Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1964, Qupperneq 35

Fálkinn - 24.02.1964, Qupperneq 35
KVENÞJÓÐIN Ritstjóri: Kristjana Steingrímsdóttir húsmæðrakennari. Hafið ætíð hunang í búrskápnum Hunang hefur óvenju góð áhrif bæði á almenna hreysti og yfirbragð manna, og það er oft hægt að nota við matargerð í stað sykurs t. d. til að sæta svaladrykki. Þá þarf bara að lina hunangið vel, ður en vökvinn er settur saman við. Sé maður með hósta, er gott að borða á 1—2 klukkustunda fresti 1 tsk. af hunangi, sem mýkir og slær á hóstann. Ennþá betra er að hræra saman jafnt af smjöri og hunangi. Reyki maður mikið er gott að borða matskeið af hunangi á fastandi maga morgun hvern, því hunangið vinnur á móti nikotini tóbaksins. Ef maður er slæmur á taugum og á bágt með svefn, er það góð regla að drekka á hverju kvöldi, áður en farið er í rúmið, stóran bolla af sjóðandi mjólk, sem sykruð er með hunangi. Drykk- ur þessi er líka ágætis lyf við kvefi og sárindum í hálsi. Þá hefur hunang góð áhrif á meltinguna. Fyllið gráfikjur eða sveskjur með hunangi og borðið sem ábæti. Við afrifum, bruna og kali er ágætt að leggja á hina mæddu Framh. á bls. 37. ÚTILL FERDAMADUR Efni: Pattons Beehive Jumper Wool nál. 5 hnotur tvílitt garn og 1 hnota einlitt. Prjónar nr. 2% og 3. Stærð: 7 ára. 13 1. á prj. nr. 3 = 5 cm. sl. = slétt; br. = brugðið; 1. = lykkja; sm. = saman; sn. = snúin. Bakið: Fitjið upp 90 1. á prj. nr. 2% með einlitu garni. Prjónaðar 3 umf. brugðning, 2 sl., 2 br., því næst 4 umf. með tvílitu garni og 4 umf. með einlitu. Sett á prj. nr. 3 og prjónað slétt, þar til síddin er um 21 cm. Endið með brugðinni umf. Fellið af 2 1. fyrir handveg í byrjun næstu 2ja umf. og takið því næst úr beggja vegna á þennan hátt: 1. umf. (réttan) 2 sl., 2 sl. sm. sn., prjónið sl að 4 síðustu 1., 2 sl sm., 2sl. Prjónið 3 umf. án úrtöku. Endurtakið þessar 4 umf. 6 sinnum, takið síðan úr á sama hátt, en í annarri hvorri umf. (sléttu umf.), þar til 42 1. eru eftir. Fellt af. Framstykkið: Prjónað á sama hátt og bakið, þar til tekið hefur verið 18 sinnum hvorum megin. Fellið af 12 miðl. í næstu umf. fyrir hálsmáli, og síðan er lokið við hvora öxl fyrir sig. Haldið áfram að taka úr við ermi eins og áður, fellið jafnframt niður 4 1. við háls- málið 4 sinnum. Takið úr 21 sinni við ermi í staðinn fyrir 22 sinnum á baki. Ermar: Fitjið upp 46 1. með einlitu garni og prjónið brugðninguna eins og á bolnum. Sett á prj. nr. 3, haldið áfram slétt og aukið jafnt út í 1. umf. svo 52 1. séu á. Aukið því næst út um 1 1. hvorum megin í 8. hverri umf., þar til 70 1. eru á. Þegar síddin er um 27 cm eru felldar af 2 1. hvorum megin í byrjun næstu 2ja umf. Takið þvi næst úr 1 1. hvorum megin á sama hátt og Framhald á bls. 37. FÁLKINN 35

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.