Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.10.2009, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 03.10.2009, Qupperneq 28
28 3. október 2009 LAUGARDAGUR H run bankanna í byrj- un október í fyrra þurfti ekki að koma nokkrum manni á óvart. Þetta blasti við. Og hafði gert lengi. Engin leið er að henda reiður á hve oft útlendingar höfðu mánuðina og misserin á undan bent á veik- ar stoðir íslensku bankanna. Þeir sögðu þá alltof stóra, fjármögnun þeirra dýra og útlánastefnuna var- hugaverða. En við kunnum svör við þessum dylgjum, eins og við köll- uðum viðvörunarorðin. Þið eruð asnar, sögðum við, og hafið ekki hundsvit á bankarekstri. Vitið ekkert um íslenskan dugnað og útsjónarsemi. Fattið ekki að and- legt atgervi okkar er á öðru stigi en annarra. Útlensku sérfræðingarnir gátu lítið annað gert en að hrista haus- inn yfir þessari veruleikafirringu smáþjóðarinnar og héldu áfram að greina stöðuna. Niðurstaðan var alltaf sú sama. Stoðir íslensku bankanna eru veikar. Á einhvern óskiljanlegan hátt höfðum við bitið í okkur að við kynnum öðrum þjóðum betur að reka banka. Og gott betur en það; við stæðum þjóða fremst í öllum bisness. Við, segi ég, og á þar við íslenska þjóð. Þeir sem samsinntu útlending- unum taki sjálfa sig út fyrir sviga. Svo kom auðvitað að því. Þetta hrundi allt saman. Aðdragandi hrunsins er í stuttu máli svona. Menn eignast litla banka og vilja gera þá stóra. Aðstæður í heiminum eru þeim hliðhollar, blússandi framboð og eftirpurn eftir peningum. Ekkert annað en kjarkur skildi milli feigs og ófeigs. Okkar menn voru dyggilega studdir af ráðherrum og sjálfum forsetanum sem ferðaðist heims- horna á milli til að greiða fyrir hvers kyns viðskiptum. Bankarn- ir voru fínustu vinnustaðirnir í bænum og þangað lá leið fólks eftir háskólanám með viðkomu hjá Sæv- ari Karli og B&L. Allt var í fínasta lagi og unnið eftir mottóinu heimsyfirráð eða dauði. Dauðinn var samt aldrei í kortunum, það hvarflaði ekki að bankamönnunum að þetta kynni að fara illa. En auðvitað fór það þannig. Menn gleymdu sér í látun- um. Og svo kom á daginn að þessi fyrirtæki voru bara skýjaborgir. Sagt er að fjölmiðlarnir hafi sofið á verðinum. Sannleikurinn er sá að blöðin fluttu mýgrút frétta af áhyggjum manna af stöðu íslensku bankanna. Sjáið þið forsíðu Fréttablaðsins frá 18. mars í fyrra. Einn lýsir áhyggjum af að bank- arnir og ríkið geti ekki staðið við skuldbind- ingar sínar og annar segir bankana ekki njóta trausts á mörkuð- um. Þarna sjást geng- ið og úrvalsvísitalan í frjálsu falli og bensín- verð í hæstu hæðum. Á myndinni er Birg- itta Jónsdóttir að mótmæla framferði Kínverja gagnvart Tíbetum. Rúmu ári síðar var hún kjörin á þing. Á þessari for- síðu er líka sagt frá því að Hreiðar Már Sigurðsson dans- aði Michael Jack- son-dansa á árs- hátíð Kaupþings helgina áður. Ætli hann dansi mikið í dag? Lok september Það dró til tíðinda í lok septemb- er í fyrra. Ríkið ætlaði að taka Glitni yfir að ráði Seðlabankans. Þjóðnýting, var orð sem ekki hafði heyrst lengi. Í framhaldinu fór allt af stað. Jón Ásgeir kallaði gjörninginn bankarán, sumir sögðu yfirtökuna óþarfa og fráleita en aðrir töldu hana nauðsynlega aðgerð. Óvissa ríkti um áhrif þessa inngrips og til marks um það sagði Geir Haarde daginn sem yfirtakan var