Stúdentablaðið - 01.05.1998, Síða 24
<2 4
Stúdentablaðið
Föstudaginn 3. apríl stóð Félag sagnfrœði-
nema fyrir málfundi um sögu sundrung-
ar og klofnings í íslenskri vinstri hreyf-
ingu. Framsögumenn voru fjórir: Sagnfræð-
ingarnir Gunnar Karlsson og Þór Whitehead,
Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafrœðingur og
Össur Skarphéðinsson alþingismaður og rit-
stjóri. Hver þeirra fékk að taka á þessu efni
eftir eigin ósk og hér birtist það helsta sem
kom fram í ræðum þeirra.
Kreppan ýtti á samfylkingu
Þór Whitehead beindi sjónum að fyrri hluta
aldarinnar, þeim klofningi sem varð á þriðja
og fjórða áratug aldarinnar. Hann benti á að
laust fyrir 1920 hafi vinstri flokkar í Evrópu
verið að klofna. Þar hafi orðið til nýir komm-
únistaflokkar sem á alþjóðlega vísu samein-
uðust svo í stóra hreyfingu, Komintern árið
1919.
Hér á landi snerist deilan innan vinstri
hreyfingarinnar bæði um þær aðferðir sem
beita ætti til að knýja fram ákveðið lokatak-
mark í þjóðskipulagi, en einnig um lokatak-
markið sjálft. Innan Alþýðuflokksins fengu
hugmyndir um byltingu að hætti
heimskommúnismans aldrei einróma fylgi.
Þær deilur kristölluðust í ágreiningi um
skipulag ASÍ og tengsl Alþýðuflokksins við
samtökin. Kommúnistar lögðu áherslu á að
slíta þann naflastreng sem var á milli þess-
ara tveggja hreyfinga.
_ Tengsl kommúnista við erlendar samfylk-
ingar voru einnig ágreiningsefni á árunum
1922 til 1930 sem gerði það að verkum að
kommúnískum hreyfingum var einfaldlega
ekki hleypt inn í Alþýðuflokkinn. Samt
reyndi flokksforystan að halda friði við rót-
tækari arminn í lengstu lög og vonaðist til að
byltingarandinn myndi eldast af kommúnist-
um.
En þó hlaut að fara sem svo að nýr flokk-
ur yrði stofnaður og Kommúnistaflokkur Is-
lands leit dagsins ljós árið 1930. Til varð
stjórnmálaafl sem hafði ákveðna sérstöðu í
íslenskri stjórnmálasögu: Yfirstjórn þess var
í útlöndum. Meira að segja megi finna heim-
ildir um að íslenskum liðsmönnum Komm-
únistaflokks hafi þótt vanta meiri leiðbein-
ingar frá Moskvu.
En fljótlega fóru að heyrast hugmyndir
um samfylkingu og ýtti kreppan mjög á það.
Þær viðræður reyndust þó alltaf árangurs-
lausar — einna helst reyndi Héðinn Valdi-
marsson fyrir hönd forystu Alþýðuflokksins
að halda lífi í því samkrulli. Fór svo að hon-
um var vísað úr flokknum 1938 — hann kom
að myndun Sameiningarflokks alþýðu - Sós-
íalistaflokksins það ár. Griðarsáttmáli
Hitlers og Stalíns hjálpaði ekki og sneri
þessu samfloti í andhverfú sína. „I raun
hafði aldrei verið möguleiki á heilsteyptu
samstarfi kommúnista og jafnaðarmanna á
þessu tímabili. Nema þá með þvi móti að
kratar gerðust kommar eða kommar kratar.
Og það stóð aldrei til, austrið gat ekki mætt
vestrinu eins og þar stendur."
Fylgisleysi miðið við Skandinavíu
Gunnar Karlsson vék að seinni hluta þessar-
ar aldar. Hann taldi að ef sundrung er mæld
í fjölda flokka á vinstri væng stjórnmála, þá
væri hún ekki meiri en gengur og gerðist á
Vesturlöndum. Hér hafi vinstri hreyfingin
rúmast fyrir í tveimur flokkum fyrir utan
stutt tímabil er til voru flokkar á borð við
Þjóðvarnarflokkinn, Samtök frjálslyndra og
vinstrimanna og Bandalag jafnaðarmanna. I
aðeins tveimur ríkjum hafi tekist að halda
þessum öflum í einum flokki, í báðum tilvik-
um hafi það heppnast með takmörkunum á
lýðræði. í Bretlandi með kosningakerfi sem
dregur mjög hlut stærstu flokkanna. I Vest-
ur-Þýskalandi með því að banna kommún-
isma og uppskera fyrir vikið einu hryðju-
verkasamtök á Vesturlöndum sem kenndu
sig við sósíalisma.
