Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 12

Stúdentablaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 12
S k o d u n 1 2 Stúdentablaðiö Eftir að ég hóf nám í hjúkrunarfræði fyr- ir tveimur árum hef ég þó nokkrum sinnum verið ávarpaður af ókunnugu fólki og spurður hvort ég sé þessi pönkari sem sé í hjúkrunarnámi og jafnframt hvern- ig mér hafi eiginlega dottíð þetta í hug. Inn- an háskólasamfélagsins og víðar, virðist það þykja í frásögur færandi að pönkari sé í þessu námi. Ein kunningjakona mín sem er í verk- fræði hafði það eftír bekkjarfélaga sínum að í hjúkkunni væri allt fullt af gellum, tveir strákar og einn pönkari, þarmeð var það af- greitt að pönkarar væru kynlausir. Þessi ein- staklingur hefur líklega verið einn af þeim sem héngu fyrir utan sali Háskólabíós og nutu útsýnisins yfir klásushóp hjúkrunar- fræðinema í ffímínútum. Það er einmitt þetta útsýni sem veldur þeirri einkar ánægjulegu staðreynd að ég (og hinir örfáu strákarnir sem fara í hjúkrun) er öfundaður af stórum hluta karlmanna í háskólasamfé- laginu og annars staðar þar sem kynjahlut- fallið innan hjúkrunarfræðinnar hefur spursL Margir karlmenn virðast líta svo á að ég sé i þeirri aðstöðu að geta upplifað alia þeirra kynferðislegu drauma og óra. Sumir spyija jafrivel hvort ég hljótí ekki að vera út- jaskaður eftír daginn?! Þetta viðhorf truflar mig, truflar mig afþví að það vekur hjá mér spurningar um þroskastíg karlmanna, mitt eigið þarmeð. Hversu margir okkar vaxa aldrei uppúr hvolpavitinu? Er kannski eng- inn þroskavilji tíl staðar? Eg er ómögulega dómbær á eigin þroska en samt finnst mér stundum eins og ágætlega gangi í eigin upp- eldi. Eg held ég hljótí að hafa lært eitthvað, af samstarfi við konur og stúlkur á stofnun- um síðustu þrjú ár og rúmlega tveimur ár- um í námi með ca. 250 konum og stúlkum (og núna einum öðrum karlmanni) að ónefndum þeim kon- um sem ég hef sinnt við aðhlynningar- störf. Af þessari miklu umgengni við kvenmenn hef ég m.a. lært að það er hægt að ýta til hliðar þessari kynferðis- legu spennu sem er sífellt að rugla sam- skipti kynjanna, lært að við getum hlegið saman og gert grín að hvert a’ öðru. í bekkjarpartý- um, sem eru gjarnan haldin í heimahúsum, er ég náttúrlega eini karlmaðurinn nema þegar makar fá að vera með og mér finnst ég alltaf smella vel í hópinn, sami rugl- húmorinn í hávegum hafður, við gerum grín að körlum, konum og kynlifi nema þegar rætt er um mismunandi reynslu og upplifun af hjúkrunarstörfum og förum gjarnan sam- an á klósettíð eins og kvenna er siður. í starfi og verknámi læri ég enn meira um manneskjur á þann hátt sem fæstír karl- menn kynnast nokkurn tímann. Ails ekki taka þessu þannig að ég telji mig “skilja konur”. Héldi ég því fram væri ég að krumpa saman öllu því sem gerir hveija persónu einstaka og fleygja henni í flokk með afgangnum af helmingi mannkyns. Þá gerði ég mig um leið sekan um þá mestu lít- ilsvirðingu sem hægt er að gera nokkrum einstaklingi. Hveija persónu verður að skilja sem heild útaf fyrir sig og þó að margir karl- menn sjái bara brundtunnur í stað persóna á skemmtistöð- unum eru þeir ekki heldur all- ir eins. Víkjum aftur að því hvað pönkari sé að gera í því mannlega fagi sem hjúkrun en Minn skilningur á fyrirbærunum beintengir þetta tvennt; pönk og hjúkrun. Einhver sagði fyrsta pönkarann hafa verið mann að nafni Díógenes, hann áttí heima í Grikklandi hinu forna, bjó í tunnu og gekk um strætí Aþenu með kertaljós í leit að manneskjunni. Seinni tíma pönkarar spruttu upp úr firringu grárra verksmiðjuhverfa Bretlands sem buðu manneskjum ekki upp á neitt nema að rölta sér í röðina sem fóður fyrir kapital- ismavélina. Eins afneituðu bandarískir pönkarar “I buy that’s why I exist” hugsun- arhættinum og gengu í heimamáluðum druslum og hlustuðu á heimasoðna tónlist. Lífsstíllinn og tónlistin hamast gegn glans- myndum og grímum sem breiða yfir mann- eskjuna, þess vegna eru pönkarar gjarnir á að velta sér uppúr ljótleikanum. Það er spark í afturendann á glansmyndinni, glans- myndinni sem telur lífið ljótt og óhreint af- því hún þekkir það ekki, hefur aldrei fengið tækifæri til að kynnast því. Við fæðumst í blóði, sársauka og svita og byijum á að orga af öllum lífsins reiðinnar kröftum. Hver sem getur séð fegurðina í því ættí að geta skilið pönkara. Hver sem getur séð fegurðina