kunngerð að hinir bankarnir stæðu vel og því ekki líklegt að þeir þyrftu aðstoðar ríkisins við. Úbbs. Það spurðist líka í þess- ari viku að Davíð Oddsson hefði orðað þjóðstjórn á ríkisstjórnarfundi. Tvær auglýsingar í Fréttablaðinu 30. sept- ember 2008 eru öðrum athyglisverðari. Í ann- arri auglýsa Heimilistæki flatskjái á aðeins 249.995 krónur. Í hinni boðar Glitnir viðskiptavini sína á fund til að svara spurningum þeirra um hvort þeir þurfi að hafa áhyggjur. Helgin 4. og 5. október Helgina 4. og 5. október hreiðraði Geir Haarde um sig í Ráðherrabú- staðnum við Tjarnar- götu og kallaði til sín aðra ráðherra, sér- fræðinga, bankamenn og hags- munaaðila víða að úr samfélaginu. Alls nokkra tugi manna. Flestir strunsuðu upp og niður tröppurnar, ábúðafullir eftir efninu auðvitað, en þriggja skrefa stökk Björgólfs Thors varð frægt. Ekki fengust nákvæmar upplýs- ingar um hvað var á seyði en einn sagði þjóðina hanga í snöru og annar lýsti verkefninu sem björg- unarleiðangri. Búist var við að Geir myndi kynna „aðgerðapakka“ á sunnu- dagskvöldinu ef af því varð ekki. Þvert á móti sagði hann að dreg- ið hefði úr spennu í efnahagsmál- um og því ekki þörf á sérstökum aðgerðapakka. Fólki létti vitaskuld við þessi orð þótt mótsögn fælist í ríkri áherslu hans á að innstæður sparifjáreig- enda í bönkunum væru tryggar. Mánudaginn 6. október fór svo aftur allt á annan endann. Geir flutti Guð blessi Ísland- ávarpið sitt og Alþingi samþykkti neyðarlögin svonefndu. Daginn eftir var þeim beitt með hreinni og klárri yfirtöku á Glitni og Lands- bankanum og þremur dögum síðar var Kaupþing tekið yfir. Fljótlega fóru menn að tala um Icesave, þá tæru snilld, eins og Sigurjón Árnason hafði áður kall- að þessa reikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Snilldin sú var allt í einu orðið helsta vanda- mál Íslands. Og er enn heilu ári síðar. Milliríkjadeila var stað- reynd, Gordon Brown var her- skár og beitti hryðjuverkalögum á Landsbankann. Hann taldi Ísland í raun gjaldþrota. Viðskipti íslenskra og breskra fyrirtækja voru í uppnámi. Öll milliríkjaverslun var raunar í öng- stræti þar sem Ísland naut ekki trausts í útlöndum. Bresku blöðin spöruðu ekki stóru orðin föstudaginn 10. október eins og sjá mátti á forsíðu Fréttablaðs- ins þann dag. Fram að haustdögum 2008 var Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn í hugum Íslendinga stofnun sem hjálpaði þróunarríkjum. Í kjölfar hrunsins fóru menn af fullri alvöru að tala um að forsenda endurreisn- ar efnahagslífsins væri samstarf við þann sama sjóð. Vorum við þá orðið þróunarríki? Undir miðjan október unnu íslensk stjórnvöld að samningu efnahagsáætlunar til að leggja fyrir sjóðinn og hálfum mánuði síðar var óskað formlega eftir samstarfi. Nokkrum dögum síðar var skrifað undir samning þar um og nákvæm áætlun um tímasett- ar aðgerðir kynnt. Hún hefur ekki gengið eftir. Enn er beðið endur- skoðunar sem átti að fara fram í febrúar. Stiklum nú á stóru 14. okt. Ingibjörg Sólrún vill Davíð Oddsson úr Seðlabankan- um. 15. okt. Tryggvi Þór Herbertsson hættir sem efnahagsráðgjafi forsætisráðherra. Þeir voru ekki sammála um leiðir. 