Sundrung íslenskra jafnaðarmanna hafi
geisað hvað harðast í ríkisstjórnasamstarfi.
Á þeim átta áratugum sem eru liðnir frá því
samsteypustjórnir fóru að myndast hafa
vinstri flokkar aðeins átt aðild að ríkisstjórn-
um í 43 ár. í einungis 9 ár hefur allur verka-
lýðsarmurinn verið
saman í sjórn. Mun al-
gengara hafi verið að
Alþýðuflokkurinn hafi
setið í stjórn með borg-
araflokkum án þess að
hinn vinstri flokkurinn
hafi verið með. Hlut-
fallið er um 26 ár á
móti þeim 6 þar sem
Alþýðubandalagið hafi
verið í stjórn á hlut-
deild krata.
Hér kemur tvennt til.
I fyrsta lagi fylgisleysi
vinstri flokkanna sam-
anborið við t.d. Skand-
inavíu. í öðru lagi hafi
Alþýðuflokkurinn að
takmörkuðu leyti skil-
greint sig sem vinstri
flokk. Ákveðin sam-
búðarslit urðu milli Al-
þýðuflokks og verka-
lýðshreyfingar á árum
seinni heimssfyijaldar
þegar Sósíalistaflokkur
fór fram úr í kjörfylgi.
Alþýðuflokkurinn hafi í
auknum mæli gerst
vettvangur radda um
markaðshyggju og var
viðreisnarstjórnin þar
augljós afrakstur.
Gunnar taldi að þetta
yrði ef til vill sögulegt
framlag Alþýðuflokks-
ins til íslenskra stjórnmála. „En þetta er af-
skaplega fjarri því að vera vinstri pólitík og
þess vegna gat flokkur sem tók upp þetta
hlutverk auðvitað ekki orðið sameiningarafl
vinstri manna.“
Af hverju viðhelst klofhlngur?
Ólafúr Þ. Harðarson fjallaði um þessa þróun
í erlendu samhengi. í flestum löndum Evr-
ópu hafi varðveist flokkar sem eru gamlir
kommúnistaflokkar eða vinstri flokkar sem
sprottið hafa út frá þeim. Klofningurinn er
því almennur og hann hefur haldist nær all-
ar götur frá rússnesku byltingunni fram til
dagsins í dag. Meginlínurnar eru að jafnað-
armannaflokkarnir eru stórir öfugt við
vinstri sósíalista sem mun oftar eru i stjórn-
arandstöðu. Á tímabilinu 1970 til 1992 er
samanlagt fylgi þessara tveggja flokka yfir
40% í 10 löndum Vestur-Evrópu. Af 18 ríkjum
alls er ísland í 15. sæti þar sem meðaltals-
fylgi A-flokka er 34% á tímabilinu. Aðeins
Belgía, Sviss og írland eru þar neðar á list-
anum. I einungis tveimur löndum eru vinstri
sósíalistar fylgishærri en kratar; þ.e. Islandi
og Ítalíu. í nær öllu löndum hafi flokkum
vinstri sósíalista hnignað eftir fall múrsins
en sennilega hafa jafnaðarmenn ekki að
sama skapi orðið fyrir skakkaföllum, þeir
hafi orðið miðjuleitnari.
Ólafur velti því fyrir sér af hveiju klofning-
urinn hafi haldist. I fyrsta lagi benti hann á
þá kenningu í stjórnmálafræði að flokkar
hafi tilhneigingu til að lifa sjálfstæðu lífi,
jafnvel þó þeir séu fylgislitlir. Þetta þekkist
úr hægri ekkert siður en vinstri pólitík. Þar
má benda á Venstre og Konservativ í Dan-
mörku sem um árabil voru saman í stjórn og
málefnaágreiningur var ekki greinanlegur. I
öðru lagi er deilt um stórpólitísk mál á milli
þessara flokka. Jafnaðarmannaflokkar hafa
orðið hagvaxtar-, Evrópu- og markaðssinn-
aðir. Fólk sem aðhyllist t.d. umhverfisvernd
og er á móti Evrópusamstarfi á erfitt með að
finna sig í flokkum þeirra Blairs, Schröders,
Persons og Rasmussens.
