Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1966, Page 8

Fálkinn - 28.02.1966, Page 8
7 sumt Léttúðarkvendi gerist rithöfundur Mandy Rice Davis, eitt af hneyksliskvendunum i Pro- fumomálinu fræga sem hafði nærri riðið ríkisstjórn Bret- lands að fullu, hefur {mifist og dafnað eins og púki á fjós- bita á kynlífisspillingu brezku yfirstéttarinnar. Hún hef- ur gert lukku sem söngkona á næturklúbbum og nú er hún að skrifa bók um léttúðarkvendi samtímans, samtímis því að hún bíður með skiljanlegri eftirvæntingu eftir að franskur barón fái skilnað frá konu sinni til að geta kvænst hinni lífsreyndu Mandy Rice. Ekki vitum við hvort Stúlkan kemst i hálfkvisti við Fanny gömlu Hill, en allavega ætti bókin að verða lærdómsríkt plagg um brezku yfirstéttina, eins og hún er í dag. Það er að segja, ef stúlkan er sæmi- lega hreinskilin og gædd einhverjum rithöfundarneista. Þarna d« Clicssiiiaii Á ganginum, sem þessi góðlátlegi lögreglumaður gætir, bíða nú yfir 40 manns dauða síns — eða sýknunar. Þetta er „dauðagangurinn“ í San Quentin fangelsinu í Kaliforníu í Baandaríkjunum. Maðurinn á hvítu skyrtunni, sem skýzt þarna eftir ganginum, er einn af hinum dauðadæmdu. Hin myndin er af gasklefanum, þar sem nærri 200 manns hafa látið lífið undanfarna áratugi, þeirra á meðal Caryl Chessman. Þetta virðist ekki vera ógnvekjandi í fljótu bragði, eða ekki fyrr en maður veit hvaða mannvirki þetta er. Ríkisstjórinn í Kaliforníu hefur nú um nokkurt skeið barist fyrir afnámi dauðarefs- ingar í ríki sínu, en orðið lítið ágengt. Myndirnar, sem hér birtast, eru hinar fyrstu, sem teknar hafa verið af hinum fræga „dauðagangi“ og gasklefanum. Ekkja Ueydrichs giftist Frú Lina Heydrich hefur um árabil rekið vinsælt sumar- gistihús á eyjunni Femerhn á Eystrasaltsströnd Þýzkalands. Heldur hefur verið hljótt um konu þessa, þrátt fyrir þá staðreynd að hún var gift stríðsglæpamanninum Reinhardt Heydrich, þeim hinum sama og Hitler útnefndi „verndara Bæheims og Mæris“, sem þýddi það sama og honum var gefið vald yfir lífi og dauða tékknesku þjóðarinnar og reyndar hafði hann á prjónunum áætlanir um að útrýma því fólki. Nú er ekkja hans gift á nýjan leik, finnskum leikstjóra, sem hún kynntist á hóteli sínu. Þau búa búi sínu í Helsinki, en hann heitir Mauno Manninen og er þekktur í sínu heimalandi. Á myndinni eru þau nýpússuð á heimili þeirra í Helsinki. 8 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.