í kynlífi, eins blautlegt og það getur verið, ætti að geta skilið pönkara og um leið skilið afhveiju hjúkrunarstarfið heillar mig. Þar er ég í nálægð við lífið, allar hliðar þess og tíl- brigði, nýt starfsöryggis um nærri allan heim og síðast en ekki síst fellur þetta starf undir þá anarkistahugsjón að hægt sé að bæta þennan heim. Sem anarkisti trúi ég á kraftinn í einstak- lingunum. Þetta heimssamfélag okkar er samansett af einstaklingum og það hefur alltaf verið átak einstaklinga sem hefur látíð eitthvað gott af sér leiða fyrir mannkynið. Ríkisstjórnir hafa aldrei komið neinu í verk af vití, hvað þá sameinaðar þjóðir eða örygg- isráð. Ef að kosningar myndu einhverju breyta hefðu þær löngu verið lýstar ólögleg- ar. Hvert atkvæði hins almenna kjósanda í kjörkassa er yfirlýsing um uppgjöf. Uppgjöf fyrir vélinni sem vinnur stöðugt gegn mann- eskjunni í einstaklingnum, það er sú vél sem ég mun vinna gegn. Sigurður Harðarson lln for yí'ir Rín... íslenskur námsmaður í Danmörku sendi Stúdentablaðinu fyrir skómmu litla sögu af samskiptum sínum við Lánasjóð íslenskra námsmanna. Ekki er einhlítt hvað sjóðurinn er ósveigjanlegur og virðist ekki einu sinni geta leiðrétt eigin mistök svo sómi sé að en látum námsmanninn hafa orðið. Síðsumars ár hvert leggur maður inn tekjuáætlun til LÍN sem notuð er tíl að ákvarða upphæð lána á vetri komandi. Sumarið 1996 lagði ég inn slika áætlun eins og lög gera ráð fyrir nema hvað eftír að út kom fékk ég svolitla aukavinnu þannig að tekjur mína hækkuðu miðað við áður gerða áætlun. I mars er manni síðan gert að skila afrití af skattskýrslu. Afritíð er borið saman við tekjuáætlunina og ef mismunur kemur í ljós, líkt og í mínu tílfelli, er vorlánið skert sem því nemur. Allt er þetta gott og blessað nema í desember 1997 berst mér bréf frá LIN þess efnis að samkvæmt upplýsingum frá skattayfirvöldum hafi ég verið með meiri tekjur á liðnu ári en upp var gefið og mér því gert að endurgreiða 12.600 kr. Með þessu bréfi fylgdi skuldabréf með himinháum vöxtum frá þvi í ágúst. Mér þóttí þetta nokk- uð einkennilegt þar sem afritíð af skatta- skýrslunni til LIN var samhljóða því sem ég sendi skattstjóra sem athugasemdarlaust hafði áætlað opinber gjöld í samræmi við skattskýrslu mína. Eg hringdi til LIN og sagði farir mína ekki sléttar og er mér þar tjáð að þetta mál verði athugað. Eg heyri ekki meira um það og dró þá áætlun að þetta hefði verið leiðrétt. Þegar ég síðan í janúarlok sendi inn stað- festingu um prófaárangur og ætlaði í fram- haldi af því að fá haustlánið afgreitt var mér sagt að ég skuldaði LÍN 12.600 kr. + vextí frá því í ágúst og fengi ekki krónu í lán fyrr en að það væri greitt. Ég útskýrði það sem á undan var gengið og spurði hvort þetta mál hafi ekki verið at- hugað á sínum tíma. Daman sem ég talaði við kannaðist ekkert við það og vísaði á aðra og svo framvegis. Eftir um það bil 2000 kr. í gsm-símanum mínum kemur svo í síman þessi elskulega kona sem ég hafði talað við í desember og kannaðist hún strax við mál- ið og útskýrði gaumgæfilega fyrir mér það sem ég náttúrlega vissi að það hefðu orðið „mistök í skráningu” þannig að miðað hafði verið við tekjuáætlun í stað afrits af skatta- skýrslu þegar umrætt vorannarlán árið áður var afgreitt. Ég tók þessu með stóískri ró og sagði að þetta værí nú svosem í lagi, það væri nú einu sinni mannlegt að gera mistök, núna yrði þetta leiðrétt, vextirnir felldir niður og 12.000 kallinn sem hefði átt að draga af lán- inu mínu vorið áður yrði tekinn núna í stað- inn. Vingjarnlega konan var snögg að kippa mér niður úr sýndarveruleika réttlætísins með þeim orðum að það væri algjörlega órjúfanleg regla að námslán væru ekki af- greidd fyrr en eldri skuldir væru greiddar. En ég get þó huggað mig við það að í stað- inn fyrir 12% vexti síðan i ágúst þyrftí ég „að- eins” að borga 2%. Ég varð nú mjög æstur og hissa og spurði hvort þetta væru nú ekki örugglega mistök, þetta hefði átt að dragast af mér í vor en það hefði misfarist Konan skildi mig mjög ve! og sá að þetta var tæpast sanngjarnt en sagði að hún semdi ekki reglurnar en ég gæti lagt mál mitt fyrir stjórn LÍN. Ég gal ekki meir og sagðist senda mann tíl að borga skuldina með vöxtum. Mín eina von er að peningarnir hafi komið í góðar þarfir i þessari guðsvoluðu stofnun.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.