Fréttablaðið - 03.10.2009, Síða 6

Fréttablaðið - 03.10.2009, Síða 6
6 3. október 2009 LAUGARDAGUR ATVINNULÍF Finnbogi Jónsson, fram- kvæmdastjóri Nýsköpunarjóðs atvinnulífsins, segir allt of mikið einblínt á stóriðju sem lausn við atvinnuleysi í kreppunni. Stóriðju- störf séu þau dýrustu í heimi og mun nær væri að horfa til nýsköp- unar í atvinnulífinu. Með því sé hægt að skapa mun fleiri störf fyrir sama fé. „Aðstæður til að taka lán erlend- is hafa gjörbreyst hér á landi og það þýðir að við verðum að nota þá fjármuni sem við á annað borð fáum að láni eins skynsamlega og mögulegt er. Við búum við mikið atvinnuleysi, sem er breyting frá því sem áður var, og þurfum að leggja áherslu á fjárfestingar sem skapa ný störf og sem mest- ar gjaldeyristekjur fyrir hverja krónu sem við notum til fjárfest- inga. Stóriðjan, eða ný álver, er ekki kostur í stöðunni.“ Finnbogi tekur álverið í Straums- vík sem dæmi, en áformað er að auka framleiðslugetu þess um 40 þúsund tonn á ári. Til þess þurfi að reisa Búðarhálsvirkjun. „Fjár- festingarkostnaður við virkjunina er 25 milljarðar króna, bara okkar hluti. Þetta skapar tólf ný framtíð- arstörf í Straumsvík, sem er nátt- úrlega ekki neitt miðað við fjár- festinguna.“ Tölvufyrirtækið CCP hefur verið mikið í fréttum og gengur vel. Finnbogi tekur það sem dæmi um fyrirtæki sem þróist í að verða stórveldi í útflutningi. Leikjaiðn- aðurinn í heild sinni, sem það er hluti af, skapi yfir 350 störf hér á landi. Annað dæmi sem nefna megi sé fyrirtækið Marorka, sem þrói orkustjórnunarkerfi í skip. Segir stóriðjustörfin þau dýrustu í heimi Framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins segir Íslendinga ekki hafa efni á að fjárfesta í álverum. Mun fleiri störf skapist með nýsköpun en störf þar séu mun ódýrari. Nýta þurfi það lánsfjármagn sem fæst á sem bestan máta. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er ekki á fjárlögum en fær stofnfé frá ríkinu. Árlega fjárfestir hann fyrir um 500-800 milljónir króna í fyrirtækjum. Þá á hann 40 prósent í sjóðnum Frumtaki, sem fjárfestir fyrir um 1 milljarð á ári. Samtals nema fjárfestingar Nýsköpunarsjóðsins því um 1,5 milljörðum árlega. Sjóðurinn á hlut í fyrirtækjum í 7 til 10 ár en selur síðan og fjárfestir í nýjum. SJÓÐURINN Ætla stjórnvöld að skera of mikið niður í ríkisútgjöldum í fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í gær? JÁ 68,9% NEI 31,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú ánægð(ur) með að Álfheiður Ingadóttir sé orðin heilbrigðisráðherra? Segðu þína skoðun á visir.is VILL EFLA NÝSKÖPUN Finnbogi Jónsson telur að efla eigi nýsköpun atvinnulífsins frekar en að horfa til stóriðju. Lánsfé sé dýrt og skapa verði sem flest störf. Störf í stóriðju séu þau dýrustu í heimi og því nýtist féð betur í nýsköpun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Nýr valkostur fyrir stóru stundirnar Nafngjafir, giftingar og útfarir Veraldlegar athafnir S I ÐMENNT Málverkauppboð í GALLERÍ BORG Erum að taka á móti verkum. LÆGRI SÖLULAUN GALLERÍ BORG - SKIPHOLTI 35 - SÍMAR 511 7010 - 847 1600 Vinsamlegast hafi ð samband við Pétur Þór í síma 511 7010 eða 847 1600 Scheving Kjarval Ásgrímur NÚNA! SKIPTU OSRAM SPARPERU R SJÁÐU HEIMINN Í NÝJU LJÓSI SPARAÐU með OSRAM SPARPERUM. ALLT AÐ 80 % ORKU- SPARNAÐ UR Jóhann Ólafsson & Co STJÓRNSÝSLA Umboðsmaður Alþing- is segir málsmeðferð iðnaðarráðu- neytisins við skipan orkumálastjóra árið 2007 hafa verið ábótavant. Það eigi þó ekki að leiða til ógildingar á skipun ráðherra á orkumálastjóra. Össur Skarphéðinsson, þáver- andi iðnaðarráðherra, skipaði í lok desember 2007 Guðna A. Jóhann- esson í embætti orkumálastjóra. Meðal umsækjenda um stöðuna var Ragnheiður Inga Þórarinsdótt- ir varaorkumálastjóri. Hún kvart- aði til umboðsmanns Alþingis