Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1964, Blaðsíða 29

Fálkinn - 24.02.1964, Blaðsíða 29
KÓPAVOGSBÍÓ SÝNIR DÁLEIDDI BANKA- GJALDKERINN Bráðlega mun Kópavogsbíó hefja sýningar á ensku gaman- myndinni Dáleiddi Bankagjaldkerinn. Þetta er mjög skemmti- leg mynd og vel þess virði að leggja leið sína suður í Kópavog til að sjá hana. Henry er duglegur og reglusamur ungur maður sem komið hefur sér vel áfram og fengið góða bankagjaldkerastöðu í banka nokkrum. Hann á snoturt hús og snotra konu og þau hjónin lifa mjög reglusömu og rólegu lífi. Charley bróðir Henry er andstæða hans. Hann er kviklyndur og hinn mesti afglapi í fjármálum og það er hann sem kemur Henry út í þau ævintýri sem myndin segir frá. Dag nokkurn gefur Charley út falska ávísun í leikhúsi nokkru og Henry fer á stað til að greiða hana. Þar er upp- hafið að hinum ótrúlegu ævintýrum hans. Leikhússtjórinn verður svo hrifinn af að fá þessa ávísun greidda að hann býður Henry að vera viðstaddan kabarettsýninguna um kvöldið. Þar lendir Henry í klónum á dávaldi sem breytir honum mjög. Og áður en dávaldurinn getur tekið Henry úr dáinu gerast ýmsir atburðir á sviðinu svo Henry fer heim í sínu dái. Nú er hann gjörbreyttur maður og engnn þekkir hann sem slíkan. Gerast nú margir atburðir hver öðrum skemmti- legri, sem óþarfi er að rekja nánar hér enda sjón. sögu ríkari. Brandararnir eru margir hreint afbragð jafnvel hinir þung- lyndustu neyðast til að brosa. Myndin er gerð eftir samnefndu leikriti Vernon Sylvaine og leikstjóri er Michael Anderson. Aðalhlutverkið Henry bankagjaldkera leikur George Cole. Hann er nú rétt um fertugt og hefur leikið í fjölda kvikmynda. 1941 lék hann í fyrstu mynd sinni þá aðeins 17 ára gamall. Framhald á hls S9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.