Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1966, Qupperneq 24

Fálkinn - 23.05.1966, Qupperneq 24
BRENNIMERKT BRENNIMERKT BRENNIMERKT BRENNIMERKT brúnu umslagi með áþrykktu iVierzlunarnafni herra Fraenkels. Hann dirfðist varla að taka upp myndina og skoða hana. Á sunnudagsmorgun hélt hann flugleiðis til Frankfurt. Þaðan ætlaði hann heim rrieð SAS. SAS-vélin frá Ankara og Vín átti ekki að lenda fyrr en eftir klukkustund. Hann gekk inn í flugstöðvarbygginguna til að fá sér eitthvað að drekka. Jafnvel í hinu heimsborgaralega and- rúmslofti flugstöðvarinnar ríkti eins konar sunnudagsfriður. Hann litaðist um eftir auðum bekk úti í horni og þegar hann sneri sér í hálfhring, ætlaði hann varla að trúa sínum eigin augum. Rakleitt á móti honum kom Grete Rosenberg. Grete Rosénbérg hafði upp- götvað lausan bekk við glugga þar sem sást yfir flugvöllinn. Hún hraðaði sér þangað. Enda þótt hún ynni á ferða- skrifstofu — eða kannski ein- mitt þess vegna — voru flug- stöðvar hennar líf og yndi, flug- vélar sem lyftu sér eða lentu, hrærigrautur af tungumálum, litarháttum og kynþáttaeinkenn- rrm. Flugstöð var eins og smá spegill af þjóðfélagi framtíðar- innar, þar sem engin landamæri væru til nema á pappírnum og þar sem væri eðlilegt og sjálf- sagt að einn væri hvítur og ann- ar srvartur eða gulur. í mann- hafi flugstöðvanna fannst henni hún hjúpuð þeirri hulinsblæju nafnleysis, sem veitti henni eins konar öryggiskennd. Þannig var henniinnanbrjósts, þegar hún gekk gegnum flug- stöðvarsalinn í Frankfurt. Hún sá allt án þess að sjá nokkurn hlut, fann aðeins að hún var róleg. Og þá var það sem allt rann saman í móðu fyrir augum hennar, en í miðri móðunni varð eftir lítill gegnsær blettur og í honum sá hún Lars Sten- feldt. Hann stóð þarna farangurs- laus með sumarfrakka á hand- leggnum og brúnt umslag sem stóð upp úr jakkavasanum og virtist heldur ekki trúa sínum eigin augum. Helzt hefði hún viljað þjóta til hans og fleygja sér í faðm hans, en henni tókst að hafa taumhald á ofsalegum fögnuði sínum. — Grete, sagði hann og rödd hans var óskýr. Af öllu fólki í heiminum — þú hérna? — Og þú ... bætti hún við. Hvað ert þú að gera í Frank- furt? — Sennilega það sama og þú. Bíða eftir flugvél. Bros, sem virtist koma innan- frá lýsti upp andlit hans. — Hvert ætlar þú að fljúga? hélt hann áfram. — Með Lufthansa til Kaup- mannahafnar. Og þú? — Með SAS til Kaupmanna- hafnar. — Hvílík vandræði, sagði hún og brosti. Við leggjum af stað tuttugu mínútum á eftir ykkur. En ég ætla að biðja flugstjór- ann að hraða sér svo við náum ykkur. Hún brosti áftur. Ég get ennþá varla skilið það — að ég skyldi hitta þig hér . . . — Það er margt í lífinu, sem ekki verður skilið, Grete. Viltu sitja hjá mér þarna við glugg- ann og tala við mig um heim- spekileg málefni? Hún kinkaði kolli. Hann dró fram stól handa henni og bað um tvö glös af vermút. Lars Stenfeldt var hálf rugl- aður yfir hinum augljósa fögn- uði hennar. Hann hafði vanið sig á að hugsa um hana sem feimna, hlédræga og fremur fá- láta konu. Sú Grete, sem hann hafði nú fyrir framan sig var brosmild og hýr með blik í augunum, sem hann hafði aldrei tekið eftir fyrr. Það var eins og öllum áhyggjum hefði verið sóp- að burt af vegi hennar. Var það aðeins hið hlutlausa umhverfi, fjarlægðin frá öllu þarna heima, sem hafði breytt henni? Eða hafði eitthvað borið við í lífi hennar? Hafði hún — hann reyndi að skjóta hugsuninni frá sér en hún leitaði á hann misk- unnarlaust — hafði hún fundið annan mann, sem var orðinn henni kær? Sem hún elskaði ef til vill? — Ekki þessa ygglibrún, sagði hún stríðnislega. Þú reynir allt- af að líta út eins og þú sért að hugsa um eitthvað sorglegt. Hann dneypti á víninu. — Er dónalegt að spyrja hvar þú hafir verið? — Þú mátt spyrja um hvað sem þú vilt, sagði hún. Ég fór til Austurríkis. Var nokkra daga í Vín. Svo ferðaðist ég svolítið um. Augu hennar voru stór og opinská og