Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1966, Page 6

Fálkinn - 23.05.1966, Page 6
Fálkinn 19. tbl. — 39. árg. — 23. maí 1966. EFNI SVARTHÖFÐI SEGIR ............................. 6—7 ALLT OG SUMT ................................. 8—9 VÍSITÖLUBÚIÐ HEIMSÓTT. Fálkinn heimsækir bóndann að Skeggjastöðum í Flóa ...... 10—13 LÍF OG HEILSA eftir Ófeig J. Ófeigsson lækni .. 13 BARNIÐ ALDREI OF UNGT TIL AÐ LÆRA, at- hyglisverð grein .T................... 14—15 í SVIDSLJÓSINU ............................. 16—17 LEIGUBÍLSTJÓRI LEYSIR FRÁ SKJÓÐUNNI, stórathyglisvert viðtal við ónefndan bíistjóra .. 18—21 UNDARLEGIR HLUTIR, óhappabíllinn .............. 21 BRENNIMERKT, framhaldssaga eftir Erik Nor- lander ............................... 22—24 NÝR FJÖGURRA SÆTA JAGUAR ...................... 25 FURÐUR HIMINS OG JARÐAR eftir Hjört Hall- dórsson .............................. 26—27 LEIRULÆKJAR-FÚSI, grein eftir Þorst. frá Hamri 28—31 ARFUR ÁN ERFINGJA, framhaldssaga eftir Eric Ambler ............................... 32—34 STJÖRNUSPÁ .................................... 35 LITLA SAGAN eftir Willy Breinholts ............ 36 BARNASÍÐA ................................... 47 KROSSGÁTA ..................................... 48 FORSÍÐUMYNDIN er af Kristínu Gunnarsdóttur, Skeggja- stöðum í Flóa. — Ljósmynd: Gunnar Gunnarsson. f NÆSTA blaðl er rreln og myndlr frá Straumi þar sem álverksmiðjan á að koma. Blaðamaður og IJósmyndari frá Fálkanum fóru til að athuga staðinn oc ljósmynda hann áður en þar hverfur allt undir stein- steypu osr stál. Staðurinn á líka sína söpu. Við munum einnig birta grein um LSD undralyfið, verkanir þess og þá hreyfingru sein er að rísa um notkun þess í Ameríku. I>ar verður oe: opna með upplýsingum um hvað börn og unsrlingar geta unnið í sumar. Einnig verður mjög athyglisverð grein um konu sem læknaðist af krabbameini á ein- kennilceran hátt. Og ennfremur er á sér- kennilegan hátt fjallað um tónskáldið Wagn- er. Þá koma nokkrar smágreinar: furðusaga um mann sem tclur sig hafa bjargazt úr flugslysi mcð því að ganga á sjónum, grein um þá viðrinistízku sem upp er að koma í karlamannafatnaði, a.m.k. hjá vissri tegund manna, og grein um eldfjallarannsóknir scm taldar cru einhverjar hinar hættulegustu rannsóknir. Ekki má heldur gleyma fram- haldinu af greininni um Leirulækjar-Fúsa og föstu þáttunum: Svarthöfða, Líf og heilsa og furður himins og jarðar. Ritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson (áb.). Blaðamenn: Steinunn S. Briem, Grétar Oddsson. Ljósmyndari og útlitsteiknari: Rúnar Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Hrafn Þórisson. Auglýsingar: Fjóla Tryggvadóttir. Dreifing: Kristján Arngrímsson. Útgefandi: Vikublaðið Fálkinn h.f. Aðsetur: Ritstjórn, afgreiðsla og auglýs- Ingar: Grettisgötu 8, Reykjavík. Símar 12210 og 16481. Pósthólf 1411. — Verð í lausasölu 30,00 kr. Áskrift kostar 90.00 á mánuði, á ári 1080,00 kr. Setning og prentun kápu: Félagsprentsmiðjan h.f. Prentun meginmáls: Prestsmiðja Þjóðviljans. Myndamót: Mynda- mót h.f. b FÁLKINN Guðbo Með bundið fyrir augun Bókaútgáfa á íslandi er gullgraftariðja af fyrstu gráðu. Und- anskilinn er einn útgefandi, sem er þó lítill reiðumaður á bæk- ur, prófarkalestur