Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1966, Page 34

Fálkinn - 28.02.1966, Page 34
HEILDSOluBIRGÐIR: KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F. SÍMI 24120 • onííiil ronn.vA bílaleiga ma^niísar skipliolii 21 símar: 2II»0-2II»5 Hœukut (jubmndAAMt HEIMASIMI 21037. • Veiðidýrið Framh. af bls. 32. aðferðir refsins. Um nóttina var hann farinn að finna til þreytu í fótunum og hendur hans voru skrámaðar af grein- um trjánna. Hann vissi, að það myndi vera brjálæði að álpast áfram í myrkrinu, jafnvel þótt hann hefði haft krafta til þess. Hann þarfnaðistóhjákvæmilega hvíldar og hugsaði með sér: „Nú hef ég leikið hlutverk refs- ins og verð nú að haga mér eins og kötturinn í dæmisög- unni“. Stórt tré með digrum stofni var þar nærri og með því að varast að skilja eftir sig hin minnstu merki, kleif hann upp í krónu þess ogteygði úr sér á stórri grein. Þar hvíld- ist hann, eftir því sem það var mögulegt. Hvíldin færði honum hugrekkið á ný og nokkra ör- yggiskennd. Jafnvei þjálfaður veiðimaður, eins og Zaroff hershöfðingi, gæti ekki rakið slóð hans hingað, taldi hann sjálfum sér trú um. Enginn annar en sjálfur myrkrahöfð- inginn gæti fylgt þessari flóknu slóð gegnum frumskóginn eftir að dimma tók. En kannski var hershöfðinginn djöfullinn sjálf- ur....... Óttaþrungin nóttin sniglaðist hjá, eins og særð slanga og svefn vitjaði ekki Rainsfords, þrátt fyrir dauðaþögnina, sem ríkti i frumskóginum. Undir morgun, þegar daufur máninn birtist á himninum, var athygli Rainsfords vakin af skræk frá hræddum fugli. Eitthvað var að nálgast í runnunum, nálgast hægt og varlega og fylgdi ná- kvæmlega þeirri slóð, sem Rainsford hafði lagt. Hann þrýsti sér niður á greinina og gegnum laufþykknið sá hann að þetta var maður. Það var Zaroff hershöfðingi. Hann þokaðist áfram og horfði með ýtrustu einbeitni á jörð- ina fyrir framan sig. Hann stanzáði, næstum alveg hjá trénu og kraup þar á kné. Hann rannsakaði jörðina gaumgæfi- lega og Rainsford datt í hug að kasta sér á hann eins og pardusdýr, en þá sá hann að í hægri hendi hélt hershöfð- inginn á litlum málmhlut, sjálf- virkri skammbyssu. Veiðimaðurinn hristi höfuðið nokkrum sinnum, eins og hann væri ekki viss í sinni sök, síðan stóð hann upp og tók eina af þessum svörtu sígarettum úr gullveskinu og höfgur reykjar- eimurinn smaug upp í nasirnar á Rainsford. Hann hélt niðri í sér andanum. Hershöfðinginn hafði litið af jörðinni og nú þokaðist tillit hans upp eftir trjástofninum, þumlung eftir þumlung. Rainsford stirðnaði upp og hver vöðvi í líkama hans var viðbúinn því að stökkva. En hið skarpa augna- ráð veiðimannsins stöðvaðist áður en það náði greininni, sem Rainsford lá á. Bros færðist yfir dökkleitt andlit hans. Hann blés reykhring upp í loftið, síð- an snéri hann baki við trénu og gekk kæruleysislega burt eftir sömu slóðinni og hann hafði komið eftir. Kliðurinn af veiðistígvélum hershöfðingjans við skógarbotninn fjarlægðist og dó út. Loftið braust fram úr lung- um Rainsfords. Það sem honum datt fyrst í hug gerði hann máttvana og fékk honum klígju. Hershöfðinginn gat fylgt eftir slóð að næturlagi. Hann gat þefað uppi óskaplega erfiða slóð. Hann hiaut að búa yfir yfirnáttúrulegum hæfileik- um. Það var aðeins fyrir hreina tilviljun að hershöfðingjanum hafði sést yfir bráð sína. Næsta hugsun Rainsfords var jafnvel enn hræðilegri: Honum rann kalt vatn milli skinns og hör- unds. Hvers vegna hafði hers- höfðinginn brosað? Og hvers vegna hafði hann snúið til baka? Rainsford vildi ekki trúa því, sem skynsemin sagði honum að væri rétt. En sannleikurinn Iá eins í augum uppi og sólin, sem nú hafði brotið geislum sínum leið gegnum morgun- mistrið. Hershöfðinginn var að leika sér að honum. Hann var að treina sér hann til næsta dags. Kósakkinn var kötturinn, hann sjálfur var músin. Nú komst Rainsford fyrst í kynni við ofsahræðslu. — Ég skal ekki missa stjóm á mér! Ég skal ekki. Hann klifraði niður úr trénu og lagði af stað inn í frumskóg- inn. Harin var einbeittur á svip og neyddi huga sinn til að vinna rökrétt. Þrjú hundruð metra frá felustað sínum kom hann að stóru dauðu tré, sem lá laus- lega utan í öðru lifandi. Rains- ford fleygði frá sér nestispok- anum, dró hnífinn úr slíðrum og tók til starfa eins og orkan leyfði. Loks var verkinu lokið og hann fleygði sér niður á bak við fallinn fausk um það bil hundrað metra í burtu. Hann þurfti ekki að bíða lengi. Kött- 34 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.