Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1964, Síða 42

Fálkinn - 24.02.1964, Síða 42
/ í umfer&ínni Frainhald af bls. 40. kjör lögreglumanna og herða jafnframt á þeim kröfum, sem gerðar væru til þeirra. Eins þyrfti lögreglustjóraembættið vafalítið að geta haft í þjónustu sinni einhverja menn, sem sér- þekkingu hafa í umferðarsál- fræði, og mikið myndi þó ekki væri nema einn sakfræðingur punta upp á starfslið sakadóm- ara. Sá tími er að kveðja, þegar menn voru hræddir við sérþekk- ingu og héldu brjóstvitinu fram sem því eina rétta. Shakespeare Framhald af bls. 13. verknaðinn og töldu Fenge og hyski hans hafa fengið makleg málagjöld. Er Amlet hafði komið mál- um sínum heim á Jótlandi heilum í höfn, hélt hann aftur af stað til Bretlands til konu sinnar og tengdaföður. Hann valdi sér hið fríðasta lið, sem hann gat fengið og útbjó það vel. Hann lét gera sér skjöld, fallega skreyttan og voru á hann grafnar myndir og rúnir, er sýndu verk hans. Var þar lýst öllum þeim brögðum er hann hafði beitt til að koma fram föðurhefndunum. Tengdafaðirinn tók konung- lega á móti Amlet, sem vænta mátti. Undir borðum hinn fyrsta dag tók hann að spyrja fregna frá Jótlandi og þá hvað helzt af Fenge. Hann komst brátt að því, að Fenge væri ekki í lifenda tölu og að það væri tengdasonurinn sjálfur, sem hefði orðið banamaður fóstra síns og frænda. Breta- kóngi varð illa við þessi tíð- indi, því þeir Fenge höfðu svarizt í fóstbræðralag og átti því sá, er lengur lifði, að hefna hins. Varð hann því annað hvort að verða banamaður tengdasonar síns eða svíkja fóstbræðraeiðinn og fannst hvorttveggja slæmt, eins og gefur að skilja. En ráð fann hann samt. Drottningin í Skotlandi hét Hærmdrude. Hún var langt i frá að vera vergjörn, því hún vildi ekkert með karlmenn hafa og gekk þessi árátta henn- ar svo langt, að hún hafði látið drepa alla þá, sem höfðu gerzt svo djarfir að biðja um hönd hennar. Þegar hér var komið sögu hafði Bretakóngur misst konu sína, ambáttardótt- urina, og ákvað hann því að senda Amlet tengdason sinn á fund Hærmdrude og biðja hennar sér til handa. Þóttist konungur þess fullviss að drottning myndi láta drepa Amlet eins og aðra þá er líkra erinda höfðu farið á hennar fund. Þannig kæmi hann fram hefndum fyrir fóstbróður sinn, án þess þó að þurfa sjálfur að vega tengdasoninn. Amlet þóttist vita að eitt- hvað byggi undir bón konungs, en hélt þó af stað með fríðu föruneyti, því ekki vildi hann láta hugleysi spyrjast um sig. Segir ekki af för hans, unz hann kemur á fagurt og grös- ugt engi skammt frá höll drottningar. Þar á þeir félagar og Amlet stingur skildinum góða undir höfuð sér og sofnar. Harmdrude fær pata af gesta- komunni og sendir óðara njósn- ara af stað. Þeim tekst að kom- ast framhjá vörðunum og ná skildinum undan höfði Amlest svo og bónorðsbréfi kóngsins úr vasa hans og færa drottn- ingu hvorttveggja. Er hún sér skjöldinn ræður hún þegar sögu Amlets af myndum og rúnaristum og þykir mikið til um hvorttveggja: Vit hans og hreysti. Lætur hún breyta ýmsu í bónorðsbréfi kóngsins, þannig að í því standi að hann biðji Hærmdrude til handa Amlet sjálfum. Sendir hún síðan sendimenn sína með skjöldinn og bréfið og koma þeir þeim á sinn stað. Er Amlet kemur til hallar- innar tekur drottning honum vel og les bréfið og játast Amlet og hann verður svo hrif- inn af drottningu að hann sér enga ástæðu til að sporna við fótum, heldur tekur hana sér fyrir konu og átti þá orðið tvær. Heldur Amlet nú af stað til Bretlands með hina nýju konu sína og lét mikinn skozkan her fylgja á eftir sér til vonar og vara, enda kom í ljós að það var ekki óþarfa fyrirhyggja. Er þau komu í grennd við kon- ungshöllina brezku kom á móti þeim hin fyrri eiginkona Amlets. Bar hún sig illa yfir tiltektum hans og kvað hina skozku frillu hans vera sér þyrni í auga. Þó væri það sín skoðun að kona ætti að elska mann sinn meira en hún hataði frillu hans og svo myndi hún breyta. Við það bættist að Þau ættu son og hún yrði að elska föður sonar síns. Vildi hún því «riSS.» 3«tur aetírar oaf* »<ð >»an- J eit— . m awnning. 'Stim* á ‘töiknl* aema yið.HÍlli?.etofnnnl. Þá | >r»ri -teikningin fii-tlle virði. án nfrite *f tll- 1 Ijoðinu Bjálfu Sonnilega ein af þesBum einkennilegu tilyiljun- um, Bom ylð rekumet alitaf á í viðekipt' \ Já, Tið töpum Bamningi.upp -Jellljönlr.' sonnilega. £n pað hVðir aft rtvær 42 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.