16. okt. Upplýst er að Baldur Guð- laugsson, ráðuneytisstjóri í fjár- málaráðuneytinu, seldi hlutabréf Auðvitað hrundi þetta allt saman Ár er síðan bankarnir féllu og gjörvallt efnahagskerfið fór á hliðina með til- heyrandi áhrifum. Björn Þór Sigbjörnsson lítur í gömul blöð og staldrar við nokkra minnisstæða atburði. MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI EFNAHAGSMÁL „Horfurnar eru ekki góðar,“ segir Finnur Árnason, for-stjóri Haga, og telur verðhækk-anir fram undan í kjölfar mikillar gengislækkunar krónunnar undan-farna daga. Undir það taka fleiri verslunarmenn. Vilhjálmur Egils-son, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir þetta stað-festa það skipbrot sem peninga-stefna Seðlabankans hafi beðið. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambandsins, segir þessa þróun mikið áhyggjuefni.Alþjóðlega viðskiptafrétta-veitan Bloomberg sagði í gær að íslenska krónan hefði lækkað gagnvart öllum 178 gjaldmiðlun-um sem veitan fylgist með. Krónan hefur aldrei áður veikst jafnmikið milli daga, um sjö pró-sent, frá því flotgengi hennar var tekið upp árið 2001. Auknar áhyggjur af að bankarnir og ríkið gætu ekki staðið við fjárhags-legar skuldbindingar segir Bloom- berg hafa haft þessi áhrif. Álag á skuldatryggingar, sem lánveit-endur kaupa gegn hugsanlegu tapi, hefði hækkað í kjölfar vanga-veltna um að ríkisvaldið þyrfti að bjarga einum bankanum vegna áhrifa lánsfjárkreppunnar.„Íslenska krónan verður einna harðast úti vegna undirmáls-kreppunnar í Bandaríkjunum og áhrifa hennar á lánsfjármarkað-inn,“ segir í greiningu Ulrich Leuchtmann hjá Commerzbank. „Búast má við að krónan veikist enn frekar.“ Sérfræðingar hér innanlands rekja hins vegar veikingu krón-unnar fremur til almennrar áhættufælni á fjármálamörkuð-um, enda lækkuðu aðrar hávaxta-myntir líka. Þá er sagt ýta undir fall krónunnar að hér hefur þurrk-ast út ábati af gjaldeyrisviðskipt-um með krónunna vegna tregðu fjármálafyrirtækja til að láta frá sér erlendan gjaldeyri. Greiningardeild Kaupþings segir seljanleika krónunnar hafa minnkað verulega vegna mót-byrsins á alþjóðlegum fjármála-mörkuðum. Kallað er eftir því að Seðlabankinn bregðist við og útvegi bönkunum gjaldeyri með skiptasamningum til skemmri tíma, en í þeim efnum er smæð gjaldeyrisforða bankans sögð hamla aðgerðum. Einnig hafa verið uppi hug-myndir um að ríkisvaldið gefi út víxla til skemmri tíma sem erlendir fjárfestar, sem vilji nýta sér háa vexti krónunnar, geti keypt. „Ég vona að þetta endi vel varð-andi Ísland, en ef við hugum að því sem gerðist hjá Bear Stearns eru horfur verri en fyrir viku,“ segir Paal Ringholm, forstöðu-maður greiningardeildar láns-fjármarkaða hjá First Securities í Noregi, sem er hluti af Swedbank AB. „Allir bankar eru háðir fjár- mögnun og í dag njóta íslenskir bankar ekki trausts á markaðn-um.“ - sjá síður 4, 6 og 14 Smá Guðrún Jóhannsdóttir matgæðingur hefur skrifað tvær handhægar matreiðslubækur, Hollt og ódýrt og Hollt og fljótlegt sem Salka gefur út. „Í mínum huga er hollur matur fyrst og fremst fólginn í fjölbreytni,“ segir Guðrún sem er óhrædd við að prófa nýj- ungar í matargerð og lítur á það sem ævintýri að fara í sér- staka leiðangra að leita að kryddi. Lesendur Fréttablaðsins þekkja Guðrúnu að góðu. Hún hefur verið með matarpistla og uppskriftir í blaðinu í rúm þrjú ár undir yfirskriftinni Til hnífs og skeiðar. Lengi vel miðuðust hráefniskaup við þúsundkallinn og hafa áreiðan- lega