Fálkinn - 23.05.1966, Blaðsíða 26
.
KOLLVELTA JARDAR
ONNUR TILGÁTA UM ORSAKIR
Nú er það svo, að öll ísaldarfyrirbæri verða ekki skýrð á
grundvelli þeirrar tilgátu eða kenningar, sem lýst var í síðustu
grein. Fyrir nokkrum hundruðum milljónum ára urðu hinar
furðulegustu jökulmyndanir á þessari jarðkúlu. Þá lágu jökul-
svæðin alls ekki í hinum núverandi jökulbeltum jarðar, heldur
teygðust þau í boga frá vestanverðri Ástralíu til Indlands, þá til
Madagaskar og afrísku miðhásléttunnar og þaðan til vesturhluta
Brazilíu. Vissulega er erfitt að skýra þetta á annan veg en þann,
að heimskauta- og hitabeltissvæði jarðar hafi legið öðruvísi
í þessari firna fjarlægu fortíð, en þau nú gera. Þarf þá að gera
ráð fyrir að fyrir 2—300 milljónum ára hafi annað heimskautið
— sennilega hið syðra, flutzt stað úr stað í Indlandshafi.
Ýmislegt styður þessa tilgátu. Hafi núverandi hitabeltissvæði
einhverju sinni verið heimskautalönd, leiðir af sjálfu sér, að nú-
verandi jökulsvæði og heimskautalönd hafi áður notið miklu
hlýrra veðurfars en nú. Steingerðar plöntuleifar þessara landa
bera því vitni, að sú var raunin. Plöntur, sem þrífast ekki
nema í hlýju loftslagi uxu einu sinni á Svalbarða, Grænlandi og
Suðurheimskautslandinu. í þessu sambandi má geta þess, að
Jóhannes Áskelsson, jarðfræðingur, sýndi mér einu sinni stein-
gert fíkjuviðarblað, sem hann hafði fundið í grennd við Brjáns-
læk á Barðaströnd. Nú vaxa fíkjutré naumast norðan Alpafjalla.
Rennir þetta frekari stoðum undir þessa hugmynd.
Ekki er þó hægt að láta sér detta í hug, að snúningsmöndull
jarðar hafi áður haft aðra stefnu en hann hefur nú, en hann
myndar 67 gráða horn við brautarflötinn sem jörðin hreyfist í
á ferð sinni kringum sólu. Loftslagsbeltin mundu vissulega fær-
ast til, ef þetta horn breyttist, enda eru árstíðaskipti bein af-
leiðing þessa möndulhalla jarðar. En fyrir mörgum árum sýndu
nákvæmar rannsóknir G. H. Darwins, (sonarsonar Charles Dar-
wins) að slík breyting er gersamlega óhugsandi. Halli snúnings-
möndulsins getur ekki hafa breytzt að neinu ráði síðan jörðin
varð til.
En þá kemur að þeirri snjöllu hugmynd að jörðin kunni að
hafa bylt sér á snúningsmöndli sínum. Hugsum okkur prjón,
sem stungið er gegnum smjörkúlu. Það væri að sjálfsögðu hægt
og snúa og bylta kúlunni enda þótt prjónninn stæði fastur. Hann
mimdi bara skerast gegnum smjörið, væri kúlunni snúið. Mætti
orða þetta þannig, að kúlan hefði bylzt í afstöðu sinni við prjón-
inn (möndulinn). í stað smjörkúlunnar setjum við nú jörðina og í
stað prjónsins kemur sá hugsaði möndull, sem jörðin snýst um.
Byltingu jarðkúlunnar í afstöðu við snúningsmöndulinn er þá
að jafna við byltingu smjörkúlunnar í afstöðu hennar til prjóns-
ins. En þá er eftir að skýra, hvað mætti valda slíkri afstöðu-
breytingu jarðar.
Gerum ráð fyrir að í upphafi hafi allir hlutar jarðar verið
eins og jafnir að þyngd. Gerum síðan enn ráð fyrir að fjallgarð-
ur hafi myndazt, og samkv. nýlegri tilgátu jarðeðlisfræðingsins
T. Gold, hlýtur jörðin þá að byltast hægt í afstöðu sinni við
snúningsmöndulinn unz fjallgarðurinn er kominn undir mið-
baug. Fyrrum var álitið að miðbaugsbunga jarðar væri næg
kjölfesta til þess að slík velta gæti ekki átt sér stað. Vegna
möndulsnúningsins er þvermál jarðar gegnum miðbaug 87 km •
lengra en þvermálið milli heimskautanna — m.ö.o. jörðin er
íflöt við heimskautin. Vissulega mundi miðbaugsbungan koma
í veg fyrir allar veltur ef jarðefnið væri stinnt og ósveigjanlegt.
En efnivið jarðar er ekki þann veg farið. Jafnvel hið harðasta 1
berg lætur undan, ef þunginn, sem á því hvílir, er nægilega
mikill. Samkvæmt skoðun Golds, er það þessi vottur af sveigj-
anleika jarðskorpunnar, sem gerir kollveltuna mögulega, þ.e.a.s.
að miðbaugsbungan aðhæfir sig jarðhallanum eftir því sem
hann breytist, þannig að hún fylgir ávallt miðbaug, hvaða svæði
jarðar, sem miðbaugur kann að liggja um á hverjum tíma. Þetta
eru hin nýrri viðhorf, sem fyrri hugsuðir höfðu ekki tileinkað
sér.
MISMUNANDI
GERÐ JARÐLAGA
Nú fer því auðvitað víðs fjarri að jörðin sé söm og jöfn um
allt, að frátöldum einum fjallgarði. Því er og þannig farið, að
innviðir jarðkúlunnar eru ekki heldur sömu gerðar, hvar sem
er. Misjöfnur yfirborðsins eru einnig miklu fleiri en ein eða
tvær. En engu að síður hljóta fyrrgreindar ályktanir að gilda
einnig um núverandi ástand jarðkúlunnar. Jörðin hlýtur semsé
að taka sér þá stöðu, að allar misjöfnur og þyngdarafbrigði efri
26
FALKINN