Það sem þurfi að skýra sérstaklega varð-
andi ísland er ekki klofningur vinstri sósí-
alista og jafnaðarmanna. Á því sviði hefur ís-
lensk pólitík enga sérstöðu. „En af hveiju
hefur það gerst á íslandi, ólíkt flestum Evr-
ópulöndum, að styrkleika- og stærðarhlut-
föllin milli þessara flokka eru með allt öðr-
um hætti hér heldur en þar?“
Sérstaða Sjálfstæðisflokks
Össur Skarphéðinsson reyndi fyrst að finna
svar við spurningu Ólafs Þ. Harðarsonar um
mismun á styrkleika íslenskra vinstri flokka
og sambærilegra flokka í Vestur-Evrópu.
Hann taldi að muninn mætti að einhverju
leyti skýra með samsetningu Sjálfstæðis-
flokksins. Pólitiskt inntak og eðli hans væri
svo gjörólíkt því sem þekktist hjá öðrum
hægri flokkum í álfunni, a.m.k. þeim hægri
flokki sem hann þekkti af eigin raun, Ihalds-
flokki Margrétar Thatchers. „Það er stjarn-
fræðileg firrð á milli þess flokks sem ég
kynntist þar úti og þess Sjálfstæðisflokks
sem ég hef kynnst á Islandi. Sjálfstæðis-
flokkurinn býr ábyggilega einn hægri flokka
að þeim sérstöku einkennum að hafa sterka
verkalýðsforingja í sínum röðum. Hann tók
jafnvel forystu úr höndum róttækra komm-
únista í róttækustu verkalýðsfélögum eins
og Iðju. Enn í dag á hann verkalýðsforingja
á Alþingi Islendinga sem koma upp í pontu
og taka mjög verkalýðssinnaða afstöðu."
Þetta hafi þrengt svigrúm jafnaðarmanna-
flokka til að taka til sín meira fylgi.
Hann vék einnig að athugasemdum um
Alþýðuflokkinn og tilhneigingu þar til að
leita í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðis-
flokki. Gat hann þar einkum beint sjónum
að þeirri stjórn sem hann tók þátt í, Viðeyj-
arstjórninni frá 1991.1 kosningu um stjórn-
arsamstarfið innan þingflokks Alþýðu-
flokksins hafi þeir sem oft hafi kvartað yfir
hægri slagsíðu flokksins, stutt þessa stjórn-
armyndun. Enda hafi sú stjórn ekki verið
mynduð að ástæðulausu, hún hafi haft það
mikilvæga hlutverk að tryggja samþykkt
samnings um Evrópska efnahagssvæðið.
Ekki var talið að sátt myndi ríkja um það at-
riði í stjórnarsamstarfi Alþýðuflokks, Al-
þýðubandalags og Framsóknarflokks.
Flokkana á að sameina
„Enn þann dag í dag er málefnalegur ágrein-
ingur á milli þessara flokka. En hann nær
varla niður fyrir forystusveit þeirra. Hann er
ekki til á milli fótgönguliðsins í Alþýðu-
flokknum og Alþýðubandalaginu. Ágrein-
ingurinn liggur í afstöðu roskinna alþingis-
manna í Alþýðubandalaginu til hins klass-
íska þrætueplis þessara tveggja hreyfinga, á
sviði utanríkismála um NATO og Evrópu-
samstarf," segir Össur. Ágreiningsefnin eru
þvi ekki djúpstæð og ættu ekki að vera
langvarandi.
Össur velti fyrir sér hvernig samstarf
menn vilji „Sú samfylking sem sumir alþýðu-
bandalagsmenn leggja til og vilja þar með
halda gömlu flokkunum óbreyttum, er ófull-
nægjandi fyrir mig. Aðrir vilja stíga skrefið
aðeins lengra og fara í sameiginlegt fram-
boð, það er að mínu mati aðeins áfangi. Það
á að leggja þessa flokka sem fyrst niður og
stofna nýjan, sameinaðan flokk jafnaðar-
manna. Ef sameiginleg framboð í sveita-
stjórnarkosningunum vinna sigur, mun það
virka sem sprengikraftur á þessa þróun.“