margir blessað Guðrúnu í huganum fyrir lækkaðan matarreikning. Nú eru þessar uppskriftir komnar út á bók sem heitir Hollt og ódýrt. „Sumar uppskriftirnar hafði ég notað sjálf í mörg ár en aðrar voru þróaðar næstum jafnóðum með tilraunastarf- semi því ég hef alla tíð verið forvitin og óhrædd við að prófa mig áfram. Mér þykir gaman að sækja í matreiðsluhefðir annarra landa og gera mínar útfærslur á réttunum og finnst líka frábært hversu framboð af góðu og fjölbreyttu hráefni hefur aukist hér á landi. Í þeim meðbyr sem ég haft í sam- bandi við pistlana finn ég að margir eru opnir fyrir því að prófa uppskriftir og spennandi krydd úr fjarlægum álfum. Mér finnst hugmyndin um að ferðast með bragðlaukunum heillandi.“ Spurð hvernig gangi að halda kostnaði niðri en vera samt með framandi hráefni svarar hún: „Margt af því sem til- heyrir ítalskri og austurlenskri matargerð er frekar ódýrt en í bókinni Hollt og fljótlegt einskorða ég mig ekki bara við ódýru uppskriftirnar. Guðrún tekur sjálf myndirnar í bækurnar. „Þegar ég byrjaði á pistlunum þá vildi ég ekki binda mig við að fá ljós- myndara á ákveðnum tíma heldur elda réttinn þegar það hentaði mér og innblásturinn kom. Ég hafði föndrað við ljósmyndun og ákvað að taka myndirnar sjálf. Svo hefur það þróast yfir í mikla ástríðu og áhuga á matarljósmynd- un. Það má því segja að hér sé algert tilraunaeldhús.“ Guðrún gefur lesendum Fréttablaðsins uppskrift að ítölskum tvíbökum á bls. 6. Óhrædd við að prófa sig áfram ÍSLENS Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 18. mars 2008 — 77. tölublað — 8. árgangur RAKEL HÚNFJÖRÐ Þægilegt á ferðum að þurfa ekki tannkrem heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS Ungmenni flykkjast í leikhús María Sigurðardóttir kemur sér fyrir í Samkomuhúsinu á Akureyri. TÍMAMÓT 20 ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN Stóra stundin rennur upp í kvöld Sérblað um íslensku tónlistarverðlaunin FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Dansaði eins og Jackson Hreiðar Már Sigurðs- son fór á kostum á árshátíð Kaupþings. FÓLK 34 VORLEGT Í dag verður hæg breyti-leg átt. Bjartviðri austan til, annars þungbúnara og víða dálítil súld vestan til á landinu. Hiti 3-10 stig. VEÐUR 4 4 5 4 6 5 1. JANÚAR 17. MARS ■ Gengi krónunnar ■ Úrvalsvísitalan ÞRÓUN KRÓNU OG ÚRVALS-VÍSITÖLU FRÁ ÁRAMÓTUM 119,68 6318 153,4 4652 KARL BRETAPRINS Kallaður til vitnis í máli hálfíslensks fjárkúgara Lögmaðurinn með öll spjót úti FÓLK 26 LANDBÚNAÐUR Sauðburður hófst í fyrra fallinu á bænum Mógili II á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð í fyrradag. Þá bar kindin Þoka tveimur lömbum; mórauðri gimbur og hvítum hrút. Halldóra Kjartansdóttir, bóndi á Mógili og eigandi Þoku, segir barnabarnið sitt ekki hafa hikað við að gefa nýbornu lömbunum nöfn.„Dótturdóttir mín kom í heim-sókn og nefndi þau. Sú mórauða heitir Kolbrún en hrúturinn fékk nafnið Pálmi,“ segir hún. Aðspurð hvort einhverjar fyrirmyndir hafi verið að nöfnunum svarar Hall-dóra neitandi. „Henni datt þetta bara í hug á staðnum.“ Um tvö hundruð fjár eru á Mógili II, og byrjar sauðburður-inn yfirleitt snemma í maí. Þoka er því frekar snemma á ferðinni, en Halldóra segir það ekki í fyrsta skipti. „Hún bar á svipuðum tíma í fyrra, og var þá fjórlembd. Hún hefur eitthvað verið að skemmta sér í fyrra fallinu í haust.