Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1966, Qupperneq 46

Fálkinn - 23.05.1966, Qupperneq 46
Viðleguútbúnaður fyrir hvítasunnufríið SPORT tjöldin eru sterk SPORT tjöldin fást með aukaþekju. SPORT tjöldin eru ódýr. SPORT teppa-svefnpokar. Erlendir svefnpokar- PALMA vindsængurnar eru þekktar fyr- ir gæði, verð frá kr. 485,00. Verzlið þar sem hagkvæmast er. Póstsendum. Kjörgarði, Laugavegi 59 - Laugavegi 13. þeim að sjá réttlætinu fram- gengt." „Réttlætinu?“ „Já, hefurðu nokkurn tíma heyrt þess háttar nefnt?“ „Það hef ég. En ég hef líka heyrt getið um mannrán." „Æ, herrann trúr sé oss næst- ur!“ Hann skellihló. „Heyrðu annars, ef þú ert svona hvump- inn, þá er betra að við hættum alveg við þetta!“ Hann stóð upp. „Nú verð ég að fara. Ef þú tek- ur tilboðinu, þá ferðu í kaffistof- una eins og ég sagði. Að öðrum kosti. . .“ Hann yppti öxlum. „Ágætt. Ég skal hugsa um það.“ „Já, gerðu það. Mér þykir leitt að skilja við pappírana þína í þessari óreiðu — en í rauninni vilt þú miklu heldur raða þeim aftur sjálfur. Bless á meðan.“ „Bless,“ sagði George. Arthur var þegar kominn út um dyrnar og lokaði þeimhljóð- laust að baki sér. Það var ekki óttinn við veggja- lýs, sem hélt vöku fyrir George þessa nótt. O—O Kaffistofan með gulu glugga- tjöldunum var á fjölförnu götu- horni, og allir í veitingasalnum voru sjáanlegra úr allri aðalgöt- unni. Að áliti Georges var þetta síðasti staðurinn, sem hann myndi hafa sett í samband við leynilegar framkvæmdir. En hann var heldur ekki vanur þess háttar. Hið mjög svo traust- vekjandi útlit kaffistofunnar var ef til vill mesti kostur hennar. í heimi Arthurs var án efa reiknað með þessum hlutum. Ungfrú Kolin hafði hlýtt at- hugasemdalaust á lýsingu Ge- orges á heimsókn Arthurs og sömuleiðis samþykkt ákvörðun hans um að fresta burtförinni. Kiukkan var rúmlega fimm. Það voru fáir í kaffistofunni. Enginn hafði nálgazt þau, sem líklegur væri til að vera með skilaboð til þeirra. George lauk við kaffið sitt. „Jæja þá, ungfrú Kolin. Við skulum borga og fara.“ Hún gaf þjóninum bendingu. Þegar maðurinn gaf þeim til baka, tók George eftir gráum bréfmiða undir skiptimyntinni. Þegar þau voru komin út, tók hann bréfmiðann upp og fletti honum sundur. Skilaboðin voru skrifuð með blýanti með læsilegri skólarit- hönd: „Bíll með lögreglunúmerinu 19907 bíður eftir' þér fyrir utan Cinema klukkan 20:00. Ef ein- hver spyr, hvert þú ætlir, þá ertu að fara í ökuferð til að fá þér frískt loft. Það er allt i lagi með bílstjórann. Engar spurningar. Gerðu eins og hann segir. Farðu í þægilega skó. Arthur." Bíllinn var gamall, opinn Renault, sem George hafði áður séð í bænum. Bílstjórinn stóð við hlið hans með húfuna í hendinni og hélt hurðinni op- inni fyrir þeim. Hann var sina- ber öldungur, með sítt, hvíti skegg og húð eins og sútað leð- ur. Aftursætið bar þess greini- leg merki, að bíllinn hafði ný- lega flutt grænmeti. Gamli mað- urinn sópaði handfylli af söln- uðum leggjum niður á gólfið áð- ur en hann settist undir stýrið og ræsti bílinn. Innan skamms voru þau komin út úr bænum áleiðis til Vevi, sem er járnbrautarstöð austan við Florina. Það var að verða dimmt og gamli maðurinn kveikti bílljós- in. Það kviknaði aðeins á öðru. Hann sparaði benzínið — ók niður brekkurnar í hlutlausum gír með vélina úr sambandi og setti ekki í gang aftur fyrr en bíllinn var alveg að stöðvast. Rafhlaðan var tóm, svo að þegar vélin var ekki í gangi, var lítið gagn að þessu eina ljósi. Þegar almyrkt var orðið, varð hver niðurferð ægilegt háskastökk niður í óvissuna. Til allrar ham- ingju var engin umferð á móti þeim, en eftir eina sérstaklega hrollvekjandi brekku mótmælti George. „Ungfrú Kolin, segið honum að aka hægar niður brekkurnar eða láta vélina vera í gangi svo ljósið logi. Hann drepur okkur, ef hann gætir ekki að sér.“ Bílstjórinn sneri sér við í sæt- inu til að svara. „Hann segir að tunglið komi bráðum upp.“ „í guðs bænum, hann verður að hafa augun á veginum!“ „Hann segir að það sé engin hætta á ferðum. Hann er vel kunnugur veginum.“ „Jæja þá — segið ekki meira. Við skulum láta hann horfa fram fyrir sig. Þau höfðu ekið nálega klukkustund og tunglið var að koma upp, þegar þau komu að vegi, sem lá til norðurs. Tíu mínútum seinna beygðu þau til vinstri og hófu langan akstur upp í móti. Þau óku fram hjá nokkrum afskekktum hlöðum og nú versnaði vegurinn stöðugt. Brátt valt og skoppaði bíllinn yfir lausagrjót. Eftir nokkra kílómetra í viðbót hægði hann snögglega á ferðinni, skrikaði þvert yfir veginn til þess að Framhald á bls. 49.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.