Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1966, Qupperneq 50

Fálkinn - 23.05.1966, Qupperneq 50
HVERFISGÖTU 16 SÍMI 2-1355 TRÚLOFUNAR ULRICH FALKNER ouluh LÆKJARGÖTU 2 2. HÆD Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KOKhlilJAN H.F. Skúlagötu 57 — Símar 23200. fylgdu á eftir Arthur á stíg, sem lá inn á milli trjánna. Eft- ir um það bil fimmtíu metra nam hann staðar. „Bíðið hérna í tvær sekúnd- ur,“ sagði hann. Þau biðu, en hann hélt áfram. Undir trjánum var niðamyrkur, og þar var sterkur ilmur af harpix. Eftir óloftið undir segl- dúknum var svalt, milt skógar- loftið mjög þægilegt. Lágt tuld- ur heyrðist í myrkrinu fyrir innan. „Heyrðuð þér þetta, ungfrú Kolin?“ „Já. Það var gríska en ég heyrði ekki orðaskil. Það hljóm- aði eins og varðmaður skipaði einhverjum að segja til sín og fengi svar.“ „Hvað haldið þér um þetta allt saman?“ „Ég held að við hefðum átt að skilja eftir skilaboð um hvert við ætluðum." „Við vissum ekkert hvert við ætluðum, en ég gerði það sem ég gat. Ef við verðum ekki kom- in aftur þegar herbergisþernan kemur til að gera hreint í fyrra- málið, þá finnur hún bréf árit- að til ræðismannsins. í bréfinu stendur númerið á bílnum og stutt skýring til höfuðsmanns- ins.“ „Það var skynsamlegt af yð- ur, herra Carey. Ég hef nefni- lega tekið eftir . . .“ Hún þagn- aði. „Nú kemur hann aftur.“ Heyrn hennar var mjög næm. Það liðu margar sekúndur, áð- ur en George gat heyrt fótatak. Arthur kom fram úr myrkrinu. „Jæja, gott fólk — þá förum við. Nú birtir bráðum í kring- um okkur.“ Þau eltu hann niður stíginn. Nú var hann ekki eins brattur. Stuttu seinna kveikti Arthur á vasaljósinu og George sá varð- mann halla sér upp að tré með riffil undir handleggnum. Hann var grannur, miðaldra maður í khakibuxum og tötralegri skyrtu. Hann einblíndi á þau, meðan þau gengu fram hjá. Þau voru komin út úr skóg- arþykkninu og fyrir framan þau stóð hús. „Það var annars þorp hérna í hlíðinni," sagði Arthur. „Nokkr- ir strákanna jöfnuðu það við jörðu. Þar stóð ekki steinn yfir steini, nema húsið okkar og þó urðum við að tjasla því tölu- vert saman. Það var að fúna í sundur. Það átti það eitthvert fífl, sem var skorinn á háls.“ Nú var hann aftur orðinn hinn umhyggjusami gestgjafi, hreyk- inn af húsi sínu og umhugað um að láta gestina taka þátt í aðdáun sinni, Þetta var tveggja hæða hús með múrhúðaða veggi og slút- andi þakskegg. Gluggahlerar voru dregnir fyrir. Varðmaður stóð við dyrnar. Arthur sagði eitthvað við hann, og maðurinn lýsti í andlit þeirra, áður en hann kinkaði kolli til Arthurs og benti þeim áð halda áfram. Arthur opnaði dyrnar og þau fylgdu á hæla hans inn í húsið. Þau komu inn í langan, þröngan gang með stiga og fleiri dyrum. Olíulampi hékk niður úr loftinu. Það var ekki mikið eftir af kalkinu á lofti og veggj- um. Það líktist nákvæmlega því, sem það var: hús, sem orðið hefur fyrir sprengikúlu eða handsprengju og hlotið bráða- birgðaviðgerð. „Þá erum við komin,“ sagði Arthur. „Setustofa og borðstofa aðalbækistöðvanna." Hann hafði lokið upp hurð að herbergi inn af ganginum. Þar stóð tréborð og bekkir meðfram því. Á borðinu voru flöskur, glös, hrúga af hnífum og göffl- um og einn olíulampi í viðbót. Á gólfinu lágu tómar flöskur á víð og dreif. „Líklega er enginn heima,“ sagði Arthur. „Hvernig væri að fá sér smáglas? Gjörið þið svo vel! Snyrtiherbergið er úti á ganginum til hægri, ef einhver skyldi hafa áhuga á því. Ég kem aftur eftir augnablik.“ Hann fór út og lét aftur hurð- ina á eftir sér. Þau heyrðu hann hlaupa upp stigann. George athugaði flöskurnar. í þeim var grískt vín og koníak. Hann gaf ungfrú Kolin horn- auga. „Koníaksglas, ungfrú Kolin?" „Já takk.“ Hann hellti koní- aki í tvö glös. Hún tók við sínu, tæmdi það í einum teyg og rétti honum það, til að hann gæti fyllt það aftur. Hann fyllti það. „Þetta er talsvert sterkt, er það ekki?“ sagði hann til að þreifa fyrir sér. „Það ætla ég að vona.“ „Tja — ég hafði nú ekki átt von á að verða fluttur til her- bækistöðva. Hvað haldið þér, að þetta sé?“ „Ég hef verið að velta því fyrir mér.“ Hún kveikti sér í sígarettu. „Munið þér eftir bankaráninu, sem framið var í Saloniki fyrir fjórum dögum?“ „Já, hvers vegna?“ „Daginn eftir las ég um það í blöðunum. Þar var nákvæm lýsing á flutningabílnum, sem notaður var.“ „Hvað með hann?“ „Það er sami bíllinn og okk- ur var ekið í í kvöld.“ „Hvað eruð þér að segja? Það getur ómögulega verið.“ „Jú.“ Hún drakk ofurlítið meira koníak. „Já, en það hlýtur að vera til fjöldinn allur af þessum brezku herbílum hérna í land- inu ennþá.“ „Ekki með sérstakar skrúfur fyrir falskar númeraplötur.“ „Hvað eigið þér við?“ „Ég veitti þeim athygli, þeg- ar hann lýsti mér til þess að komast inn í bílinn. Fölsku bíl- númerin lágu á gólfinu aftast í bílnum, þannig að tunglsljósið gat fallið á þau þegar við fór- um út. Tölurnar sem ég sá, komu heim við það sem stóð í blaðagreininni." „Eruð þér alveg viss í yðar sök?“ „Mér finnst þetta engu síður varhugavert en yður, herra Ca- rey.“ George hnyklaði brýrnar. „Ef þeir fá snefil af grun um að við vitum eitthvað ...“ byrj- aði hann. (Framhald í næsta blaði). — Ekki nema mánuður síðan við giftum okk- ur og þú strax farin að hugsa um að kaupa þér nýjan kjól! 50 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.