“ - sþs Kindin Þoka var snemma á ferðinni í sauðburði á Svalbarðsströnd í Eyjafirði:Lömbin nefnd Kolbrún og Pálmi Á MÓGILI Lömbin stilla sér upp fyrir ljós-myndara ásamt móður sinni. Frá vinstri eru Pálmi, Þoka og Kolbrún. MYND/VÖLUNDUR JÓNSSON VERÐLAG Bensínverð hefur aldrei verið hærra hér á landi en það var í gær. Yfir daginn hækkaði verðið víðs vegar og algengt verð í sjálfsafgreiðslu var 147,90 krónur. Lítrinn með þjónustu kostaði þá 152,90. Öll olíufélögin hækkuðu verðskrá sína, nema Orkan og Atlantsolía. Orkan bauð best í gær; lítrann á 142,10 krónur.Magnús Ásgeirsson hjá N1 sagði í samtali við Vísi að það hefði fyrst og fremst verið snörp lækkun gengisins í gær sem hefði valdið hækkuninni. Kvaðst hann vonast til þess að gengið hækkaði aftur á næstunni. - kóþ Olíufélög hækka verð: Bensínverðið aldrei hærra Svartur mánudagur Krónan féll um sjö prósent í gær sem er met. Hlutabréf hafa aldrei fallið samfleytt jafn mikið í verði og síðustu átta mánuði. Bankastjórar ræddu við Seðlabankann í gær um erfiða stöðu á fjármálamarkaði. Keflavík komið í 2-0 Keflavík stendur vel að vígi gegn Haukum í úrslitakeppni Iceland Express- deildar kvenna. ÍÞRÓTTIR 31 VEÐRIÐ Í DAG MÓTMÆLI Harðri framgöngu Kínverja í Tíbet var mótmælt við kínverska sendiráðið í Reykjavík í gær. Birgitta Jónsdóttir listakona, sem tók þátt í skipulagningu mótmælanna, krafðist þess fyrir hönd mótmælendanna að fjölmiðlafólki og fulltrúum mannrétt- indasamtaka yrði hleypt inn í Tíbet. Í bakgrunni eru tröppur sendiráðsins, sem Jan Jiricek málaði rauðar í fyrradag í mótmæla- skyni. - Sjá síðu 12 FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Óléttar stýrur og ófrískar „Ég vona að leitin að öðru orði en ráðherra fyrir konur í þeirri stöðu lukkist ekki. Herra merkir vald og yfirráð. Ekki bara herrann sem er með frúnni,“ skrifar Jónína Michaelsdóttir. Í DAG 16 MENNING Íslendingar verða fyrstir á svið í forkeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Belgrad í Serbíu. Tvær undankeppnir verða og leikur íslenska Eurobandið, með Friðrik Ómar og Regínu Ósk í broddi fylkingar, seinna kvöldið, 22. maí. Svíar koma strax á eftir Eurobandinu en þess má geta að Danir spila einnig þetta sama kvöld.Aðalkeppnin fer fram laugardagskvöldið 24. maí. - kóþ Eurovision-söngvakeppnin: Íslendingar fyrstir á svið EUROBANDIÐ Friðrik Ómar og Reg-ína Ósk verða fyrst á svið. ÍSLAND Í TÖLUM FYRIR OG EFTIR HRUN Tölulegar upp- lýsingar end- urspegla þá gríðarlegu breytingu sem orðið hefur hér á landi á síðastliðnu ári. Eins og margoft hefur komið fram gufaði banka- kerfið næstum upp í einni svipan fyrir ári. Atvinnu- leysi, sem var í sögulegu lágmarki í tvö ár fyrir hrun, margfaldaðist. Svipaða sögu var að segja um flesta þætti í efnahagslífinu. Allt, sem hafði verið á niðurleið fram til þessa sneri við á punktinum og virtist hækkanahrin- unni um tíma engin takmörk sett. