Fálkinn - 23.05.1966, Qupperneq 18
ÞAÐ suðar rólega í bílnuiri, hann líður áfram eftir tiltölulega
sléttum vegi, útvarpið sendir frá sér syfjulega dægurlagamúsík.
Maðurinn við stýrið situr óhagganlegur í sæti sinu, horfir beint
fram á veginn eins og bílstjórum ber að gera. Hann er ópersónu-
legur, næstum eins og hluti af farartækinu, yrðir ekki á við-
skiptavini sina að fyrra bragði, en er jafnan reiðubúinn að
hlusta ef þeir þurfa að létta á hjarta sínu. Hann hefur traust-
vekjandi baksvip.
Fáir menn hafa betri tækifæri til að kynnast mannlífinu í öll-
um þess margbreytilegu myndum en leigubílstjórar. Oft skyggn-
ast þeir undir slétt og fellt yfirborðið og sjá ýmislegt sem ekki
er yfirleitt til sýnis. Ef til vill sjá þeir meira af skuggahliðun-
um en hinum bjartari. Þeir verða hálfgerðir skriftafeður, jafn-
vel sálfræðilegir ráðunautar. Það er alls ekki auðvelt að blekkja
þá.
En i þetta sinn á leigubilstjórinn ekki að hiusta, heldur tala
sjálfur. „Kallaðu mig Bárð“, segir hann. „Það er ágætisnafn,
þó að ég hafi ekki verið skirður því“.
Röddin er rám, hlýleg, auðug af blæbrigðum. Hann stöðvar
bílinn og snýr sér við í sætinu. Andlit hans minnir á velkt bók-
fell, það er hrukkótt eins og á skáldinu Auden. En augun eru
dökk og glampandi. Þau skjóta gneistum þegar hann þrumar af
réttlátri reiði gegn hvers kyns þjóðfélagslegum ósóma sem hann
vill uppræta. Og jafnfljót eru þau til að dansa af hiátri þegar
honum flýgur í hug smellin saga. Hann er mælskumaður og
harður í málflutningi.
„Ég er uppreisnarmaður, sumir segja, að ég sé ofstækismaður,
og þeir um það. En ég vil berjast gegn drykkjubölinu, þessari
ógnvænlegu meinsemd sem grefur um sig í þjóðfélaginu og
eykst og magnast með hverju árinu sem liður. Ég held hiklaust
uppi áróðri gegn brennivíninu, í því máli hef ég einstefnu. Ég
hef séð of mikið af þeim hörmungum sem áfengið getur valdið,
og ég þekki þær af eigin reynd. Þó að ég sé algerlega ómennt-
aður maður og hafi aðeins verið tólf vikur í skóla á ævinni er
ég vel að mér í brennivínsmálunum. Maður sem er leigubílstjóri
í fjörutiu ár kemst ekki hjá því að sjá og heyra sitt af hverju
í kringum sig á langri leið. Og það segi ég þér með sanni, að
drykkjuskapurinn er versta krabbameinið í okkar þjóðfélagi í
dag. Þræðirnir liggja víðar en nokkurn mann grunar að óreyndu,
bölið er komið inn í ótrúlega margar fjölskyldur, það fer ekki
í manngreinarálit".
Hann hristir höfuðið og andvarpar. „Þetta er mitt hjartans
mál, en það er líka mál máianna nú. Við verðum að gera eitt-
hvað, taka afstöðu, finna leið út úr öngþveitinu áður en það
er orðið um seinan. Við þurfum ekki annað en líta í kringum
okkur — hvert leiða þessi ósköp ef málið er ekki tekið föstum
tökum og það sem allra fyrst? Ég hef séð tólf ára börn blind-
full, ungar og fallegar stúlkur óðar af drykkju, fullorðnar kon-
ur viti sínu fjær . . . að ekki sé nú talað um karlmennina. Ég
gæti sagt þér óteljandi sögur og þær hræðilegar, og ekki þyrfti
ég að ýkja neitt, sannleikurinn er nógu ferlegur. Ég hef séð
menn með drykkjuæði, ég hef séð menn drepa sig í fylliríi,
bæði viljandi og óviljandi, og ég hef séð heimili lögð í rúst af
þessum sökum. Það er sitt hvað að lesa um svona nokkuð í
blöðunum eða sjá það með eigin augum. Ég get ekki verið hlut-
laus áhorfandi gagnvart jafnægilegu böli og ofdrykkjunni. Hún
snertir samfélagið í heild, hvern borgara þess. En áróðurinn er
allur með víninu en ekki á móti því, fólk nennir ekki að hugsa
heldur lætur reka á reiðanum, og á meðan versnar ástandið
með hverju árinu og drykkjuskapurinn eykst bæði hjá ungum
og gömlum og meira að segja konrum og börnum. Hvernig verð-
ur þetta eftir tíu ár? Fimm ár? Eigum við að horfa á það að-
18
FALKINN