Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1964, Síða 15

Fálkinn - 24.02.1964, Síða 15
búa jafnvel yfir næsta litlum sáltöfrum. Séu þeir ófríðir í þokkabót, verður afleiðingin einatt sú, að aðrir sækjast lítt eftir félagsskap þeirra. Einkum eiga þeir oft erfitt upp- dráttar hjá veika kyninu. Slíkum piltum er bíll fyrst og fremst félagslega mikilvægur, einkum ef hann er stór og gljáandi. Þegar unglingur, sem búið hefur við 8 ára stöðuga ósigra í skólanum, sem ekki tekur tillit til sannanlegrar náms- getu hans, en reynir af öllum mætti að draga hann inn í fjölbýlishús meðalmennskunnar eignast bíl fær hann nú loks- ins tækifærið til að sýna mátt sinn og manndóm. Þegar bíllinn er fenginn, er það næsta auðvelt. Aðeins að stíga örlítið fastar á benzíngjafann og bíllinn þýtur af stað. Þetta er blóma- skeið hins vangefna pilts. Greindari jafnaldrar hans eru í skólum til þess að búa sig undir ýmiskonar ævistörf. Hann hefur frá náttúrunnar hendi ekki hæfileika til sérnáms, og einstöku sinnum hefur skólinn þrúgað hann svo mjög, að hann heldur sig ófæran til allra námsiðkana, þótt svo sé ekki. Leið hans liggur beint út í atvinnulífið, þar sem honum er tekið tveim höndum af atvinnurekendum, sem alltaf vantar vinnuafl. Um leið fer önnur stétt að hafa mikinn áhuga á honum. Það eru gróðamennirnir. Menn, sem aðeins hugsa um skjótfenginn gróða, sem lítið er fyrir haft. Slíkir verzlunarmenn gera sér ekki sízt dátt við þá sem minnstri gagnrýni geta beitt gagnvart þeim og varningi þeirra. Ef allt gengur vel, er hinn grunnhyggni piltur áður en varir seztur undir stýri á stórum bíl, sem flikkaður hefur verið upp að utan. Má vera, að við hlið hins unga ökumanns sitji blómarós á svipuðu greindarstigi og hann sjálfur og í sömu sæluvímunni. Eins vel getur þó verið, að stúlkan í framsætinu sé mun greindari en grunnhyggni aðdáandinn hennar og hún sé aðeins að nota hann til að aka sér og félög- um sínum hvert sem hana lystir. Framhald á bls. 39. Það er gaman að hafa fellega „skvísu“ við hliðina á sér í dollaragríninu, og gaman að gefa henni auga. En það er ekki alltaf víst að gatan sé jafn auð og bein og núna, og ef eitthvað hendir, er ekki víst að „skvísan“ sé áfjáð í fleiri bíltúra — ef hún þá sleppur svo vel að geta farið í þá. í augum lítils barns sýnist farartækið vera langtum lengra í burtu en í augxun fullorðins. Við sjáum hér sama bílinn með augum móður og barns — þó er munurinn oft miklu meiri en þetta og því meiri, sem barnið er yngra og óþroskaðra. Þetta er hlutur, sem bílstjórar ættu að gera sér betri grein fyrir en þeir almennt gera.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.