Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1964, Qupperneq 37

Fálkinn - 24.02.1964, Qupperneq 37
I Kvenþjóðin Framh. af bls. 34. Súrmjólkurvöfflur. 4 egg Vz 1 hveiti 2 dl vatn 4 msk. brætt smjörlíki 2 dl súr rjómi 2% dl súrmjólk 2 msk. maltöl Rifinn sítrónubörkur Vöfflujárnið hitað og smurt vel. Hveitinu sáldrað í skál, öllu hrært vel saman. Vöfflurnar bakaðar fallega gulbrúnar. Borðaðar með aldin- mauki og þeyttum rjóma. Súrmjólkursalatsósa. 1 eggjarauða 1 dl salatolía Vz tsk. salt Sitrónusafi 1 tsk. sinnep IV2 dl súrmjólk Rifinn laukur (lítill). Venjuleg olíusósa búin til úr eggjarauðunni, salatolíunni, saltinu og sítrónusafa eftir smekk. Þar í er hrært sinnep- inu súrmjólkinni og lauknum. Sósa þessi er góð í margs konar hrátt jurtasalat. Súrmjólkurtvíbökur. 250 g hveiti 75 g smjörlíki 50 g sykur 2 tsk. lyftiduft lVi dl súrmjólk Hveiti og lyftidufti sáldrað á borð, smjörlíkið mulið saman við. Sykri blandað í, vætt í deiginu með súrmjólkinni. Deigið hnoðað, flatt út þykkt (um 1 cm), stungnar út smáar, kringlóttar kökur. Settar á smurða plötu, bakað við 200° í 6—8 mínútur. Skornar í tvennt með riffluðum hníf. Þurrkaðar við vægan hita 75°, þar til þær eru stökkar og fallega ljósbrúnar. Lítill ferðamaftur Framhald af bls. 35. á bakinu, en alltaf í annarri hverri umf. þar til 12 1. eru eftir. Fellt af. (Tekið úr 22 sinnum) Frágangur: Allt pressað á rönguna, þó ekki brugðning- arnar. Peysan saumuð saman. Snúið réttunni upp og takið upp 100 1. í hálsmálinu á sokka- prjóna nr. 2Vz. Prjónið 4 umf. brugðningu með einlitu garni og því næst 4 umf. með tví- litu garni og 16 umf. með ein- litu. Fellt laust af sl. og br. Brjótið líninguna til helminga inn að röngunni og tyllið niður. Pressið alla sauma. Hunang staði kompressu, sem er hun- ang, sem hefur verið hitað og gert fljótandi við gufu. Hunang vinnur líka á móti hrukkum. Hrærið saman lítilli teskeið af hunangi og 2 msk. af rjóma, berið daglega sem skinntonic á allar smáhrukkur í kringum augun. Setjið einnig á ykkur vikulega andlitsgrímu, sem búin er til úr 1 tesk. af hunangi, 1 eggjarauða og nokkrum dropum af sítrónu- safa. Þegar gríman er orðin þurr, er hún þvegin af með volgu vatni, sem mýkt hefur verið með ögn af natroni. Berið rakalotion á hörundið á eftir. Skíftaíþróttin Framhald af bls. 31. Annars er síðari tíma saga skíðaíþróttarinnar bundin að miklu leyti við Norðurlöndin og þá fyrst og fremst við Noreg. Og segja má að á öldinni sem leið og allt fram til vorra daga, að flestir fræknustu skíðagarp- ar heimsins hafi komið frá Noregi. Svo bar einnig mikið á sænskum og finnskum skíða- mönnum og um langt skeið voru skíðakappar frá þessum þrem Norðurlöndum svo að segja ósigrandi í hvaða keppni sem var, bæði heima og er- lendis. Frá Norðurlöndum breiðist svo skíðaíþróttin æ meir suður á bóginn og mikill áhugi vaknar meðal skíða- manna í Mið-Evrópu og þá sér- staklega í þeim löndum, sem liggja að Alpafjöllunum og gerast nú bæði Svisslendingar, Austurríkismenn og Þjóðverj- ar allskeinuhættir hinum nor- rænu skíðajöfrum, og koma jafnt og þétt fram á sviðið frá löndum þessum frábærir skíða- menn, sem hafa harða og stranga þjálfun á bak við sig, enda aðstæður allar hinar ákjósanlegustu til skíðaæfinga í hlíðum Alpafjallanna, (jafn- vel) á sumrin jafnt og á vetr- um. Síðan bætast ítalskir skíða- menn í hópinn, sægur af Banda- ríkjamönnum og frá fleiri þjóð- um t. d. Japan og er óhætt að segja, að í vissum fylkjum Bandaríkjanna er skíðaíþróttin stunduð af vaxandi kappi og áhuga enda koma þaðan nú Framhald á bls. 39. 37 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.