Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1966, Qupperneq 22

Fálkinn - 23.05.1966, Qupperneq 22
■' í , ,3 •- p ■ ■ M ;í É8M9SI S®,■•••••• *:■ : . ■ ■ xí Í-: wS&i* '*•“<* <”v • ÍiiMililPi BRENNIMEKKT Þá varð honum skyndilega ljóst hvert hann ætti að heita för- inni. Morguninn eftir var hann kominn aftur til ferðaskrifstof- unnar og keypti alla nauðsyn- lega farmiða. Þarnæsta dag sat hann í flugvélinni á leið til Frankfurt, þar sem hann skipti um flugvél eftir klukkustundar bið. Skömmu eftir hádegisverð staðnæmdist leigubíll hans fyr- ir utan Hótel Kronen í Gar- misch, Dyravörðurinn tók á móti honum eins og hann væri lang- þráður gestur og hafði á svip- stundu dregið upp fyrir hann mynd af því hvernig hann gæti gert sér tilveruna sem þægi- legasta: siglingar, svig í snævi þöktum fjallshlíðum, gönguferð- ir í þægilegum félagsskap, dans, rouletta, kvöldvökur á gistihús- inu á hverju kvöldi. Stenfeldt hlustaði með öðru eyranu og vó lykilinn í hendi sér. Hann hafði fengið herbergi númer þrettán og alla tíð síðan á stúdentsárunum hafði hann haldið fast við þá trú, að þrett- án væri happatala hans. Hann myndi þurfa á öllu sínu lánl að halda núna, því hann hafði ekki komið til Garmisch eingöngu til að skemmta sér heldur til þess að komast að því hvort Hoffmann hefði sagt sannleikann um fortíð sína. Lars Stenfeldt byrjaði njósna- störf sín á því að reyna að gleyma Hoffmann stundarkorn og slappa af. Hann leigði segl- bát og dvaldi klukkustundum saman úti á Walchenvatni. Alpa- hlíðarnar sunnanvert við vatn- ið loguðu í rauðgullnum litum haustsins, vatnið var blátært og friðurinn var alger undir hvítu seglinu á -litla bátnum hans. Hann sat og lónaði, hlustaði á bárugjálfrið ,við borðstokkinn og ef hann lét aftur augun gat hann hugsað sér að báruskvamp- ið væri orð, rödd. En þegar hann opnaði augun aftur var hann jafneinn í bátnum sínum. 22 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.