Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.05.1998, Side 6

Stúdentablaðið - 01.05.1998, Side 6
nuaentaDiaðið Stúdentablaðið Útgefandi Stúdentaráð Háskóla íslands Ritstjóri Björgvin G. Sigurðsson Ritnefnd Hildur Gróa Gunnarsdóttir Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Erna Kaaber Brynjólfur Ægir Sævarsson Framkvæmdastjóri Dalla Ólafsdóttir Auglýsingar Loki Styrktarlínur Markaðsmenn ehf. Ljósmyndir Jón Páll Leifsson o.fl. Umbrot og hönnun Reykvísk útgáfa Filmuvinnsla og prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins Sími ritstjórnar 562-1080 Fax 562-1040 Háskólamenn halda kjafti í setningarræðu sinni hvatti Páll Skúla- son, rektor Háskólans, fræðimenn til þess að taka þátt í og leiða þjóðfélagsumræðuna. Hvort heldur er lýtur að veiðileyfagjaldi, skólagjöldum, forgangsröðun í heilbrigðis- kerfinu eða hvað eina sem á þjóðinni brennur í það og það skiptið. Þessu kalli rektors hafa fræðimenn ekki sinnt. Undan- farnar vikur hafa farið fram gríðarlega harðar umræður í þjóðfélaginu um siðferði æðstu embættismanna landsins og stjórn- málamanna þess. Umræða sem er löngu þörf og hefur beð- ið allt of lengi með þeim afleiðingum að hinir ýmsu pótintátar stjórnmálaflokkanna hafa vaðið á skítugum skónum yfir almenn- ing með því að sukka, sóa og spreða al- mannafé til þess eins að fullnægja sínum lægstu hvötum. Þetta eru hinir sömu menn og eru valdir til æðstu starfa í þjóðfélaginu, trúnaðarstarfa, treyst af almenningi í land- inu. Þessir menn hafa brugðist traustinu en í leiðinni kristalla þeir ástandið: Það er allt í lagi að sukka og sóa almannafé á meðan ekki kemst upp um óþverrann. Þessir menn eru siðlausar afætur. En það er ekki nóg að þrir vesælir bankastjórar segi af sér svo dæmi sé tekið. Það þarf að fara fram fræðileg umræða um þessi mál og þar kemur að ábyrgð háskólamanna. í fæstum orðum sagt þá hefur Háskólinn haldið kjafti. Stikkfrí frá umræðunni einsog venjulega og hafa enga skoðun á málinu þar sem sukkið raskar ekki hinu ljúfa lífi háskólasamfélagsins. Hvar eru hagfræð- ingarnir með útlistun á kostnaði samfélags- ins á sukkinu? Hvar eru siðfræðingarnir með harðar ádrepur um hvað almennt tíðk- ist í siðuðum samfélögum? Hvar eru sál- fræðingarnir, til að útskýra fyrir okkur fá- brotnum, hvað bærist í sálarlífi moldríkra manna sem í skjóli trausts og trúnaðar al- mennings velta sér eins og svin í hveiti upp úr sjóðum þess þegar þeir halda að enginn sjái til? Fræðimenn við Háskólann bera ábyrgð og þeirri ábyrgð sinna þeir ekki. Þeir taka þátt í að þegja svínaríið í hel og misréttið fær að vaxa og dafna. Þeir láta stjórnvöld fótum troða það heilaga réttlæti sem felst í jafnrétti til náms með því að hamra ekki á ranglæti þess að taka upp skólagjöld við Háskóla íslands. Hvar eru riddarar réttlæt- isins innan hins háa Háskóla? Þarna ræðir um best menntuðu menn þjóðarinnar og þá sem yfir viðamestu þekk- ingunni búa. Þeirra innlegg á að vera stjórnmálamönnum nauðsynlegt aðhald og leiðarljós í starfi. Lognmolla þessi er Há- skóla íslands til vansa og ber sjálfhverfu stofnunarinnar ófagurt vitni. Fræðimönn- um við skólann ber skylda til að vísa veg- inn í