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson rýndi í talnaþróunina síðustu tólf mánuði. Sep tem ber 200 8 Okt óbe r 200 9 Mars 2009 150 kr. Ágúst 2009 150 kr. BENSÍNVERÐ frá september 2008 til september 2009 200 188 176 164 152 140 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI EFNAHAGSMÁL „Þau geta ekki bara neitað að standa í skilum,“ sagði Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, um íslensk stjórnvöld og innstæður Breta í íslenskum bönkum á Sky-sjónvarpsstöðinni í gær. Hann sagði það hafa verið rétta ákvörðun að grípa til ákvæða í lögum um hryðjuverk til að kyrr-setja íslenskar eigur í Bretlandi. Þá sagðist hann telja íslensku þjóðina í raun gjaldþrota.Geir H. Haarde forsætisráð-herra segist ekki geta skýrt þess-ar harðorðu yfirlýsingar Browns og ætli ekki að munnhöggvast við hann. Hann hafi undir höndum yfirlýsingu Alistairs Darling, fjármálaráðherra Bretlands, um að greitt verði fyrir að eðlileg við-skipti milli landanna geti átt sér stað – jafnvel þótt Landsbankinn eigi í hlut – og að Bretar vilji leysa málin með samstarfi á vettvangi stjórnvalda. „Meðan ekki kemur annað í ljós hljótum við að treysta því að þess-ir pappírar standi,“ sagði Geir í samtali við Fréttablaðið í gær-kvöldi. Hann segist ekki átta sig á tímaröð yfirlýsinga bresku ráð-herranna eða hvort misskilnings gæti innan breska stjórnkerfis-ins. Sjá verði í dag hver þróun mála verði. „Ég veit vel að þetta er við-kvæmt mál í Bretlandi og ein-hverjir á borð við sveitarfélögin verða fyrir hnjaski en okkar vilji stendur eindregið til þess að leysa þessi mál í einhvers konar sam-komulagi við bresk yfirvöld.“ Breskir embættismenn eru vænt-anlegir til landsins í dag til við-ræðna við íslenska ráðamenn. Þá munu fjármálaráðherrar Íslands og Bretlands hittast í Washington í dag en þeir eru þar á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans.Hollensk stjórnvöld lýstu því yfir í gær að þau tryggi ekki inn-stæður á Icesave-reikningum þar í landi. Geir segist vita af þeirri afstöðu Hollendinga og koma þurfi á samræðum milli yfirvalda landanna til að leysa úr þeim málum. „Mín skýring á þessu er helst sú að Gordon Brown hafi í reynd verið að tala inn í atburðarás gær-dagsins [miðvikudagsins] þegar þessi mikli hiti var. Hann hafi ein-faldlega ekki fengið upplýsingar um hver var niðurstaða Geirs og Darlings,“ segir Össur Skarphéð-insson, starfandi utanríkisráð-herra. Össur kallaði sendiherra Bret- lands á Íslandi á sinn fund í gær og tjáði honum hörð mótmæli við því að Bretar skyldu láta hryðju-verkalög ná yfir Íslendinga. „Ég, bæði sem gamall unnandi Breta og menntaður á kostnað ríkis-stjórnar hennar hátignar, varð bæði sár og reiður yfir því að þessi góða þjóð skyldi með þess-um hætti setja okkur á sama bás og ótínda terrorista.“ Össur segir málið allt hryggja sig en kveðst vongóður um að það komist í eðli-legan farveg. „Mér þykir dapur-legt að flokksbróðir minn, því ég er enn þá í breska Verkamanna-flokknum, skuli ekki sjá að svona kemur maður ekki fram við gamla granna. Íslendingar eru ekki terroristar og það veit Gordon Brown fullvel.“ - bþs, sh, gb / sjá síðu 4 Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 10. október 2008 — 277. tölublað — 8. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 ÁRLEGT KJÓLABALL hljómsveitarinnar Heimilistóna fer fram í Iðnó á laugardagskvöld. Þar mun hljómsveitin, sem skipuð er landsþekkt- um leikkonum, flytja á íslensku þekkt lög frá gullaldarárum rokksins. Tónleikarnir hefjast klukkan 23 og ekki er verra að mæta prúðbúin til fara. Inga Rósa Ágústsdóttir er mat- reiðslumaður á leikskólanum Ásborg og líkar vel. Þar matreiðir hún hollan og góðan mat ofan í börnin og segir leikskól m er í miklu uppáhaldi hjá krökkun- um.