Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1966, Page 8

Fálkinn - 23.05.1966, Page 8
Það er trúlega bráðskemmtilegt starf að vera dómari í Danmörku um þessar mundir. Þá getur maður lesið allar þær klámbækur sem út koma án þess að borga eyri fyrir, séð allar ósiðlegar kvikmyndir, sem kostur er á og allt þetta án þess að blettur eða hrukka komi á mannorðið. Kvenmaðurinn á myndinni er staddur í réttarsal vestur í Bandaríkjunum, þótt látæði hennar kunni að gefa til kynna að hún sé að fríska upp á vissar tilfinningar karlkynsins í vafasömum nætur- klúbbi. Reyndar er Karen Davidson dansmær í slíkum klúbbi og hún er einfaldlega að sýna dómaranum fram á að ekkert það sé í dansi hennar, sem geti réttlætt að klúbbeigandanum verði stungið inn fyrir að hafa ósiðlegar skemmtanir á boðstólum. Þá væri gaman í bæjarvinnunni! Ekki alls fyrir löngu var verkamaður að grafa í ná- grenni við klausturrústir. Hann rakst á um 1000 gull- peninga og allmikið af gimsteinadjásnum, Fjársjóðurinn, sem metinn er á um 3 milljónir króna, er talinn hafa verið grafinn í jörðu á 12. öld í einhverri styrjöldinni. DÓMARADANS SS MAÐUR GEFUR UT ENDURMINNINGAR SINAR Innan skamms koma út í Sviss endurminningar SS hershöfðingjans Otto Skorzeny, en hann varð frægastur fyrir að bjarga Mussolini úr fangelsinu á Gran Sasso. Með þeirri dáð sinni mun hann hafa lengt síðari heimsstyrjöldina um nokkra mánuði. Maðurinn var líka þannig gerður, að Hitler fól honum gjarna verkefni, sem enginn annar maður hafði möguleika til að leysa. Nú býr skúrkurinn í Madrid í skjóli Francos, ekur um í Mercedes Benz og spilar tennis við yfirstéttar- menn. Talið er að bók hans verði örugglega metsölubók. Myndirnar eru af Skorzeny eins og hann leit út á stríðsárunum í fullum her-: klæðum og eins og hann lítur út í dag. Prússneska einvígisörið á kinninni er auesvnilegt á báðum myndunum. Poppvandamál Einhver Ian Zan- oni er orðinn að miklu vandamáli í sænska hernum og hefur varla verið á þau bætandi síðan Wennerström var afhjúpaður. Zanoni er að vísu öðruvísi vandamál, en samt nógu slæmt. Her- reglur mæla svo fyr- ir að hermenn megi ekki hafa svo mikið hár eðá skegg, að það geti hindrað þá við hernaðaraðgerð- ar, t.d. ekki svo mik- ið að þeir komi ekki á sig gasgrímu svo vel sé. En nú er Zanoni þessi ákaf- lega mikil popphetja í Svíþjóð og hefur gripið auglýsinga- tækifærið tveim höndum og harðneit- ar að fórna einum lokki úr hári sínu hvað þá meiru, og er það þó ærið fyrir. » 8 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.