Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1966, Side 14

Fálkinn - 23.05.1966, Side 14
VIÐ óskum börnum okk- ar hins bezta. Við vilj- um gjarnan að þroski þeirra sé heilbrigður og eðlileg- ur og ekki sízt að hæfileikar þeirra fái notið sín á sem bezt- an og margvíslegastan hátt. Heilsufarinu gefum við gaum frá því augnabliki, er barnið fæðist en þjálfun andlegra efna þess og hæfileika látum við gjarnan bíða lengi vel — ham- ingjan sanna, þessar nýfæddu anganórur eru nú svo litlar. Þannig eigum við ekki að hugsa. Tveir amerískir læknar, Glenn Doman og Carl Delcato, hafa gert þá uppgötvun eftir ítarleg- ar rannsóknir, að sú reynsla, serp lítið barn verður fyrir fyrstu vikur og mánuði ævi sinn- ar, hefur mjög mikla þýðingu fyrir andlegan þroska þess. Barnið er aldrei of ungt til að læra. Fyrsta Ieikfang barnsins er undantekningarlítið hringla. Læknarnir tveir hafa uppgötv- að fimm leikaðferðir, sem hún gefur kost á. Hve lengi er barn- ið að finna þær? Að meðaltali aðeins háifa aðra mínútu. Fyrst stingur barnið hringl- unni upp í sig til þess að bragða á henni. Hún bragðast engan veginn. Barnið virðir fyrir sér hringl- una og uppgötvar, að hún hefur lit. Á nokkrum sekúndum miss- ir það áhugann á þeirri stað- reynd. Barnið strýkur hringluna. Hún er slétt. Það er ekki sérlega at- hyglisvert, en það er þó alltaf reynandi að kreista hana. Það verður einnig leiðinlegt eftir nokkrar sekúndur. Barnið þefar af hringlunni. Engin lykt. Nú fer þeim litla að leiðast svo um munar, sveiflar hand- leggjunum frá sér gremjulega, sem er ósjálfrátt viðbragð — og hringlan gefur allt í einu frá sér hljóð. Hið dásamlega augna- blik, sem nú fer á eftir, er ein- kennandi. Barnið sekkur sér, með öll merki um hrifningu niður í þetta stórkostlega fyrir- bæri, sem það hefur komizt höndum undir. Hringlan getur framleitt hávaða. Dýrðlegt. En nú veit barnið líka allt, sem vert er að vita um hringl- ur. Leikfangið er ekki vitundar- ögn skemmtilegt lengur. Hringl- an rýkur á gólfið. Búin að vera. ★ Vanmetið ekki harnið Hvorki snillingurinn Einstein eða ungbarnið í vöggunni ráða yfir fleiri en fimm aðferðum til að kanna heiminn. Það er hægt að finna hann, sjá, heyra, lykta og bragða. Barnið hefur tekið öll fimm skilningarvit í notkun til þess að komast að, til hvers er hægt að nota leikfangið; Vandamálið er leyst og nú tek- ur anginn til við öskjuna, sem hringlan var S. Hún er miklu forvitnilegri. Hún er litskrúðugri en hringl- an. Það er hægt að rífa hana í tætlur en það var ekki hægt 14 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.