Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1966, Síða 20

Fálkinn - 23.05.1966, Síða 20
LEIGUBlLSTJÖRI LEYSIR FRÁ SKJÖÐUNNI flytja inn sterku vínin. Þá fór að koma verulegt fyllirí, og þá byrjaði smyglið fyrir alvöru. Það var engin leið að hafa eftir- lit með bruggi og smygli lengur. Og drykkjan jókst stöðugt. Almenningsálitið snerist ekki gegn henni fremur en nú. Að vísu þekktist ekki, að börn og unglingar drykkju, og drukknar kon- ur voru sjaldgæf sjón. Ég man ekki eftir, að ungar stúlkur drykkju fyrr en fór að nálgast stríðið, og það ágerðist mjög á stríðsárunum. Það er ekki nein eðlishvöt að drekka, heldur á- vani og tízkufyrirbrigði, unglingarnir herma eftir fullorðna fólk- inu, og áður en varir eru þeir komnir inn í hringiðuna sem er hægara sagt en gert að rífa sig út úr aftur. „Ég hef séð þúsundir manna undir áhrifum, og það er alltaf sama sagan: eftir tvö-þrjú staup fara þeir að bera með sér ein- kenni fábjánans. Gáfaðir menn verða að idjótum, prúðar kon- ur gerast lauslátar, siðferðiskenndin slævist og hverfur jafn- vel algerlega. En þetta finnur maður ekki sjálfur, einmitt vegna þess að dómgreindin brjálast. Þegar menn eru búnir að fá sér mátulega mikið verða þeir svo skemmtilegir, svo ræðnir, fjör- ugir og orðheppnir . . . en hverjum finnst það? Jú, þeim finnst það sjálfum og félögum þeirra sem líka eru kenndir. Það tók mig mörg ár að gera mér grein fyrir þessu, ég sagði við sjálfan mig: ,Ja, Bárður minn, helvíti ertu annars skemmtilegur þegar þú ert undir áhrifum', og þetta sögðu hinir líka — þeir sem voru í sama ástandi. Maður verður næmari, að manni finnst, maður hlær meira að öllu og skemmtir sér betur, fær meiri kjark, finnst maður tala betur, vita meira, gera alla hluti betur. En þetta er helber blekking, og þar í liggur aðalhættan í drykkjunni. Sjálfsblekkingin er viðsjárverð. Fólk sagði sögur eins og um ,bílstjórann sem var borinn út í bílinn, og aldrei keyrði hann betur'. Það er hrein della, því að það er sannað mál, að viðbrögðin verða seinni þegar maður finnur á sér, maður fer ekki eins varlega og tekur frekar áhættu, en manni finnst maður keyra miklu betur, og þar er blekkingin enn að verki. Ég hef oft keyrt undir áhrifum víns, að vísu aldrei til skaða, maður slampaðist þetta einhvern veginn, en það er óhætt að fullyrða, að maður hefur ekki sama öryggi og undir normal kringumstæðum. „Smám saman jókst drykkjan hjá mér þangað til ég var kom- inn á það stig, að ég var alltaf annað hvort þunnur eða fullur, oft ekki edrú í heilan mánuð samfleytt. Ég eyddi um það bil hundrað dögum á ári í fyllirí. Raunar fór ég ekki á langa túra, en ég varð ávanadrykkjumaður. ,Þú ert nú enginn drykkjumað- ur', sagði ég við sjálfan mig. ,Þú bara drekkur vín þér til gleði og ánægju'. Ójá, þannig blekkjum við okkur og lokum augun- um fyrir staðreyndum. Drykkjuskapurinn er engin hamingju- leið, hann veitir aðeins gervigleði, aldrei sanna lífsnautn. Að ekki sé nú á það minnzt hvað við gerum öðrum mikið illt með þessu, allt álagið sem eiginkonur og börn verða að bera. „Með hverju árinu jókst drykkjuskapurinn og margfaldaðist, framkoma fólksins breyttist, íslendingar urðu ruddalegri, ókurt- eisari og frekjulegri við vín en áður, og hinir svokölluðu menntamenn voru sízt betri en aðrir — ég tel það ekki mennt- aðan mann sem hegðar sér eíns og skepna, enda er menntaður og lærður ekki það sama. Nei, það á annars ekki að bera okkur saman við blessuð dýrin, indæl og falleg; sá sem drekkur frá sér ráð og rænu er ekki sannur maður og stendur dýrunum langt að baki. „í starfi mínu kynntist ég mörgu sem miður fór, og alltaf var undirrótin áfengi og aftur-áfengi. Þær voru ófáar sögurnar sem ég fékk að heyra meðan ég keyrði um með drukkið fólk, bæði menn og konur, öll sín leyndustu einkamál vildi það tala um. Meðan menn eru ekki orðnir of ölvaðir segja þeir allt sem inni fyrir býr og draga ekkert undan; þeim finnst eins konar fróun í því að fá útrás við bílstjórann sem þeir þekkja ekki og ekki þekkir þá — og þó get ég