Fálkinn - 23.05.1966, Page 33
færi til að tala við einn þeirra
andartes, sem þátt tóku í árás-
inni. við Vodena. Upplýsingar
hennar eru á þá lund, að lið-
þjálfinn hafi verið drepinn."
„Veit hún, hvernig hann var
drepinn “
„Hann var í fremsta bílnum,
sem var sprengdur í loft upp
af jarðsprengju." George hugs-
aði sig um andartak. Hann hafði
ekki getið um þetta við höfuðs-
manninn. Það lofaði góðu.
„Sá viðkomandi lík liðþjálf-
ans?“
„Já“.
„Lá hann á veginum?“
„Hann lá þar sem hann kom
niður eftir sprenginguna.“
„Hvað varð af líkinu eftir
það?“ Hann sá madame Vassi-
otis svara með axlaypptingu.
„Veit hun, að líkið var þar
ekki, þegar þýzki leitarflokkur-
inn kom á staðinn?"
„Já, en á því getur heimild-
„Spyrjið hana, hvort maður-
inn hafi nokkuð vitað um sár
liðþjálfans.“
„Um það getur hún ekki sagt
með vissu. Liðþjálfinn var löðr-
andi í blóði.“
„Er hún sjálf sannfærð . . .?“
Hann hætti snögglega. „Nei, bíð-
ið ofurlítið . . . Við skulum orða
það þannig: Ef liðþjálfinn hefði
verið hennar eigin sonur,
myndi hún þá vera sannfærð, út
frá því, sem fyrir liggur, um að
hann væri dáinn?“
Bros breiddist út um holdugar
varirnar og fyrirferðarmikill lík-
ami hennar hristist af hljóðum
hlátri, þegar hún skildi spurn-
inguna. Andvarpandi reis hún
upp af legubekknum og gekk
að skúffu í borðinu. Hún tók
fram pappírsörk, sem hún rétti
ungfrú Kolin, um leið og hún
sagði nokkur orð til skýringar.
„Madame gerði ráð fyrir efa-
semdum yðar og krafðist sann-
ana fyrir því, að kunningi henn-
ar hefði séð líkið. Hann sagði
henni, að þeir hefðu rænt hina
dauðu Þjóðverja og að hann
hefði fengið hermannspela lið-
þjálfans. Hann á hann enn. Nafn
liðþjálfans og hernúmer er
brennt í ólina. Það stendur hér
á blaðinu.“ Madame Vassiotis
settist aftur og dreypti á vín-
inu, meðan George athugaði
blaðið.
Hernúmerið þekkti hann. Hann
hafði séð það áður á fjölda
skjala. Undir því stóð með upp-
'hafsstöfum „SCHIRMER. F.“
George íhugaði þetta og kink-
aði síðan kolli. Hann hafði ekki
nefnt nafnið Schirmer við höf-
uðsmanninn. Það gátu engin
brögð verið í tafli. Hvað orðið
hafði af líki liðþjálfans á eftir
myndi ef til vill aldrei verða
uppskátt, en það lék ekki
minnsti efi á því, að madame
Vassiotis og hinn dularfulli
kunningi hennar sögðu satt.
Hann kinkaði kolli, tók glas
sitt og skálaði við konuna og
drakk síðan í botn.
„Viljið þér þakka henni fyrir,
ungfrú Kolin,“ sagði hann um
leið og hann lagði frá sér glas-
ið, „og segið að ég sé harð-
ánægður." Hann tók fram fimm-
tíu dollara seðil og lagði hann
á borðið, þegar hann stóð upp.
Hann tók eftir undrunarsvip
sem kom á andlit konunnar, en
hún þó flýtti sér að leyna. Hún
stóð á fætur og hneigði sig og
brosti. Hún var greinilega him-
inlifandi. Hefði það verið sam-
boðið virðingu hennar, myndi
hún hafa tekið seðilinn upp og
athugað hann nánar. Hún neyddi
þau til að drekka enn eitt glas.
Þegar þeim heppnaðist loksins
að kveðja hana við útidyrnar,
sneri George sér að ungfrú Kol-
in. „Þér ættuð líklega að vara
hana við að minnast á þessa
fimmtíu dali við monsieur Klir-
is. Ég segi höfuðsmanninum
ekkert. Ef lánið er með, fær
hún borgað tvisvar sinnum!“
Ungfrú Kolin var komin að
sjötta koníaksglasinu eftirkvöld-
verðinn og augnaráð hennar var
að verða starandi. Hún sat tein-
rétt á stólnum. Þá og þegar
myndi hún ákveða að fara 1
háttinn. Höfuðsmaðurinn var
farinn fyrir löngu. Hann fór
með svip þess manns, sem hef-
ur séð heiðarleg áform sín mis-
notuð. Hann hafði samt ekki
neitað að taka við hundrað doll-
urunum sem George bauð hon-
um. Að líkindum sat hann nú
í fögnuði yfir hinu auðfengna
fé ásamt ástmey sinni. George
hafði nú ekki fleira að gera í
Florina.