einlæg en hann sá bældan sársaukann í djúpi þeirra og iðraðist þess að hafa spurt. — Og þú? sagði hún. Hávís- indaleg ráðstefna þykist ég vita. Hann hristi höfuðið. — Ég fylltist þvílíkri örvæntingu þeg- ar ég frétti að þú hefði farið burt að ég gat ekki sinnt störf- um mínum, sagði hann illkvittn- islega. Svo ég gaf mér lausan tauminn. Ég er búinn að vera í Garmisch og leika þar spjátrung á mjög sæmilegu hóteli. Ein amerísk, ein þýzk og ein ensk börðust um mig af mikilli hörku. — Hver sigraði? sagði hún. — Ég veit það ekki. Ég laum- aðist burt áður en verðlaunaaf- hendingin fór fram. — Það hefðirðu ekki átt að gera, sagði hún ásakandi. Karl- maður á að grípa gæsina þegar hún gefst. — Ég gat það ekki. Það var eitthvað, sem aftraði mér alltaf. — Gat ekki læknirinn gert neitt gagn? sagði hún og hló. — Læknirinn var viðstaddur allan tímann en hann gat auð- vitað ekki hjálpað sjúklingi sém ímyndar sér að hann þjáist af vonlausri ást. Hann fékk ekkert svar. En hún horfði stöðugt á hann og hvort alvara eða glettni var í augum hennar, gat hann ekki ráðið við sig. Það eina sem hann vissi var að augnaráð hennar gerði hann óstyrkan. — Ég vissi að þú hefðir verið í Garmisch, sagði hún. Ég sá það á umslaginu, sem þú ert með í jakkavasanum. Er það mynd af þessum þrem sem kepptu um þig? Hann varð þess allt í einu vísari, hvers vegna hann hafði eiginlega farið til Garmisch. Hið sjálfkjörna hlutverk hans til hjálpar Grete virtist nú útleikið en hann tók samt upp ljósmynd- ina og sýndi henni. Hún skoðaði myndina án þess að leyna kæti sinni yfir pokalegum skíðabún- ingunum. — Að hugsa sér að þetta skuli hafa verið í tízku þá. Að þeir skyldu ekki flækja sig í buxnaskálmunum. Hvað er annars merkilegt við þessa mynd? — Minnir hún þig ekki á neitt? — Nei, alls ekki. Ætti hún að gera það? — Það veit ég ekki. Mér þótti bara gaman að sýna þér hana. Hann lagði myndina aftur í umslagið og stakk því til frek- ara öryggis í innri jakkavasann. Þau sátu enn kyrr um stund. En Grete leit margsinnis á klukk- una og Stenfeldt fann að glað- værðin var orðin að uppgerð sem átti að leyna einhverju al- varlegu. í því kallaði hátalarinn á far- þega SAS-vélarinnar að koma að farmiðaafgreiðslunni. Hann stóð upp og tók um hönd henn- ar enda þótt hann hefði helzt viljað strjúka henni um vang- ann. — Má ég fylgja þér að hlið- inu? spurði hún alvörugefin. — Ef þú vilt . . . — Ég. vil það, sagði hún lágt. — Hvers vegna? — Að koma til einhvers stað- ar án þess að neinn sé þar að taka á móti mér hefur mér aldrei fallið illa, sagði hún'. En þegar ég fer upp í lest eða flug- vél á leið burt, þá finnst mér tómlegt ef enginn er til að kveðja mig. Maður vill helzt skilja einhvern eftir sig, ein- hvern sem saknar manns ofur- lítið. Hefur þú aldrei fundið til þess? Við hliðið tók hann aftur um hönd hennar. Hinir farþegarnir héldu á undan í hóp út að flug- vélinni. Hliðvörðurinn beið ó- þolinmóður. Lars Stenfeldt var á þessu augnabliki nærri reiðu- búinn að missa af flugvélinni til þess að geta verið hjá henni stundarkorn í viðbót. En skyldu- rækni hans náði yfirhöndinni, Hann laut fram og kyssti hana í flýti á ennið og hljóp síðan út að flugvélinni án þess að líta um öxl. Hálfri klukkustund síðar sat Grete Rosenberg einnig í flug- vélarsæti á leið norður á bóg- inn. í djúpinu fyrir neðan hana lágu þunnir bómullarhnoðrar á víð og dreif. í hugarheimi henn- ar ríkti þögul angurværð og kvöl. Þau voru dæmd til að mis- skilja hvort annað, hún og Lars. Ef til vill ekki Lars, en hún ... Hún lagði ávallt helgustu von- ir sínar í allt sem hann sagði, umsneri orðum hans, túlkaði raddhljóm hans, ímyndaði sér eitthváð, sem ekki var til. Og hún gat ekki varizt því þrátt fyrir það að hún vissi hve sárt það yrði eftir á. En eftir hverju hafði hún svo sem óskað? Engu — nema ef til vill að hann hefði sagt: Við fá- Framhald á bls. 44 24 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.