Fálkinn - 23.05.1966, Side 13
V
íu Beethovens og okkur kemur
saman um að útsending ríkisút-
varpsins af frumflutningi þessa
ægifagra verks, hafi verið
hrapalleg og líklega fælt marga
frá að hlýða því í hljómleika-
sal.
Nú langar okkur mikið til að
komast til Reykjavíkur og sjá
Prjónastofan Sólin eftir Halldór
Laxness. Ég hef að vísu aldrei
komizt upp á lag með að lesa
leikrit, segir Sigríður, en Gunn-
ar er búinn að tvílesa bókina og
er ákaflega forvitinn að sjá
verkið á sviði.
> En það er erfitt að komast
frá búi og börnum.
Framan við bæinn er gömul
garðhleðsla, vallgróin. Á einum
stað hallast hún talsvert meira en
hinn heimsfrægi turn í Písa, en
hrynur ekki samt. Vinnan á
þessum garði er falleg og Sig-
ríður segir að eiginlega sé synd
að hafa ekki haldið honum við
og eins garðholunni sjálfri. Hún
sé nú komin í órækt, eitthvert
illgresi, sem ég kann ekki leng- •
ur að nefna hefur náð fótfestu
þar og Sigríði ekki tekizt að ■
uppræta það.
En það er nú svona, þegar
maður stendur í stórræðum, eins ,
og húsabyggingum, að ekki er ;
hægt að hugsa um alla hluti og
þá er það minnst aðkallandi lát-
ið dankast á meðan.
Gunnar og Ijósmyndarinn eru
komnir aftur og krakkarnir með ;
þeim og hundurinn Lappi með j
krökkunum. Lappi er svartur og
hefur hökutopp. Eiginlega átti i
hann að heita Skeggi, en af því
að strákurinn hét Skeggi var
náttúrlega ekki hægt að láta
Framhald á bls. 39.
Sveitin I hnotskurn: Hest-
arnir, krakkarnir, hundur-
inn og fjárhópurinn.
LÍF OG HEILSA
Skólaskoðun á
7 ára börnum
V. HLUTI
Eftir
Ófeig J. Ófeigsson, lækni
au 12 ár, sem ég hef ver-
ið skólalæknir tel ég mig
ekki hafa örugglega séð
nokkurt barn, sem liðið hef-
ur af fæðuskorti, en aftur á
móti mörg börn, sem liðið
hafa af næringarskorti. Með
þessu á ég við að ekki sé
nóg að henda einhverju mat-
arkyns í börnin til að seðja
hungur þeirra eins og t.d.
vínarbrauðum, sælgæti, gos-
drykkjum og þ.h. auk einnar
tii tveggja fábreyttra mál-
tíða á dag, heldur þurfi börn-
in að fá að staðaldri vel til
búna og fjölbreytta fæðu
nógu oft á dag til þess að
þau taki út eðlilegan þroska.
í viðbót við þetta þurfa þau
gott atlæti, þrifnað og aðra
umhyggju og langan, áhyggju-
lausan svefn á hverri nóttu.
Barn, sem skipað er að fara
að sofa þegar allt leikur á
reiðiskjálfi á heimilinu af
svalli, hávaða og fyrirgangi,
sofnar ekki áhyggjulausum
svefni og ekki heldur það
bam, sem býst við öðru
hvoru foreldra sinna eða
jafnvel báðum hálf eða al-
fullum heim einhvern tíma
nætur. Ef seinnitíma kyn-
slóðir lesa þessa grein og
spyrja sjálfar sig hvort ég
hafi ekki verið að ýkja, þá
skal ég nú þegar segja þeim
ágætu afkomendum núlifandi
kynslóðar, að þetta hafi ég
ekki rekist á örfáum sinnum,
heldur hvað eftir annað, sem
skólalæknir, næturlæknir,
helgidagalæknir og í viðtöl-
um við marga menn — kon-
ur, karla og börn. Þó ég taki
svona djúpt í árinni þá á ég
alls elcki við að sum lítil og
mögur börn, sem læknar geta
ekki fundið neitt sjúklegt að,
þurfi að líða af næringar-
skorti eða búi við lélega
meðferð á lieimilum, heldur
eru sum börn smávaxin og
mögur þrátt fyrir góða um-
önnun og nógan og góðan
mat.
OFFITA. Miklu algengara
er að sjá of feit börn og ung-
linga en of magra, því flest
7 ára börn eru vel alin, mörg
of feit og sum svo akfeit að
þau geta liðið fyrir það alla
ævi. Barn, sem er ofalið og
þá of feitt og of stórt þarf að
sjálfsögðu meiri mat en barn
í hæfilegum holdum. Maginn
þenst út og þarf því meira
til að fá fylli sína og saðn-
ingu. Barnið venst þannig á
að eta um of og verður því
oft of feitt alla ævi. Offita.j
stuðlar ALDREI að aukinni!
heilbrigði. Ofþyngd líkamansj
stuðlar að því að barnið verð-
ur þunglamalegt og væru-
kært og búast má við að það
verði öðrum börnum fremur
kiðfætt og flatfætt. Þegar
það er fullvaxið hættir því |
fremur öðru fólki við að fá
of háan blóðþrýsting, æða-
kölkun, sykursýki, gallsteina
o. fl. sjúkdóma, auk þess sem
meðalaldur þess er áberandi
lægri en manna I eðlilegum
holdum. Ástæðan fyrir offitu
barna er oftast nær ítroðsla
hinna fullorðnu. Einkanlega
á þetta við um afa og ömm-
ur barnanna, sem vilja sýna
þeim ástúð sína með sífelld- |
um matar- og sælgætisgjöf-
um. Sumt af þessu fólki hef-
ur þó það sér til afsökunar
að það var svangt í æsku og
vill bæta erfingjunum það
upp. Auk þess vita foreldrai
og aðrir fullorðnir oft ekki
nema þá að litlu leyti livað
sé liollt barninu. „Nýmjólk
er holl“ er viðkvæðið. Fólk
ætti þó að vita að mjólk et
NÆRANDI MATURenEKKI
SVALADRYKKUR. A3
þamba mjólk við þorsta er j
óþarft fyrir alla, sem fá nóga ,
næringu á máltíðum og eru
í góðum lioldum. Þeir eiga
blátt áfram að drekka vatn
en ekki gosdrykki og mjólk
við þorstanum. Nú er líka
komið upp úr kafinu að mjög
Framhald á bls. 38.
FÁLKINN 13