Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1964, Side 16

Fálkinn - 24.02.1964, Side 16
(Myndir tók Jakob Albertsson). Um þessar mundir verður Skíðafélag Reykjavíkur 50 ára. 1 hálfa öld hefur það beitt sér fyrir iðkun skíðaíþróttanna í höfuðborg- inni með góðum árangri, og það reisti hinn myndarlega og lands- kunna skíðaskála í Hveradölum, fyrsta vetrarhótel Islendmga og hið eina um langt skeið. Saga félagsms verður vafalaust rakin ýtarlega í dagblöðunum, en við birtum hér grein um uppruna og þróun skíðaíþróttarinnar. Þegar hinir fyrstu landnemar og veiðimenn í örófi alda héldu fótgangandi á vetrum norður á bóginn i ýmsum hinna norðlægari löndum, þá var það oft svo, að hinn lausi snjór og þungfæra mjöll gerði þeim erfitt um vik og varð til þess að seinka ferðum þeirra. En þá var það að þessum frumstæðu ferðamönnum kom til hugar að útbúa einhvers konar skó sem gætu „flotið“ eða runnið ofan á snjónum og gert þeim gönguna léttari. Þá varð það að til urðu hinar svo- kölluðu snjó-þrúgur, sem gerðar voru úr viðartegund og náðu þær mikilli útbreiðslu, jafnvel enn meiri en skíðin, sem koma seinna við sögu. Lögun þessa fótabúnaðar eða þrúgna var hálfkúlumynduð skál og var hún að neðan með kúptu sniði með íhvolfum úrskurði að ofan. — Víða í Evrópu hafa þrúg- ur þessar fundist eins og hverjir aðrir forngripir, t. d. í Pyreneafjöllunum, Balkanfjöllum, i Ameríku fyrir norðan landamæri Nýja Englands, og allaleið til norðurhluta Kali- forniu. í mörgum þorpum í Nýju Mexico hafa fornleifafræð- ingar fundið slíka snjóskó, sem eru um 1000 ára gamlir, svo viðurinn, sem þeir voru gerðir úr hlýtur að hafa verið mjög harður og ef til vill nú með öllu óþektur. Á Norður- löndum er nafnið þrúga þekkt frá ómunatíð. Margir vilja halda því fram, að slíkar þrúgur muni hafa verið upphaf skiðanna, þó í annarri mynd en við þekkjum þau nú. Þetta er mjög vafasöm ágiskun og mjög fjarri sanni, því að á þessum svonefndu þrúgum gengur maður, en á skíðum rennir maður sér. Það er heppilegra að kynna sér betur hið ytra útlit eða lögun þessara farartækja áður en maður telur sig hafa fundið þarna fyrirrennara skíðanna. Skíði hafa einnig þekkst frá því í grárri forneskju á víð- feðmu samhangandi svæði sem nær allt frá vesturströnd Norður-Noregs yfir Rússland og Síberíu alla leið austur að 10 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.