umræðu dagsins og leggja sitt af mörkum til að eyða meinsemdum mann- lífsins. Þeirra er að reka af sér slyðruorðið, þora að hafa skoðanir og halda þeim fram. Björgvin G. Sigurðsson Þóra Amórsdóttir skrifar frá Genúa á Ítalíu Tuttugu stig fyrir sköllóttan mann Samkvæmt öllum bröndurum og bíó- myndum á maður alltaf að segja slæmu fréttirnar fyrst. Ég er svo heppin að vera stödd í því héraði Italíu sem mest er í fréttunum. Stærstu sjón- varpsstöðvarnar leggja undir okkur heilu fréttatímana. Og það er vegna þess að lest- ir eru sífellt að fara út af sporinu og hins- vegar vegna þess að hér eru tveir morð- ingjar á ferli. Annar laumast einhvern veg- inn inn á heimili gamalmenna og drepur þau með hnífi. Mér skilst að þau séu orðin átta síð- an í október. Hinn virðist hins- vegar vera á höttunum eftir vændiskonum og hefur skilið eftír sig sex fórnarlömb síðan á gamlárskvöld þegar hann (eða hún?) skiptí skyndilega um kjörumhverfi og tók upp á því að myrða saklausar, ungar hjúkrunarkonur um borð í lestum. í bæði skiptín sömu línu. Akkúrat þeirri sem sam- leigjandi minn þarf að taka tvisvar í viku tíl þess að fara í tíma. Við skulum vona að hún sleppi og að ekki komi fram á sjónarsviðið einn sem er á móti erlendum stúdentum sem labba í skólann. Góðu fréttirnar myndu hins- vegar vera þær að það er kom- ið sumar á minn mælikvarða. Og sem góðum Islendingi sæmir, æðir maður auðvitað beint úr skólanum á ströndina (reynum helst að fá far til að þurfa ekki að taka lestina, af augljósum ástæðum), tætír sig úr fötunum og læst vera að lesa undir próf. Eða það að við sitjum útí í glugga, borðum ólífur og spýtum steinunum niður af fjórðu hæð. Tíu stíg íyrir bíl á ferð, tuttugu íýrir sköllóttan mann og mínus fimm ef hann lendir á svölun- um hjá nágrönnunum fyrir neðan. A propos próf. Finnst ég verða að deila með ykkur reynslu minni af því að taka próf í ítölskum háskóla. Er eilít- ið öðruvísi en maður á að venjast. Kennar- inn hengir upp blað með upplýsingum með dag- og tímasetningu prófsins. Þú skráir þig á það. Síðan velti ég því lengi fyr- ir mér hvernig ég ættí að komast að þvi hvar það yrði. Þangað tíl einhver sagði mér að það yrði auðvitað á skrifstofu pró- fessorsins. Auðvitað. Síðan er prófað eftir þeirri röð sem nemendur hafa skráð sig á blaðið (NB öll próf eru munnleg). Só far só gúdd. Það sem manni finnst kannski undarlegast er að það geta allir hlustað á alla á meðan þeir eru spurðir út úr og á einkunnina sem þú berð úr býtum og er skráð í skólaskírteinið þitt. Þú valsar inn og út af skrifstofunni, hlustar á nokkrar spurningar og svör, kikir í glósur ef þú heyrir spurningu sem þú ert ekki viðbúin, huggar þá sem illa hefur gengið, sam- gleðst með hinum... Hef engan hitt sem veit hvað hugtakið „prófleynd" merkir. „Sorrí guys, en kirkjan stendur með Fini!