stundum vitað meira um mann sem ég sé kannski einu sipni eða tvisvar á lífsleiðinni en fólk sem hefur umgengizt hann alla ævi. En ég hef alltaf talið það heilaga skyldu bílstjórans að bregðast ekki trúnaði farþega sinna. Jafnvel þegar ég hef sjálfur verið undir áhrifum áfengis hefur aldrei hvarflað að mér að segja frá leyndarmálum þeirra sem ég hef kynnzt í starfi mínu. Þó að ég geti til dæmi^ sagt þér nokkrar sögur máli mínu til skýringar fær enginn a?j vita hvaða fólk á í hlut. „Ósjálfrátt fór ég að hugsa meira og meira um áfengið og áhrif þess á mennina. Líklega var þessi dýrð nú ekki eins mikil og verið var að útmála, það var ekki allt skemmtun sem fylgdi víninu. Oft var ljót aðkoman þegar ég var að hjálpa drukknum mönnum heim til sín, og sárast tók mig til saklausra barnanna. Einu sinni sat kona í bílnum hjá mér, við fórum að rabba sam- an, og talið barst að víninu. ,Það væri mikil guðsmildi', sagði hún, ,ef ekkert vín væri í þessu landi. Ég hef átt ýmsa erfiðr leika við að stríða í lífinu, maðurinn minn dó úr krabbameini og lá mikið veikur í heilt ár, nítján ára sonur okkar fór til sjós og drukknaði, og það voru þungar sorgir sem þessu fylgdu. En svona hlutir eru ráðstöfun æðri máttarvalda sem ekki er hægt að gera annað en beygja sig fyrir. Aftur á móti er erfiðara að sætta sig við sjálfskaparvíti. Ég á annan son sem er til sjós, og ég sé hann aldrei nema drukkinn. Nú fyrst veit ég hvað raun- veruleg ógæfa er‘. „Lengi vel seldi ég vín eins og margir aðrir bílstjórar, reynd- ar aldrei unglingum, en fulltíða mönnum var ég ekkert að reyna að hafa vit fyrir, þeir réðu þessu sjálfir. Kvöld eitt var hringt og beðið um bíl, ég var sendur þangað, en það hafði ekkert verið minnzt á vín. Þegar ég kom að húsinu hljóp út piltur átján eða nítján ára. ,Heyrðu vinur, ég ætla bara að fá eina flösku', sagði hann, ,ég hef ekkert við bíl að gera.‘ Ég sagðist enga flösku hafa og keyrði burt, en í sama bili kom annar bíll sem piltur- inn veifaði í, og þar fékk hann flöskuna. En móðir hans hafði staðið við gluggann og tekið númerið á bílnum mínum, af því að hún hélt, að hann hefði fengið flöskuna hjá mér. „Morguninn eftir hringdi forstjórinn til mín og sagði, að ég þyrfti að fara og tala við konu nokkra sem væri alveg óð og uppvæg og hefði hótað að kæra mig fyrir sakadómara, vegna þess að ég hefði selt drengnum hennar flösku. Ég fór heim til hennar, og hún tók mér allt annað en blíðlega. ,Viltu ekki gera svo vel að koma inn og sjá verksummerkin', sagði hún. Þarna var þá strákurinn búinn að brjóta allt sem hægt var að brjóta þangað til ekkert heilt stykki var eftir á heimilinu, meira að segja ljósakrónan í maski. Hann hafði orðið alveg bandóður, ráðizt á föður sinn sem var með glóðarauga og nefbrotinn eftir hann, og að lokum höfðu foreldrar hans neyðzt til að kalla á lögregluna og láta setja hann í tukthúsið þar sem hann sat enn. ,Ef nokkur djöfull er til þá er hann í brennivíninu,1 sagði vesalings konan. „Nú, ég gat hreinsað mig af þessu, en það er aukaatriði. Ég ákvað að selja ekki framar vín. Ég hætti ekki sjálfur að drekka, en ég vildi að minnsta kosti ekki stuðla að því, að aðrir gerðu sig vitlausa á því. „Ég gæti tínt til hundrað dæmi þessu lík og verri, en eitt er mér sérstaklega minnisstætt. Það var eftir stúdentahátíð þar sem drukkið var ósleitilega eins og venja er á slíkum samkomum, þótt fæstir þátttakenda séu orðnir tuttugu og eins árs og verði því að fá undanþágu til að geta skálað í tilefni dagsins. Ég kom að skemmtistað þar sem ég þekkti dyravörðinn, og þegar hann sá mig spurði hann hvort ég vildi ekki gera sér stóran greiða. Bak við húsið lægi ungur stúdent dauður í fylliríi, en það væri ómögulegt að koma honum heim, því að enginn vildi taka hann upp í bíl til sín. Ég sagði, að það væri ekki nema sjálfsagt að taka strákgreyið ef einhver vissi hvar hann ætti heima og vildi koma með. Jú, jú, kunningjar hans vildu gjarnan LEIGUBlLSTJÖRI LEYSIR FRÁ SKJÖÐUNNI 20 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.