðlykt af brauðinu, járnbragð af ölinu og það hefði verið nálykt af kjötinu. Við þetta allt bætti hann svo, að kóngurinn hefði þrælsaugu og drottningin bæri svipbragð eldabusku. Félagar Amlets stríddu honum óspart og álösuðu, enda var hann snarvitlaus í þeirra augum. Þegar kóngur fékk þessar fréttir varð hann mjög hugsi. Lét hann svo ummælt, að svona hugsanir spryttu ekki upp úr venjulegum mannsheila. Þessi ungi maður hlyti því annaðhvort að vera alvitur eða vitlaus. Lét kóngur nú kalla Amlet fyrir sig og spurði hann, hvað hann hefði til sins máls. Amlet spurði, hvort kornið, er brauðið væri bakað úr, hefði ekki verið ræktað á akri, þar sem orrusta hefði verið háð? Kóngur varð að kannast við það, en kvað sig ekki hafa órað fyrir, að slíkt hefði áhrif á bragð þess brauðs, er úr korninu yrði bakað. Lét nú kóngur rannsaka annað það, er Amlet hafði sett út á matinn og kom þá í ljós, að svín þau, er kjötið var af, höfðu eitt sinn sloppið út og komizt í hræ af látnum stigamanni og lagt sér það til munns. Og er drykkurinn var rannsakaður kom í Ijós, að undir brunninum, sem vatnið, er í hann var notað. var sótt í, fannst ryðgað gamalt sverð. Er kóngur varð nú þess vísari að Amlet hafði getað sagt þetta allt með sanni fyrir um matinn og drykkinn, varð honum eðlilega hugsað til þess er hafði sagt um augu sín og fas drottningar. Gekk hann fast á móður sína og spurði hana, hver væri eiginlega faðir sinn? f fyrstunni fékkst hún ekki til að segja annað en það, að hún hefði aldrei faðmað annan mann en konunginn sáluga föður hans, en svo lcom að lokum, að hún viðurkenndi að hún hefði lagzt með þræli einum og væri hann hinn rétti faðir konungsins. Þótt kóng setti að vonum dreyrrauðan yfir ætterninu, þótti honum mikið til vizku hins unga manns koma. Og að lokum spurði hann Amlet um það, því hann segði drottningu hafa á sér eldabuskufas. Amlet sagði honum, að I fyrsta lagi sveipaði hún höfuð sitt í skuplu að sið ambátta, í 12 KÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.