“ Fyrir utan harmleiki í Lígúríu er helst ver- ið að ræða það hvort leikskólakennurum eigi að leyfast að vera samkynhneigðir. Eða öllu heldur hvort samkynhneigðir geti verið leikskólakennarar. Upphafsmað- ur þessarar umræðu er Gianfranco Fini, leiðtogi Alleanza Nazionale (flokksins sem er lengst til hægri eftir því sem ég kemst næst. Þrátt fýrir allan minn áhuga á stjórn- málum, þá hefur mér ekki enn tekist að komast alveg til botns í ítalska flokkakerf- inu. Hvað þá stjórnmálunum sem slíkum.) Hann lýsti því yfir í vinsælum sjónvarps- þætti, Maurizio Constanzo Show, að sam- kvæmt hans skoðun væru samkynhneigð- ir algerlega óhæfir til að annast uppeldi barna og gætu skaðað þau verulega. Daginn eftír sá ég brot úr þættí sem var að fjalla um þetta mál og það sýndi sig að um það bil annar hver borgari var sam- mála honum. Síðan var kallaður tíl sjálfur Dario Fo og ég ók mér í sætinu, hnippti í samleigjanda minn og var þess fullviss að nú tæki nóbelskáldið þennan Fini í bakaríið. Þar misreiknaði ég mig hrapal- lega. Fo var ekki bara sam- mála honum, heldur sagði hann hreint og klárt að ef hann réði einhveiju í þessu landi, þá myndi hann aldrei leyfa að samkynhneigðir störfuðu sem íþróttaþjálf- arar, barnakennarar, sund- eða leikfimikennarar, í stuttu máli þar sem mikil snerting væri á milli barn- anna og hins fullorðna leið- beinanda. Gæri haft alvar- leg áhrif á börnin, ævina á enda. Eins og þau myndu breytast í litla perverta við snertingu- „klukk!“ Blaða- fyrirsagnirnar voru síðan í þessum dúr:„Sorrí guys, en kirkjan stendur með Fini!“ Páfinn á heima hér. Um daginn gistí ég tíl dæmis hjá ömmu vinar míns, sem er 86 ára. Amm- an, það er. Vinur minn er ekki nema þetta 25 ára kannski. Hún býr í því grísableikasta húsi sem ég hef augum litið, í þorpi sem er 100 kílómetra frá Genúa. Hann sagði mér að hafa ekki áhyggjur af henni þótt ég heyrði hana tuldra eitthvað og tóna undir miðnættið, hún bæði alltaf með páfanum áður en hún sofnaði. ,Já,já,“ sagði ég og hugsaði með mér að líklega meinti hann að hún væri ekki með fullum fimm. Það reyndist mis- skilningur minn, því hún er í fullu fjöri og páfinn talar alltaf í útvarp Maríu á kvöldin. AE; ég veit ekki, hálftrúlaus eins og maður er og með misjafnar skoðanir á kaþólskunni og páfanum, þá var samt bara notalegt að sofna með þau í eyrunum, ömmuna og Wojtyla. „Fyrir utan harmleiki í Lígúríu er helst veriö að ræöa þaö hvort leikskólakennurum eigi að leyfast aö vera samkyn- hneigðir. Eða öllu heldur hvort samkynhneigðir geti verið leikskólakennarar. Upphafsmaður þessarar umræðu er Gianfranco Fini, leiðtogi Alleanza Nazionale.“ O r ð e r u d ý r Það er við hæfi að láta sjálfan Þórberg Þórðarson eiga lokaorðin í þessum síðasta orðadálki vetrarins. Þórbergi var einkar lagið að orða flóknustu fyrirbæri lífsins þannig að öllum skildist og fara hér nokkrar fleygar snilldarhendingar hans eftir: „Sá sem veitir mannkyninu fegurð er mikill velgerðarmaður þess. Sá sem veitir því speki er meiri velgerðarmaður þess. En sá sem veitir því hlátur er mestur velgerðarmaður þess.“ Bréf til Láru „Það var svo leikandi einfalt á þessum tímum að skilja út í ystu æsar leyndardóma alheimsins, meðan hugsunin var óflekkuð af saurgun þekkingarinnar." íslenskur aðall „Líkami minn er undurfínt hljóðfæri sem englar himinsins og djöflar undirheima leika á tíl skiptis." Bréftil Láru „Megnið af volæði veraldarinnar stafar af skortí á ímyndunarafli." Bréftil Láru

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.