vill verða í molum hjá honum og ákveðinn útgáfutími bóka á reiki. Þessi útgefandi er Ragnar í Smára, og starfsbræður hans hafa yfirleitt ekki mikið álit á honum. Nýlega réð hann tvo unga menn upp á kaup til að skrifa skáldsögur. Þær urðu báðar um Morgunblaðið og háttsett fólk í Sjálfstæðis- flokknum. Ragnar hefur, síðan hann hætti að vera kommúnisti, átt nokkurt skjól í Sjálfstæðisflokknum. Nú skrifuðu þessir tveir piltar þennan velgjörðarmann sinn þar út úr húsi með klaufa- legum spörkum, sem eiga lítið skylt við skáldskap. Þannig fer, þegar menn ætla að bera áburð á berjalyngið. Ragnar í Smára er kannski góður útgefandi, vegna þess að hann hefur getað leyft sér að gefa út bækur í áratugi til að tapa á þeim flestum. Skuldir útgáfunnar voru í einn tíma orðn- ar svo háar að það er ekki eftir hafandi. Flestar bækur, sem hann hefur gefið út hafa verið „tímamótabækur". Skáldsögurn- ar, sem komu s.l. haust voru það líka. Þannig tekst Ragnari að komast í tímamótahabít á hverju ári, og sum árin oftar en einu sinni. Þetta er skiljanlegt, þegar haft er í huga, að hann er eini útgefandinn, sem eitthvað lætur sig varða hvað höfundar hans skrifa. Hann þarf því að upptendrast fyrir steinguðina í hinum útgáfunum, sem aldrei lifa neitt merkilegt, en safna fé með bundið fyrir augun. Valið á þýddum bókum fslenzkir útgefendur sjá um það, að þeir íslendingar, sem ekki lesa a.m.k. eitt tungumál, eigi þess engan kost að fylgjast með því sem helzt er að gerast í bókaskrifum erlendum. Alls konar þvælubókmenntir eru gefnar út hér, sem eru einskis nýtar til alls, nema skila útgefendanum arði. Hræðsla þeirra við erlend- ar bókmenntir hefur m.a. þýtt það, að bækur eftir John Stein- beck, Graham Greene, Heinrich Böll, Gúnther Grass og Per Lagerkvist koma ekki út á íslenzku, svo þeir séu nefndir, sem Gömul blöð Kæri Fálki. Ée greip niöur í Fálkann, nú fyr- ir stuttu, þar fann és marst, sem mér þótti skemmtilegt aflestrar og ég verð að segja að mér finnst að blaðið fari batnandi hjá ykkur. Eitt af því sem ég las var kafli úr framhaldssögunni „Arfur án erf- ingja". Ég varð strax spenntur og langaði til að lesa upphafið. Þegar ég fór svo á stúfana til að kaupa þau blöð sem upphafið hafði birzt f, voru þau alveg uppseld. Nú langar mig til að spyrja hvers vegna þið birtið ekki ágrip af því sem á undan er komið í framhaldssögum eins og svo víða er gert. Balli á Brú. Svar: Við þökkum lofið og þykir það gott, Hvað framhaldssögunni við- víkur er ,rétt að taka fram, að ýmis vandkvæði eru á því að birta ágrip af því, sem á undan er gengið. Hins vegar er afgreiðslunni ánægja að útvega fólki blöð til upphafs fram- haldssögu, eða þau sem úr hafa íall-. ið hjá lesanda, á hálfvirði, svo fram- arlega sem blöðin séu til á afgreiðsl- unni. A(S kroppa úr blaðinu Kæri Fálki. Er endilega nauðsynlegt að klippa miðann úr þarna í „að finna plöt- una"? Má ekki eins senda á venju- legu blaði, það er svo leiðinlegt að þurfa að skemma blaðið þó að mann langi til að taka þátt í þessu, að minnsta kosti er mamma ekkert of hrifin af því. Hvert á maður svo að senda svarið? Þú ert fínt blað og framhaldssögurnar eru draumur. Bless Fálki minn. Anna

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.