Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1964, Side 14

Fálkinn - 24.02.1964, Side 14
Gleymið ekki þætti mannsins í umferðinni * Eftir Olaf Gunnarsson í skýrslum um umferðarslys, sem ýmsir aðilar, bæði hér á landi og erlendis, létu frá sér fara um áramótin síð- ustu, kom í ljós, að umferðarslys fara enn í vöxt og er nú víða svo komið, að fleiri menn farast í umferðarslysum en af völdum skæðustu sjúkdóma. Umferðarslysin eru þannig orðin mikið heilbrigðislegt vandamál. Einnig hér á landi fjölgar umferðarslysunum jafnt og þétt, og innan fárra ára verður sýnilega stökkbreyting í þessu efni, þegar nýju vegalögin hafa fært okkur nokkuð af þeim ágætu vegun, sem alla ökumenn dreymir um, en sem því miður hafa einnig í för með sér aukinn fjölda dauðaslysa sökum þess, í ð með nýjum og góðum vegum eykst hraðinn sennilega allt aö helmingi. Það er því ekki nóg að leita allra bragða til að ba ta vegina, einnig þarf að fara allar færar leiðir til þess, að dn ga úr slysahættunni. Þótt umferðarsálfræðin sé enn ung fræðigrein, hefur hún samt nú þegar sannað, að mörgu, sem máli skiptir í umferð, er enn ekki nægur gaumur gefinn. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið við háskóla í Banda- rikjunum og Kanada, sanna, að persónuleiki mannsins og ástand hans allt, bæði sálrænt og líkamlegt, valda mestu um það, hvort hann er líklegur til að valda slysum eða ekki. Rannsóknir hafa sýnt, að bílstjórar, sem koma frá brostn- um heimilum eða heimilum, þar sem ósætti hefur ríkt í uppvexti þeirra, eru mun líklegri til að valda slysum en þeir, sem alizt hafa upp í öruggu og ástúðlegu umhverfi. Hafi barnið þegar á unga aldri lært að bera virðingu fyrir sjálfu sér og öðrum, verður það sem fullorðinn maður mun betri og farsælli borgari en ef allt hefur verið látið vaða á súðum kæruleysisins í uppvexti þess. Sá, sem lærir að bera virðingu fyrir öðrum, sýnir tillitssemi í einu og öllu, einnig akstri, hann virðir eigur annarra og gætir vel þess, sem honum er trúað fyrir. f þessari grein mun ég einkum ræða tvær leiðir til að auka umferðaröryggið. Þessar leiðir eru: 1) Bætt umferðar- og ökukennsla. 2) Aukið og bætt lögreglueftirlit. Hæfniprófanir. Bæði reynsla og rannsóknir hafa sýnt, að hæfni manna er mjög mismunandi á hvaða sviði sem er, ökuhæfni lýtur sömu lögmálum og öll önnur verkhæfni, hvað þetta snertir. ARflest- ir menn geta orðið sæmilegir eða aUgóðir bílstjórar, nokkrir geta orðið úrvalsbílstjórar og álíka margir geta aldrei ekið bíl, svo ekki stafi af því óeðlilega mikil hætta bæði fyrir þá sjálfa og aðra. Þessa hrakfallabálka hafa nokkrar þjóðir úti- lokað frá akstri með aðstoð hæfniprófa. Frakkar velja t. d. alla bílstjóra, sem ráðnir eru til að aka langferðabílum eða strætisvögnum með aðstoð hæfnipróía. Þetta bar þann árang- ur, að á 13 árum minnkaði slysni vagnstjóra í opinberri þjón- ustu um 65 prósent, og hafði þó bílum fjölgað og hámarks- hraði verið aukinn verulega á sama tíma. A þessum árum jókst hinsvegar slysni vörubílstjóra um 85 prósent. Frakkar athuga vandlega á hæfniprófastöðvum sínum heilsu manna og þá sérstaklega með tilliti til þeirra sjúkdóma, sem geta verið ökumönnum hættulegir. Hjörtu þeirra eru at- huguð nákvæmlega, sjón og heyrn mæld, eins náttblinda og litasýn og hæfni til að staðsetja hljóð. Viðbragðshraði og jafnvægisskynjun eru mæld. Með eiginlegum hæfniprófum er mæld athygli og andsvara- hraði, ekki sizt dreifing athyglinnar. Mat á hraða og fjarlægð, andsvör við snöggum og óvæntum eggjendum, nákvæmni, samhæfing t. d. handa og fóta, hvað þreyti mest vöðva mannsins, er hann fljótur að þreytast eða þolinn. Loks eru menn prófaðir með almennum greindarprófum. Fjölbýlishús meðalmennskunnar. Eins og upptalning á því sem gert er á hæfnispróiana- stöðvum Frakka ber með sér, væri nákvæm lýsing á einni slikri stöð ærið efni í langa grein. Við skulum að sinni láta okkur nægja að staldra við síðasta atriðið, almenna greind. Reynsla og rannsóknir hafa sýnt, að meðalgreindir bilstjórar séu bezt til aksturs fallnir. Bráðgreindur maður finnur ekki næga fullnægingu í akstri, þegar til lengdar lætur. Honum hættir því við að hugsa um önnur mál, meðan hann ekur, og þeim mun greindari sem hann er, þeim mun meiri hætta er á, að hann gleymi sér alveg við hugræna lausn þeirra viðfangsefna, sem krefjast úrlausnar. Aksturinn lýtur stjórn óæðri hluta taugakerfisins á meðan. Ef snögga hættu ber að höndum getur slíkt hugarástand hæglega leitt til árekstra og jafn- vel slysa. Enn hættulegri er bráðgreindi bílstjórinn er þó hinn van- gefni. Samkvæmt íslenzkum umferðarlögum og framkvæmd þeirra geta menn tekið bílpróf og öðlazt ökuréttindi 17 ára gamlir. Samkvæmt því, sem vitað er um dreifingu almennr- ar greindar þýðir þetta, að greindaraldur hinna vangefnu- ustu, sem öðlast ökuréttindi hér á landi, er ekki nema 11—12 ár. Nú er það svo með pilta á þessu greindarstigi, að þeir FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.