Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1964, Síða 18

Fálkinn - 24.02.1964, Síða 18
vísu í byrjuninni einnig breið en ekki klædd með skinni að neðan, svo voru þau sneidd þvert fyrir að aftan, (eins og reyndar öll nútímaskíði eru) með greyptu fari fyrir fæturna, eða með trélista beggja vegna fótarins til stuðnings og eins til halds fyrir bindingar. Annars mætti lengi skrifa um hinar ýmsu gerðir skíða frá flestum hinna norðlægari landa heims en það yrði of langt mál hér að sinni. Þó má minnast á lapp- nesku skíðin, einnig þau sem á ýmsum tímum voru notuð í hernaði, bæði fyrr og siðar allt fram til vorra tíma. ,,Skridfinnar“ er orð eða nafn, sem þekkist frá tímum þjóðflutninganna miklu og er erfitt að finna hina réttu þýð- ingu á þessu nafni, nema ef vera kynni að kalla mætti það „renniuggar". Orðið ,,Skridfinnar“ er upphaflega komið frá hinum aust- rómverska sagnaritara Prokopiosi, sem uppi var um árið 500 e. K., einnig frá gotneska sögufræðingnum Jordanes, sem uppi var á sama tíma. Upplýsingar um skíði og skiðaferðir hafa svo þessir tveir fræðimenn frá rannsóknum sínum í stein- aldarhellum í Noregi og víðar; því að í hellum þessum hafa fundist margar broslegar mynd-rúnir eða ristur á veggjunum, sem sýna meðal annars ýms dýr á skíðum eins og t. d. Elgs- dýr, hnýsur hvali, seli og jafnvel manriaða báta á skiðum. Á meðal þessara frumlegu mynda eða rúna-rista, sjást auð- vitað veiðimenn á skíðum, sem eru afkáralega klæddir, —að hálfu leyti í dýraham til þess að villa veiðibráðinni sýn og hafa þeir eins konar veiðiboga í höndum og virðast vera á fleygi ferð eftir bráð sinni. Skíðin og skíðaíþróttin virðast eiga sér langa sögu og sem fáir kunna frá að segja til hlýtar, en svo mikið er víst, að út- lit og lögun skíðanna hafa verið orðin nokkuð fullkomin þegar á fyrstu öldum eftir Kristsburð. Fornmenn Norðurlanda áttu sér sinn eigin skíðaguð og skíða- gyðju, Ull og Skaði en hún var eiginkona sjávarguðsins Njarð- ar. Eftir því sem Snorri Sturluson segir þá var Ull, umfram það að vera skíðaguð, einnig bogaguð, skjaldarguð og veiðiguð. Hann var svo slyngur snillingur á skíðum, að engum þýddi við hann að keppa. Skaði er á sama hátt, samkvæmt sögunni, skíða- gyðjan og er hún einnig kölluð svo af hinu elzta stórskáldi Noregs, Braga hinum gamla, sem uppi var um árið 800. Segir sagan að hún geti á skíðum skotið ör af boga og hæft það er hún ætlar sér. I Eddukvæðinu Völundarkviða er getið um notkun skíða við dýraveiðar. Einnig í sögu Egils Skallagrímssonar er víða talað um Norðmenn og Finnlendinga, sem renndu sér á skíð- um. Af þeim átta íþróttagreinum sem Haraldur Harðráði taldi sig vera meistara í. var skíðaíþróttin. Sama segir um Rögn- vald Orkneyjarjarl, þegar hann talaði um sínar níu íþrótta- greinar. Þannig mætti lengi telja upp atburði úr sögunni, sem fjaila um skíði og skíðaferðir, ásamt frábærri leikni forn- aldarkappanna. Eins og sagan greinir, þá hafa skíðin frá byrjun verið bæði Framh. á bls. 31.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.