Fréttablaðið - 03.10.2009, Page 39

Fréttablaðið - 03.10.2009, Page 39
fjölskyldan [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FJÖLSKYLDUNA ] október 2009 Samskiptavefur á borð við Facebook getur gert flókna hluti einfalda. Margir eiga hálfsystkini sem þeir hafa ekki samband við af einhverj- um ástæðum og með tilkomu samskiptavefjanna er skyndi- lega orðið miklu einfaldara að nálgast fólk, kannski án þess að það verði svo dramatískt og erfitt eins og að leita í gegnum manntalsskrifstofur. Ólafur Elfar Stefánsson er sann- arlega gott dæmi um mann sem að notaði sér tæknina til að ná sambandi við hálfsystkini sín, og þau reyndar fleiri en hann hafði í upphafi haldið. Forsaga málsins er sú að Ólafur Elfar, eða Elfar eins og hann er kallaður, er ekki alinn upp af blóðföður sínum, Stefáni Gunnari Kragh. Faðir hans flutti til Noregs þegar Elfar var ungur og hafa þeir ekki verið í sambandi. Elfar vissi að hann átti hálfbróð- ur í Noregi, Dan að nafni, enda hafði Elfar hitt hann þegar hann var unglingur og Dan nokkrum árum yngri. „Okkur langaði til þess að halda sambandinu en það datt upp fyrir. Svo datt mér í hug í fyrra, mörgum árum síðar, að finna föður minn á Facebook. Eftir að við höfðum tekið upp samband þar leið ekki langur tími þangað til Dan, sem hafði alltaf vitað af mér, sendi mér vinabeiðni. Ég gerði hann að sjálfsögðu strax að vini mínum og hringdi um leið í meðfylgjandi númer.“ Systir bættist í hópinn Bræðurnir sem aldrei höfðu hist náðu strax vel saman. Elfar ákvað því að nota strax tækifærið og spyrja bróður sinn um hvort að hann þekkti til systur þeirra sem hann hafði heyrt að þeir ættu en þó aldrei fengið staðfest. „Dan spurði móður sína um málið og þá kom í ljós að hafði fengið bréf frá föðurömmu okkar tuttugu árum fyrr þar sem tilvera stúlkunn- ar var staðfest og nafnið fylgdi með.“ Dan tók næsta skref að sér − og það var einnig stigið á Facebook. Fann systkinin á Facebook Ólafur Elfar Stefánsson vissi alltaf að hann ætti sér yngri bróður sem byggi í Noregi. Hann hugsaði oft til hans en steig ekki skrefið til að ná sambandi fyrr en hann sá bróðurinn á Facebook. Eftir að bræð- urnir náðu saman fréttu þeir af tveimur systkinum til viðbótar. FRAMHALD Á SÍÐU 4 Hálfsystkini hittast Ólafur Elfar Stefánsson, Cindy Huse og Dan Kragh við ánægjulegan fjölskyldufund. Heilbrigði og hamingja Sólfríður Guðmunds- dóttir bendir á góðar leiðir að heilbrigðari fjölskyldulífsstíl. SÍÐA 7 Samstillt mæðgin Þau Myrra Leifsdóttir og Eldur Lynx eru saman í taekwondo. SÍÐA 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.