Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1964, Side 22

Fálkinn - 24.02.1964, Side 22
LIFIR yilLLER í ALBAIMÍI)? Talið er nú fullvíst, að emn af íllræmdustu stríSsglæpa- mönnum ÞjóSverja, Heinrich Múller, sé enn á lífi og í fullu fjöri, og starfi í öryggislögreglunni í kommúnista- ríkinu Albaníu, undir verndarvæng Enver Hoxa, einvalds þar. Opmberlega hefur veriS taliS, aS Múller bafi látiS lífiS í Berlín í maí 1945, og þar stendur legsteinn meS nafm hans. En Múller var slyngari en svo, aS bann befSi ekki opnar dyr til austurs, er öll sund voru aS lokast í Þýzkalandi og ÞriSja ríkiS var aS hrynja. Hann hafSi komiS sér upp góSum samböndum viS rússnesku leyni- þjónustuna, og Stalín sálugi og menn hans sáu, aS bægt var aS nota reynslu bans. SíSan braktist bann frá Rúss- landi til Ungverjalands, en eftir uppreisnma þar fór bann til Albaníu, síSasta virkis Stalínismans í Evrópu, þar sem bann dvelst enn í dag, og er vandlega gætt .... Það hefur verið fremur hljótt um nafn Heinrich Miillers hin síðari árin, enda hafa flestir talið víst að hann hafi látið lífið á síðustu dögum síðari heimsstyrjaldarinnar eins og flestir samstarfsmanna hans. Þó var hans ákaft leitað fyrst eftir stríðið, eins og þeirra stríðsglæpamanna, sem ekki var talið alveg fullvíst, að hefðu látið lífið. Og ekki er að efa það, að hefði Heinrich Miiller fundizt þá, hefði hann ekki þurft að kemba hærurn- ar. Hann hefur verið settur í hóp sex verstu stríðsglæpa- manna Þjóðverja í síðari heims- styrjöldinni. Hinir fimm eru engir smákarlar: Hitler sjálfur, Himmler, Kaltenbrunner, Hey- drich, og Adolf Eichmann, sem náðist suður í Argentínu og var leiddur fyrir lög og dóm í ísrael, eins og mönnum er í fersku minni, og líflátinn þar. Og Heinrich Muller var hvorki meira né minna en yfir- maður Adolfs Eichmanns, enda vitnaði Eichmann óspart til yfirmanns síns við réttarhöldin og reyndi að koma sem mestri sök á hann. Og þegar réttar- höldin stóðu í Póllandi árið 1947 yfir Rudolf Franz Höss, yfirmanni hinna hryllilegu út- rýmingafangabúða í Ausch- witz, bar Höss meðal annars við réttarhöldin: „Muller var samvizkulaus böðull. Himmler fól honum að skipuleggja allar 22 þær varúðaraðgerðir, sem tald- ar voru nauðsynlegar öryggi ríkisins." Vart þarf að fjölyrða um það, hvers eðlis slíkar varúðarráðstafanir oftast nær voru. Heinrich Múller féll ekki í Berlín í maí 1945. Hann er enn þá á lífi, fullyrða Vestur-þýzk blöð og hefur átt heima í Alba- níu síðan árið 1956. Hann er nú 63 ára að aldri og er undir verndarvæng einvalds Albaníu, Enver Hoxa, og þjónar honum dyggilega, eins og hann á sín- um tíma þjónaði Hitler, Himm- ler, Heydrich og STALIN, því eftir stríðið, er hann hvarf, var hann einmitt í Rússlandi og starfaði með rússnesku öryggis- lögreglunni. Og hann er í miklu afhaldi í Tirana, höfuð- borg Albaníu, og þar þykir það heiður að vera í kunnings- skap við Abedin Bekir Nakos- chiri, en svo heitir Heinrich Múller nú. Eða hét það að minnsta kosti, þegar skrif Vest- ur- þýzkra blaða um hann hóf- ust að nýju, en ekki er ósenni- legt að hann hafi nú að nýju breytt um nafn. Nakoschiri-Múller stjórnar þeirri deild í albönsku upplýs- ingaþjónustunni, sem heitir Vesturlanda-deildin. Og undir þá deild falla lönd eins og Júgóslavía og Austur-Þýzka- land, sem í augum hinna gall- hörðu Stalínista í Albaníu eru hvergi nærri „rétttrúuð“. Titill Múllers í Sigurimi-lögreglunni, Öryggislögreglu Albaníu, er höfuðsmaður og í lögreglurík- inu Albaníu samsvarar það hershöf ðingj agráðu. Múller býr í sérstöku hverfi í Tirana, þar sem búa háttsett- ir starfsmenn „Verkamanna- flokks Albaníu,“ stjórnarmeð- limir og liðsforingjar í alþýðu- her ríkisins. Nafnlaus hliðar- gata, sem gengur út frá „Breið- götunni Nýja Albanía“, er eini inngangurinn í þetta hverfi, sem er ákaflega vel gætt. Húsin í þessu hverfi eru yfirleitt tveggja eða þriggja hæða með flötu þaki og í hverju húsi eru margar íbúðir. Múller býr einn í íbúð sinni, og allt í kringum hann eru háttsettir,, félagar." Vinnustaður hans er einnig í þessu hverfi, og hann fer sára- sjaldan þaðan, enda ekki víst að hann telji öryggi sínu vel borgið utan þess. Þó fer hann á sumrum með flokksbroddun- um til hafnarborgarinnar Du- razza, þar sem eru vinsælir sjóbaðstaðir. Þar býr hann í einbýlishúsi, sem er vandlega gætt og þó getur hann ekki setið á sér að heimsækja hótel eitt, er nefnist hótel Adriatica, en þar er selt franskt koníak, uppáhaldsdrykkur Múllers frá því í gamla daga. Og þessi veik- leiki hans kom einmitt upp um hann fyrir tveimur árum síðan, en þá sá austur-þýzkur skipa- verkfræðingur, sem þar dvald- ist í sendinefnd, og er gamall og harðsoðinn kommúnisti, Múller, er hann gleymdi sér eftir nokkur koníaksstaup og fór að tala þýzku. Verkfræð- ingurinn vann í nokkra mánuði í Albaníu og hitti Múller þá nokkrum sinnum og sannfærð- ist um, hver þar var á ferð. Hann tilkynnti leyniþjónustu lands síns, hvers hann hefði orðið vísari. En honum var skipað að halda sér saman. Ástæðan var einfaldlega sú, að eftir stríðið hafði Múller unnið dyggilega með ýmsum göml- um SS- og Gestapó-mönnum, sem þá unnu fyrir Austur- þýzku stjórnina. Það er nú talið fullvíst að Múller hafi gengið Rússum á hönd, þriðja maí, 1945, er stutt var orðið eftir til falls Þriðja ríkisins. Rússar munu hafa tal- ið sér feng í honum, þar sem þeir vissu, að hann var mjög vel kunnugur leyniþjónustu- starfsaðferðum Vesturlanda og átti raunar ekki margra kosta völ eftir stríðið. Stalin lét svo ummælt opinberlega, skömmu eftir stríðslok, að Rússar hefðu í þjónustu sinni „nokkra þýzka menn, sem mikið mundi rætt um, ef heimurinn vissi, hverjir þeir væru.“ En hvernig stóð svo á því, að Múller fór að vinna fyrir Rússa og þeir skutu hann ekki umsvifalaust? Ýmislegt bendir til þess, að hann hafi átt allgóð FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.