„Við leggjum af stað í bítið í
fyrramálið, ungfrú Kolin. Lest
til Saloniki. Flugvél til Aþenu.
Flugvél til Parísar. Hvað segið
þér við því?“
„Hafið þér tekið endanlega á-
kvörðun?“
Getið þér komið auga á
nokkra ástæðu til að halda mál-
inu áfram?“
„Ég hef aldrei efazt um, að
maðurinn væri dauður."
„Nei, það er satt . . . Ætlið
þér nú að fara að sofa?“
„Já, það held ég. Góða nótt,
herra Carey.“
„Góða nótt, ungfrú Colin.“
Meðan hann virti fyrir sér
varfærnislegt göngulag hennar
til dyranna, braut hann heilann
um, hvort hún héldi. hinni
stirðnuðu sjálfsstjórn sinni þang-
að til hún væri komin í rúmið
eða hvort hún leyfði sér að
sleppa af sér beizlinu, strax og
hún væri einsömul . . .
Hann drakk hægt það sem
eftir var í glasinu. Hann var
hálf niðurdreginn og hefði
gjarnan viljað vita hvernig stóð
á því. Nú gat hann haldið heim-
leiðis og byrjað á alvarlegri og
nytsamari verkefnum. Allt var í
himnalagi. Og samt veitti það
honum enga fullnægju. Það náði
ekki nokkurri átt ...
Það leið löng stund áður en
honum varð sannleikurinn Ijós.
Hann hafði notið þessa fyrir-
tækis frá byrjun . . .
Já, þannig lá í því! Hinum
gáfaða, metorðagjarna, þótta-
fulla herra Carey, með sína fínu,
brosandi fjölskyldu, klæðskera-
saumuðu fötin og Harvard-próf-
skírteinin, þótti gaman að leika
leynilögreglumann! Honum þótti
gaman að leita að þýzkum her-
mönnum, sem ekki voru til,
skipta við athyglisvert fólk eins
og hina illlcvittnu Frau Gresser,
eða hinn blóðþyrsta Chrysantos
ofursta eða þjóðfélagsóvininn
Phengaros . . .
Hann andvarpaði, greiddi bar-
þjóninum, náði í lykilinn sinn
og fór upp á herbergið.
Það var á annarri hæð og
sneri út að götunni og á nótt-
unni var þar nærri lesbjart af
götul j óskerunum.
Þess vegna kveikti hann ekki
óðara og hann hafði opnað
dyrnar. Það fyrsta, sem hann
kom auga á, þegar hann hafði
tekið lykilinn úr skránni. var
ferðakistan, sem lá opin á rúm-
inu og innihald hennar. sem lá
dreift um rúmábreiðuna.
Hann steig snögglega eitt skref
áfram. í sama bili skelltist hurð-
in aftur að baki honum. Hann
snarsneri sér við.
Rétt við hurðina stóð maður.
Hann var í skugga, en um byss-
una í hendi hans var ekki hægt
að villast.
Maðurinn talaði mjög hljóð-
lega, en jafnvel ringluð skiln-
ingarvit Georges námu sterkan
Cockney-málhreim hans greini-
lega:
„AU right, góðurinn! Bara ró-
legur! Nei, ekki hreyfa sig!
Teygðu bara lúkurnar aftur fyr-
ir hnakka og hafðu hægt um
þig og biddu þess, að engin ó-
höpp verði. Skilurðu?"
Dularfull ökuferð
„Svona góðurinn," hélt röddin
áfram sefandi. „Nú ferðu bara
út að glugganum og dregur
tjöldin fyrir. Og svo skulum við
láta birta svolítið yfir landslag-
inu. Hægt og rólega, já . . . Já,
þú verður að nota báðar hendur,
en gættu að því, hvað þú gerir
með þeim, því annars verða
bara einhver óhöpp . . . Ekki
heldur neitt með að hrópa á
hjálp eða svoleiðis, bara hægt
og rólega . . . svo-ona!“
George dró gluggatjöldin fjrr-
ir, og í sama bili var ljósið
kveikt. Hann sneri sér við.
Maðurinn stóð við ljósrofann
og gaf honum gætur. Hann var
lítill, þéttvaxinn náungi á fer-
tugsaldri. Föt hans voru auð-
sjáanlega framleidd þarna á
staðnum. Það var jafnaugljóst
að það var hann ekki. Beina-
bert andlitið með söðulbökuðu
nefinu og slóttugu, frekjulegu
augnaráðinu var upprunnið úr
sama stað og sérkennilegur mál-
hreimurinn, London.
„Þetta var svei mér betra,**
sagði gesturinn. „Nú getum við
séð hvor annan án þess að ná-
grannarnir verði forvitnir!"
„Hvern fjandann á þetta eig-
inlega að þýða?“ sagði George
FÁLKINN 33