Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1964, Page 38

Fálkinn - 24.02.1964, Page 38
VARSÐ YKKUR A „ÞRENNINGUNNI11 Að morgni þriðja dags var þolinmæði Ottós á þrotum. „Valtýr forðast mig,“ sagði hann við Danna. „Ég get ekki náð tali af honum, því hann dvelst í herbergi sínu allan tímann, sem ég er hérna." „Ég held það væri bezt að við færum strax,“ sagði Danni hugsandi. „Ef til vill gengur okkur betur í næsta kastala." Áður en þeir félagar héldu á brott reyndi Ottó að vekja athygil bræðranna Hróa og Álfs á málunum. Þótt þeir hlustuðu kurteis- ir á hvað hann hafði að segia, notuðu þeir fyrsta tækifæri tii þess að laumast i þurtu. Vonsvikinn sneri Ottó sér að Danna: „Við förum héðan strax," sagði hann. Hestarnir eru tilbúnir svaraði Danni. Er þeir riðu út úr kastalagarðinum, sagði Ottó: „Ég hefði gaman af að vita, hvers vegna enginn vildi ræða málin við mig.“ „Ég ræddi í trúnaði við einn af sveinum Valtýs,“ sagði Danni. „Fyrir um það bil viku síðan kom hingað sendi- boði frá konunginum, þar sem hann skipaði lávörðum sínum að halda frið við Norðmennina og láta að öllum óskum þeirra . „Skipun frá konunginum um að láta að óskum Norðmann- anna...“ sagði Ottó steinhissa. Svo Fáfni og félögum hans hafði þá tekizt að afla sér stuðnings konungsins! Þannig var Ottó í raun og veru að rísa upp gegn yfirboðara sínum. Héldi hann málaleitunum sínum áfram gæti það leitt til þess að konungurinn tæki Arnarkastala eignarnámi, því hann myndi áreiðanlega telja Klæng ábyrgan gerða sonarins... „Ég skal samt ekki gefast upp,“ hrópaði hann. „Einhverjir aðalsmenn hljóta að vera sama ^innis og ég. Við verðum að freista þess að telja konunginum hughvarf í sameiningu." En 1 öllum köstulunum, sem þeir heimsóttu næstu daga, voru móttökum- ar hinar sömu. Sendimenn konungsins höfðu verið þar á undan þeim. „Skyldu þeir hafa heimsótt Arnarkastala," hugsaði Ottó, er hann ákvað að snúa þangað aftur. Hin þriggja vikna píla- grimsför hans hafði orðið algerlega árangurslaus. Klængur fagnaði þeim vel, er þeir komu heim og dró Danna þegar með sér á rannsóknarskrifstofuna. „Ég er búinn að gera þýðingarmikla uppgötvun“ hvislaði hann. Ottó stóð eftir i kastalagarðinum, súr á svip. „Hann langar ekkert að vita um árangurinn af för minni,“ tautaði hann beizklega. Hann hitti Ara frænda sinn inni í kastalanum, „Hafa sendimenn konungs- ins verið hér á ferð?“ spurði hann. Ari hristi höfuðið. Ottó sagði honum þá, hvers hann hefði orðið áskynja í ferðinni. 38 „Hvað getum við gert?“ sagði hann að lokum. Ari yppti öxlum. „Vera þolinmóðir og verjast." Hann starði dreymandi fram fyrir sig. „Heyrðu Ottó,“ sagði hann, „ég hef ort nokkrar visur til Karenar. Heldurðu að það sé ekki einhver hér, sem getur skrifað þær upp fyrir mig. Þær eru svona...“ Hann dró djúpt andann og opnaði munninn. En hann sagði ekki neitt, en starði undrandi á Ottó, sem skundaði á brott falkinn

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.