Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1966, Page 19

Fálkinn - 23.05.1966, Page 19
gerðalaus, að unga kynslóðin okkar eyðileggi sig á drykkjuskap og þeirri spillingu sem honum fylgir?“ Bárður hefur sjálfur drukkið meira en gott getur talizt, og skoðanir hans eru byggðar á eigin reynslu að nokkru leyti, auk 1 þess sem hann hefur verið athugull áhorfandi á sínum ferli. „Ég man eftir bannárunum, og ég man líka þegar bannið var afnumið. Meðan það stóð yfir var ekkert fyllirí í Reykjavík, og þá þýddi ekki að brugga, því að maður sem lét sjá sig ölvaðan yarð að geta gert grein fyrir ástæðunni, og hún hlaut að vera ólögleg þegar bannað var að flytja inn áfengi, selja það, smygla veða brugga. Það var vandalaust að hafa eftirlit á þeim tíma. En bannið var illa liðið, sérstaklega meðal heldri manna sem vildu geta haft vín með matnum o.s.frv. Árið 1922 var svo leyfður innflutningur á portvíni frá Spáni. Það átti að vera léttur og hættulaus drykkur sem gerði mönnum glatt í geði, en skaðaði þá ekkert. „Ég man vel eftir fyrstu áhrifum portvínsins sem ég sá sjálf- ur. Þá var ég rukkari og fór m.a. með reikninga til allra fínu mannanna í bænum. Þeir sögðu kannski: ,Gerðu svo vel góði minn‘, buðu mér inn, borguðu svo reikninginn og búið. En allt i einu gerbreyttist framkoma þeirra, þeir fóru að verða þetta líka kumpánlegir, það kjaftaði á þeim hver tuska, og þeir slógu á öxlina á mér. ,Nei, sæll og blessaður, vinur, mikið helvíti ertu myndarlegur strákur, já, það verður einhvern tíma maður úr þér‘, dröfuðu þeir, og ég botnaði ekkert í þessum umskiptum. Þegar ég fór að spyrja kunningja mína af hverju karlarnir létu svona var mér sagt, að þetta stafaði af portvíninu, það gerði alla svo káta og alþýðlega. „Það þótti afskaplega fínt að drekka, þetta varð tízka, og portvínið var dásamað í gríð og erg. Piltarnir byrjuðu að drekka ITEXTI: STEINUNN s BRIEM til að verða menn með mönnum — maður stækkaði svo mikið við að finna á sér, varð svo sterkur, gáfaður, hraustur og fal- legur og fékk allt sem mann skorti í daglega lífinu. Mér er minnisstætt þegar ég smakkaði vín í fyrsta sinn, þá var ég um tvítugt, og við vorum að hugsá um stelpur eins og gengur, en kjarkurinn var ekki upp á marga fiska. Bezta ráðið til að lækn- ast af feimni var talið að fá sér portvín. Við splæstum þrír strákar í eina flösku — fimm og fimmtíu kostaði hún ef mig misminnir ekki — svo fengum við okkur bíl og keyrðum austur á Þjórsármótið sem var haldið þann dag. Mér fannst bragðið ekki slæmt og rokfann á mér af mínum skammti, gleymdi allri óframfærni og skemmti mér konunglega. Það var dansað í þýf- inu, og þúfurnar vildu síga undan manni, en það gerði ekkert til. Ég kunni ekki að dansa og hafði varla þorað að bjóða upp stúlku áður. Nú dansaði ég eins og berserkur og sveiflaði stelp- unum í kringum mig, ég var orðinn svo mikill maður og skemmtilegur, að það var eins og ég ætti allan heiminn. Þama var maður nú aldeilis búinn að finna lykilinn að lífsgleðinni. „Eftir þetta þóttist ég aldrei geta farið á mannamót án þess að hafa portvínið, en alltaf þurfti ég meira og meira af því. Ég fór að smáþyngjast, eiga erfiðara með að vakna á morgnana, og það endaði náttúrlega með því, að ég fór að þurfa að stramma mig af morguninn eftir. Þá er maður kominn á hættustigið. Úr því liggur brautin greið niður á við. „Á þessum árum byrjaði bruggið. Ef þú varst fullur úti á götu gaztu alltaf sagt, að þú hefðir bara verið að drekka port- vín, og ekki var það bannað. Og auðvitað var fljótt farið að heimta eitthvað sterkara en portvín. Nú var sagt, að það gerði mann latan og syfjaðan. Nei, þá var annað mál með brenndu drykkina sem fjörguðu og hresstu. Og það þurfti ekki að drekka nema svo lítið af þeim. „Mig minnir, að það hafi verið árið 1933 sem farið var að FALKINN 19

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.