Fréttablaðið - 03.10.2009, Side 1
HELGARÚTGÁFA
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI3. október 2009 — 234. tölublað — 9. árgangur
TVÖ SÉRBLÖÐ Í DAG
VIÐTAL 34
LÖGREGLUMÁL Rannveig Rist, for-
stjóri Alcan á Íslandi, fékk sýru
í andlitið morguninn eftir að
skemmdarverk voru unnin á heim-
ili hennar í byrjun ágúst. Sýru-
bruninn var það alvarlegur að hún
hlaut sár í andlitið sem mun skilja
eftir sig ör.
Rannveig staðfesti þetta við
Fréttablaðið í gær en vildi ekki
gera mikið úr meiðslum sínum.
Atvikið átti sér stað 5. ágúst síð-
astliðinn. Þá um nóttina voru unnin
skemmdarverk á heimili hennar í
Garðabæ. Komið hefur fram að
málningu var skvett á íbúðarhúsið
en nú liggur fyrir að þegar Rann-
veig opnaði framdyr fjölskyldu-
bifreiðar um morguninn skvett-
ist sýra úr hurðarfalsinu framan í
hana rétt neðan við hægra augað.
Rannveig vill ekki tjá sig um atvik-
ið frekar eða hvort hún hafi verið
ein á ferð.
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri
á höfuðborgarsvæðinu, segir málið
litið mjög alvarlegum augum og
hafi verið tekið föstum tökum.
Hann vill hins vegar ekkert tjá sig
frekar um rannsóknina. Komið
hefur fram að lögregla hefur til
rannsóknar á annan tug mála þar
sem skemmdarverk hafa verið
unnin á heimilum fólks úr fjármála-
og orkugeiranum. Öll málin eiga
það sammerkt að málningu hefur
verið skvett á eigur fólks en sýru
var einnig beitt þegar skemmdar-
verk voru unnin á heimili Hjör-
leifs Kvaran, forstjóra Orkuveitu
Reykjavíkur. Samkvæmt heimild-
um Fréttablaðsins var notuð sýra
sem ekki er lengur talin nothæf í
iðnaði hér á landi. Efnið, sem var
nýtt til að leysa upp lakk, þótti of
hættulegt.
Heimildir Fréttablaðsins herma
að árásirnar hafi þótt það alvarleg-
ar að yfirmenn lögreglunnar hafi
fundað sérstaklega með forsvars-
mönnum þeirra fyrirtækja sem
árásunum hefur verið beint gegn.
Það fékkst ekki staðfest hjá lög-
reglu. - shá
Rannveig Rist særð í
andliti eftir sýruárás
Sýru sem þykir of hættuleg til notkunar í iðnaði var beitt í skemmdarverkaárás
á heimili Rannveigar Rist. Litlu mátti muna að Rannveig fengi sýruna í augun.
Holtagörðum
OPNUM
Í DAG
HEILSA Guðrún Agnarsdótt-
ir, forstjóri Krabbameinsfélags
Íslands, segir konur á lands-
byggðinni mun duglegri að mæta
í krabbameinsskoðun en kynsyst-
ur þeirra á höfuðborgarsvæð-
inu. Hún segir að svo virðist sem
mæting hafi dalað í kreppunni.
„Ef konur mæta reglulega í skoð-
un ber það árangur í greiningu
snemma – með minni lýtum og
auknum lífslíkum,“ segir Guðrún,
sem hvetur konur til að mæta og
minnir jafnframt á að mörg stétt-
arfélög niðurgreiði kostnað.
- rve / sjá sérblaðið Bleika slaufan
Krabbameinsfélag Íslands:
Færri í krabba-
meinsskoðun
FYLGJAST VEL MEÐ
ÍSLENSKUM FRÉTTUM
Helga Ólafs rannsakaði
notkun Pólverja á fjölmiðlum
GODDUR RÆÐIR UM
SKÖPUN Í KJÖLFAR
HRUNSINS
bleika slaufan
LAUGARDAGUR
3. OKTÓBER 20
09
FRÉTTA
BLA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N
Ár
ve
kn
isá
tak
Kr
ab
ba
me
ins
fél
ag
sin
s
fjölskyldan[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FJÖLSKYLDUNA ]október 2009
Hálfsystkini hittastÓlafur Elfar Stefánsson, Cindy Huse og Dan Kragh við ánægjulegan fjölskyldufund.
Heilbrigði og hamingja
Sólfríður Guðmunds-dóttir bendir á góðar leiðir að heilbrigðari fjölskyldulífsstíl.
SÍÐA 7
Samstillt mæðginÞau Myrra Leifsdóttir og Eldur Lynx eru saman í taekwondo.
SÍÐA 2
HRUNIÐ 28-30
Fékk mátt í fæt-
urna eftir stofn-
frumumeðferð
GEGN OFBELDI Á bilinu 300 til 500 manns tóku þátt í að mynda mannlegt friðarmerki á Miklatúni í gærkvöldi. „Þetta gekk framar
vonum,“ segir Ragnar Sverrisson aðgerðarstjóri. Tilefnið var alþjóðlegur dagur án ofbeldis. Hann markaði einnig upphaf heims-
göngu í þágu friðar og tilveru án ofbeldis. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
VIÐSKIPTI Stjórnendur Glitnis
treystu ekki á að Seðlabankinn
myndi lána bankanum sex hundr-
uð milljónir evra til að mæta erf-
iðum gjalddaga
fyrir ári og leit-
uðu til Kaup-
þings. Hreiðar
Már Sigurðsson,
forstjóri Kaup-
þings, taldi stöðu
Glitnis hins
vegar svo slæma
að sex hundruð
milljónir dygðu
skammt.
Þetta er á
meðal þess sem
fram kemur í
bókinni Ævintýraeyjan – upp-
gangur og endalok fjármálaveldis
eftir Ármann Þorvaldsson, fyrr-
verandi forstjóra Kaupthing Sin-
ger & Friedlander. Bókin kom út
á ensku í gær. Fréttablaðið birtir
í dag kafla úr bókinni þar sem
Ármann fjallar um veisluhöld og
samskipti við þotulið heimsins.
- jab / Sjá síðu 26
Vantreystu Seðlabankanum:
Kaupþing átti
að bjarga Glitni
ÆVINTÝRAEYJAN
Bókin kemur út á
íslensku á fimmtu-
dag.
Auðvitað
hrundi allt
Bók fyr
Kaupth
kemur
VIÐTAL 34VIÐTAL 36
MANISH ARORA
VEKUR VERÐ-
SKULDAÐA
ATHYGLI Í PARÍS
TÍSKA 54