“ Inga segist dugleg að elda h i enda hafi fó blaðsins upp á uppskrift að bananabrauði s h Bananabrauð í kreppu Inga Rósa Ágústsdóttir kokkur býður lesendum upp á uppskrift að góðu bananabrauði í frystinn. Hún bakar brauðið oft í leikskólanum Ásborg þar sem hún matreiðir ofan í leikskólakrakka. Inga Rósa Ágústsdóttir er matreiðslumaður á leikskólanum Ásborg, þar sem lögð er áhersla á að matreiða frekar frá grunni en að bjóða upp á tilbúinn mat. Hún segir bananabrauð vinsælt hjá krökkunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Villibráðarhlaðborð hefst 16. október. Jólahlaðborð hefst 20. nóvember. Banfi kvöldverður26. september - 15. október26. september er á ný boðið upp á Banfi kvöldverð í Perlunni, þar sem andi Toscana héraðsins á Ítalíu svífur yfir vötnum. Á föstudögum og laugardögum spilar Jazztríó Björns Thoroddsen. Aðeins 3 vikur! Gjafabréf Perlunnar Góð tækifærisgjöf! Parmaskinkameð fíkjusalati og balsamicoTígrisrækjur og smokkfiskur á pappardelle pasta í tómat-basilsósuKálfahryggur á beini með grilluðu grænmeti, kartöflumauki og madeirasósu Sítrónugrass–kókoshneta og vanillu panna cotta með kirsuberjaís og ávöxtum í chili-sírópi6.590 kr.Með 4 glösum af víni: 10.490 kr. VEÐRIÐ Í DAG INGA RÓSA ÁGÚSTSDÓTTIR Bakar bananabrauð sem er gott í frystinn • matur • helgin Í MIÐJU BLAÐSINS UNNUR ÖSP OG SELMA BJÖRNSSlefan slitnar ekki milli þeirra FÖSTUDAGUR FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 10. október 2008 SAMST Unnur Ösp Stefánsdóttir og Selma Björns-dóttir leikstýrur eru búnar að þekkjast síðan í Kardemommu-bænum árið 1983 Ungt fólk í öndvegi Alþjóðageðheil- brigðisdagur- inn er haldinn í dag. TÍMAMÓT 18 % 20 40 60 80 100 40.000 slaufur Söfnunarmarkmið Opið til 19 RIGNING EÐA SKÚRIR Í dag verða víðast suðaustan og austan 5-10 m/s. Rigning eða skúrir. Hiti 5-12 stig mildast sunnan til. VEÐUR 4 10 8 7 10 10 Fórnarlambið? „Davíð hefur, að eigin sögn, verið saklaust fórnarlamb óreiðumanna og brennuvarga“, skrifar Jón Bald-vin Hannibalsson. UMRÆÐAN 16 Tap hjá Haukum Haukar töpuðu fyrir þýska stórliðinu Flensburg ytra í Meist- aradeildinni. ÍÞRÓTTIR 26 Milliríkjadeila í miðri efnahagskreppunniGordon Brown úthúðaði íslenskum stjórnvöldum á sjónvarpsstöðinni Sky í gær. Hann varði ákvörðun breskra stjórnvalda að beita hryðjuverkalögum. Geir Haarde segist ekki ætla að munnhöggvast við Brown. Deilan snýst um innstæður breskra sveitarfélaga og opinberra stofnana á reikningum íslenskra banka í Bretlandi. Innlánin nema alls um milljarði punda, eða jafnvirði tæplega 182 milljarða íslenskra króna, á opinberu gengi gærdagsins. Um hvað er að tefla? BRESKA PRESSAN Í MORGUN „Kalt stríð“ og „Skilið peningunum okkar“ eru meðal forsíðufyrirsagna helstu dagblaða Bretlands í dag. Ísland er alls staðar í brennidepli í kjölfar ummæla sem Gordon Brown lét falla á sjónvarpsstöðinni Sky. Nóvember 2008 Apríl 2009 Júní 2009 600 400 200 0 September 2009 MATVÖRUVERÐ Þróun frá september 2008 til september 2009 200 150 100 50 0 Evra Dönsk króna Bandaríkjasalur Breskt pund GENGI GJALDMIÐLA Þróun frá september 2008 til september 2009 FRAMHALD Á SÍÐU 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.