Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1966, Side 41

Fálkinn - 23.05.1966, Side 41
málum? Ég hef séð lítil börn stara stjörfum augum á föður- inn lemja móður þeirra í fylli- ríi, of skelfd til að æpa eða gráta ... hvaða ör getur slíkt skilið eftir í undirvitundinni? „Sjálfur hætti ég að bragða áfengi, og það mátti ekki seinna vera. Ég var farinn að fá mar- tröð í svefni, fannst ég vera að keyra fram af hengiflugi bremsulaus eða bíllinn vera að brenna og ég komast ekki út, o.s.frv., ég vaknaði við ópin í sjálfum mér, en það var þó hægt að vakna frá þessu. Þetta er byrjunarstig á delirium tre- mens, fyrst fær maður það í svefni, en loks kemur það í vöku, og þá er ekki hægt að vakna frá sýninni. Ég hef oft séð menn með delirium tre- mens, og það er óhugnanleg reynsla. „Ég segi það og endurtek, að við verðum að gera eitthvað í málinu áður en það er orðið of seint. Ef þetta heldur áfram á sama hátt og verið hefur grotn- ar íslenzk menning niður innan frá. Foreldrar verða að hafa vit fyrir börnum sínum og gefa þeim gott fordæmi, og ráðandi menn eiga ekki að halda uppi tízkudrykkju sem unglingarnir vilja apa eftir til að verða fínir menn. Blöðin eiga ekki sí og æ að birta myndir af skálandi fyr- irfólki. Enginn kærir sig um að herma eftir rónunum, en meðan það þykir fínt að drekka og allt fyrirgefanlegt sem gert er í ölæði fetum við háskalega braut. „Við þurfum að ala þjóðina þannig upp, að hún fái óbeit á drykkju. Það er hægt að skemmta sér vel án áfengis, og það sæmir ekki menntaðri þjóð að drekka brennivín. Allir halda, að þeir geti drukkið í hófi og verði aídrei háðir vininu, en alkóhólistum fer sífellt fjölgandi hér á landi. Og við erum svo fá, að okkur munar um hvern einstaklinginn, þjóðfélagið þarf á hverjum einasta þegni sínum að halda. Ég er yfirleitt ekki hrif- inn af bönnum, en stundum eru þau nauðsynleg. Við bönnuðum box, og við ættum líka að banna vín. Það er óhrekjandi staðreynd, að enginn verður drykkjusjúklingur sem ekki drekkur áfengi, og hvers vegna þarf að veifa freistingunum framan í fólk að óþörfu? Með því að útrýma drykkjuskap get- um við orðið leiðandi þjóð sið- ferðislega séð. Við tölum sýknt og heilagt um sjálfstæði okkar, en hvar er það sjálfstæði ef við verðum alltaf að apa allt eftir öðrum þjóðum? Það er gott að FEGURÐ LlFSGLEÐI HAMINGJA ERU OSKIR ALLRA STÚLKNA — OG FAC.URT ÚTLIT STYÐUR AÐ UPPFYLLINGU ÞEIRRA, snyrtivörurnar ásamt góðri umhyggju, er öruggasta hjálpin til aukins kvenlegs þokka. V AL1IÖIjI<9 Laugavegi 2 5 , sími 22138. FALKINN 41

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.