yfir þeirri ákvörðun. Þá kvartaði hún yfir því að ráðuneytið hefði neitað að afhenda henni afrit af undirskrifta- listum starfsmanna sem mæltu með henni við ráðherra. Róbert Spanó, umboðsmaður Alþingis, telur ekki ástæðu til að gera athugasemdir við þau sjónarmið ráðherra sem lágu að baki skipuninni, og tekur ekki undir með Ragnheiði að hún hafi verið hæfari en Guðni. Umboðsmaður kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ráðuneytinu hafi borið að afhenda Ragnheiði gögn málsins, þar með talið und- irskriftalistana. Synjun á þeirri beiðni hafi ekki verið í samræmi við lög. Beindi umboðsmaður þeim til- mælum til ráðuneytisins að það tæki beiðni um aðgang að gögnun- um til endurskoðunar. - bj Umboðsmaður Alþingis gerir athugasemd við skipun orkumálastjóra: Ógildir ekki skipun ráðherra BRAUT EKKI LÖG Umboðsmaður Alþing- is telur Össur Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra ekki hafa brotið lög þegar hann skipaði orkumálastjóra í árslok 2007. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL „Við erum afar vonsvik- in yfir ákvörðun fyrrverandi rík- isstjórnar Íslands um að heimila veiðar á langreyðum og hrefnum,“ segir í yfirlýsingu 26 þjóða sem fordæma hvalveiðistefnu Íslend- inga. Breska dagblaðið The Guardi- an segir frá yfirlýsingu þjóðanna 26. Meðal þeirra eru Bandarík- in, England, Þýskaland, Frakk- land, Portúgal og Spánn. Í frétt- inni segir að nokkur lönd hafi sagt að þau muni leggjast gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu láti Íslendingar ekki af hvalveiðum í atvinnuskyni. Í yfirlýsingunni segir að þjóð- irnar fagni og styðji ákvörð- un núverandi ríkisstjórnar um að ætla að endurskoða úthlutun hvalveiðiheimildanna frá í jan- úar á þessu ári en gagnrýna þann fjölda hvala sem leyft hefur verið að veiða. „Við hvetjum Ísland til að fara að alþjóðlegum samþykkt- um um hvalveiðar í atvinnuskyni og endurskoði ákvörðunina um að auka kvóta á langreyðum og hrefnu.“ „Við spyrjum Ísland, hver er til- gangurinn með því að slátra hvöl- um? Íslendingar hafa drepið meira en 200 hvali, þar af 125 langreyðar sem eru í útrýmingarhættu. Samt er enginn markaður fyrir kjöt af langreyðum,“ hefur The Guardian eftir Robbie Marshall, yfirmanni alþjóðlegu dýraverndarsamtak- anna IFAW. - gar Stórþjóðir fordæma hvalveiðar Íslendinga og vilja sumar beita okkur þrýstingi: Ísland þarf að hætta hvalveiðum til að fá aðild að Evrópusambandinu HREFNUVEIÐAR Þrýst er á Íslendinga að breyta ákvörðun fyrri ríkisstjórnar um hvalveiðiheimildir. MYND/GUNNAR BERGMANN ATVINNULEYSI. Um sextíu prósent ábendinga sem Vinnumálastofn- un hafa borist um fólk í svartri vinnu hafa leitt til þess að við- komandi var sviptur atvinnuleys- isbótum. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að stofnuninni hafi borist 70 ábend- ingar undanfarna tvo mánuði í gegnum heimasíðu þess um fólk sem sé á atvinnuleysisbótum en stundi vinnu. Farið hefur verið yfir málin og voru þeir sem urðu uppvísir að svartri vinnu á bótum kallað- ir fyrir hjá stofnuninni og þeir sviptir bótunum. Vinnumálastofnun: Tugir voru sviptir bótum Það geti á næstu árum orðið að svipaðri stærð og CCP. „Hvert starf í þessum geira sem við fjárfestum í kostar á bil- inu 25 til 30 milljónir króna, sem er þá heildarfjárfesting á bak við hvert fyrirtæki. Hvert starf í stór- iðju kostar hins vegar að minnsta kosti 1 milljarð. Þá skapa nýsköp- unarstörfin einnig afleidd störf á sama hátt og álver og jafnvel enn frekar. Grundvallaratriðið er að pen- ingar eru dýrir núna og í litlum skammti. Þess vegna verðum við að horfa á hvað gefur mesta arð- semi af hverri krónu og flest störf um leið. Það er ekki stóriðjan, þar eru dýrustu störf í heimi.“ kolbeinn@frettabladid.is KJÖRKASSINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.