Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1964, Blaðsíða 26

Fálkinn - 24.02.1964, Blaðsíða 26
ÆVIIMTYRIÐ IJIVI KANARÍEYJAR unnar. Er nú svo komið að vinsælustu spönsku ferðamanna- staðirnir bjóða ferðafólki skemmtanir og góða aðbúð fyrir verð, sem er lægra en ,á nokkrum öðrum stöðum í Evrópu. En Spán- verjum hefur tekizt að halda niðri verðlagi að mestu á flestum nauðsynjum ferðafólks. Síðari hluta janúar fór ég í stutta ferð til Spánar, sérstak- lega til þeirra staða, sem mestra vinsælda njóta nú meðal skemmtiferðafólks í Evrópu, Majorka og Kanaríeyja. Ferða- skrifstofan SUNNA hefur árlega páskaferðir til þessara staða með íslenzkri leiguflugvél og er venjulega nóg að ganga frá samningum fyrir næstu páska með eins árs fyrirvara. Nú töldu hinir spönsku umboðsmenn skrifstofunnar vissara að ganga frá undirbúningi páskaferðarinnar 1965 í janúar 1964, vegna hinnar gífurlegu aðsóknar á þessum stöðum, sem aldrei hefur verið meiri og vex alltaf stöðugt miklu hraðar en hinum glæsilegu nýtízku hótelum fjölgar, þó árlega bætist við mörg glæsileg gistihús, bæði á Majorka og Kanaríeyjum, sem sum eru með allt að 300 herbergjum, með einkaböðum og sólsvölum, auk stórra samkomusala til veitinga og skemmtanahalds, að ógleymd- um sundlaugum í hótelgörðum og upp á þökum 10—12 hæða hótelbygginga. Á Kanaríeyjum hefur á eynni Tenerife, sem er stærst og fegurst Kanaríeyja, gerzt furðulegt ævintýri í þessum efnum, þar sem risið hefur á fimm síðustu árum, svo til frá grunni ein glæsilegasta ferðamannaborg veraldar. þar sem hvert lúxus- hótelið stendur við hliðina á öðru með sjávarsíðunni, en náttúru- fegurð og loftslag er þarna eins og bezt verður á kosið, allan ársins hring. Þarna er að jafnaði ekki nema 4 stiga hitamunur á vetri og sumri, enda eyjarnar um 150 km undan strönd Vestur- | Afríku, þar sem álfan skagar langt í vestur. Afríkuhitinn nær 1 v.v?y-:‘-ni'WW . . 11 m M r --W I -t,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.