Fréttablaðið - 03.10.2009, Síða 40
2 fjölskyldan
Fjölskyldan kemur út mánaðarlega með helgarblaði
Fréttablaðsins. Ritstjórn: Sigríður Björg Tómasdóttir Hönnun:
Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Í einkaeigu Pennar: Vera
Einarsdóttir, Karen Kjartansdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið
Auglýsingar: Benedikt Jónsson benediktj@365.is
Sólveig
Gísladóttir
skrifar
BÓKIN
Bangsímon snýr aftur Bókin um Bangsímon er nú komin út í íslenskri þýðingu – í annað sinn.
Bókin kom út í þýðingu Guðmundar Andra Thorssonar fyrir ári en seldist upp og var uppseld þegar
Guðmundur Andri hlaut barnabókaverðlaun menntaráðs Reykjavíkurborgar fyrir best þýddu barna-
bókina síðastliðið vor. Aðdáendur gátu í
þetta sinn tryggt sér eintak í forsölu til að
gulltryggja að þeir eignuðust bókina góðu
og nýttu nokkur hundruð manns sér það
tækifæri að sögn Jóhönnu Ásmundsdóttur
markaðsstjóra Eddu sem gefur bókina út.
Bók númer tvö í bókaflokknum, Húsið á
bangsahorni, er einnig væntanleg í verslan-
ir, nú um helgina eða rétt eftir helgi.
Bækurnar eru með upphaflegum myndum
og í vandaðri útgáfu sem augljóslega hittir í
mark hjá lesendum sem þekkja hann ef til
vill margir hverjir í stílfærðri útgáfu Disney.
Bangsímon, sem á frummálinu heitir
Winnie the Pooh, birtist lesendum fyrst árið
1926 og er bangsinn því orðinn rúmlega
áttræður. Höfundurinn A.A.Milne notaði son
sinn og tuskudýrin hans sem fyrirmyndir
þegar hann stakk niður penna.
Í upphafi meðgöngu hafði ég sterkar skoðanir á því hvernig svefnvenjum verðandi erfingja skyldi háttað. Það skyldi verða rútína, barnið
myndi sofna í eigin rúmi og svei því ef ég ætlaði
að standa í því að fá gríslinginn upp í rúm til mín í
tíma og ótíma.
Svo kom hún í heiminn þessi litla dásemd og
allur góður ásetningur fór forgörðum. Allt var gert
til að halda barninu góðu, kannski ekki síst vegna
síþreytu okkar foreldranna sem höfðum ekki þrek
til að hlusta lengi á vol og væl.
Stúlkan komst fljótt upp á lagið að vefja foreldr-
unum um fingur sér. Eitt lítið bofs og við stukkum
til, til að hugga, sussa, bía og vagga aftur í svefn.
Smám saman þróaðist kvöldskipanin út í það
að ég eða maðurinn minn fórum með barnið inn
í rúm, leyfðum því að drekka pela í hjónarúminu
og lágum svo hjá því þangað til það sofnaði.
Síðan færðum við hana, ofurvarlega, úr stóra
rúminu í rimlarúmið og læddumst á tánum út úr
herberginu.
Yfirleitt gekk þessi rútína nokkuð vel, stúlkan
sofnaði án mikilla vandræða og við vorum glöð að
eiga svona þægt barn. Þegar leið fram yfir eins
árs aldur fór að bera á þrjósku, sjálfstæði og frá-
muna frekju hjá englinum ljúfa sem virtist nú
fallinn. Kvöldskipanin breyttist úr þægilegu ferli
í martröð. Stúlkan velti sér og bylti, settist upp
og spjallaði rétt í þann mund sem ég hélt að hún
væri sofnuð. Þetta myndaði togstreitu milli okkar
foreldranna og við vorum farin að velta fyrir
okkur að draga
strá að kvöldi til
að ákveða hvort
okkar skyldi eyða
drjúgum tíma í
svæfingar.
Svo var það
eitt kvöldið að
móðirin fékk nóg.
Eftir klukkutíma
armæðu og sjálfs-
efa ákvað ég að taka stórt
skref. Skellti barninu í rúmið
sitt, gekk út og hallaði hurðinni.
Svo beið ég meðan barnið öskr-
aði yfir þessu óréttlæti heimsins.
„Ég gef þessu tíu mínútur,“ hugs-
aði ég með hnút í maganum.
Fimm mínútum síðar sló þögn á svefnherbergið.
Krakkinn var sofnaður. Hallelúja!
Næstu kvöld voru gerðar tilraunir með þetta
fyrirkomulag enda töldum við að þetta væri of gott
til að vera satt. En stundum er maður bara heppinn
í lífinu og í dag sofnar barnið mitt eitt á hverju
kvöldi.
Dvel ég í draumahöll
Mæðginin Myrra Leifsdóttir og Eldur Lynx æfa bæði taekwondo með Glímufélaginu Ármanni. Myrra er að hefja sitt annað ár
en Eldur er kominn önn lengra. En hvern-
ig kom það til að móðirin fetaði í fótspor
sonarins?
„Eld langaði að byrja að æfa einhverja
bardagaíþrótt. Ég fór að skoða það sem
var í boði og leist best á taekwondo-deild
Ármanns. Þar var einstaklega vel tekið
á móti honum og yfirþjálfarinn Írunn
Ketilsdóttir er frábær með börn. Ég
sat og fylgdist með Eldi á æfingum og
fann að mig langaði líka að prófa. Ég fór
að spyrjast fyrir um fullorðinsæfingar
og var bara sagt að mæta. Írunn, sem
er með svarta beltið, sagði mér að hún
hefði sjálf smitast af syni sínum, komin
eitthvað yfir tvítugt. Það var mér mikil
hvatning,“ segir Myrra. Hún bendir á að
taekwondo sé íþrótt sem hægt sé að byrja
að æfa á hvaða aldri sem er. „Pabbi minn
er meira að segja að velta því fyrir sér að
koma með okkur.“
Eldur er nú kominn með gula beltið og
stefnir að því appelsínugula en Myrra
stefnir að því að taka gula beltið í vetur.
Hún segir íþróttina fela í sér jákvæð-
an kraft. „Taekwondo gengur mikið út á
að brjóta og veitir það sjö ára strákum
mikið öryggi að ráða við að brjóta þykka
viðarspýtu eða að sjá kennarana fara í
gegnum múrstein. Eins fylgir því mikil
hvatning að taka nýtt og nýtt belti.“
En hvernig líkar Eldi það að þú skulir
æfa sömu íþrótt og hann? „Honum finnst
það frábært. Það er svo mikil speki í
kringum taekwondo. Hann þarf að læra
orð og tölur á kóresku og nú þegar ég
er byrjuð að æfa á ég auðveldara með
að hjálpa honum. Ég er líka betur inni
í hugmyndafræðinni og því sem hann
er að gera og það hefur reynst mjög vel.
Þá er mikið félagslíf og foreldrastarf í
kringum íþróttina og honum finnst mikið
öryggi í því að sjá mig vera að mausa eitt-
hvað í kringum starfið, en ég hef meðal
annars tekið að mér að gera grafík og
annað fyrir félagið,“ segir Myrra, sem
er listakona.
Myrra er um þessar mundir að leggja
lokahönd á búninga fyrir Nemendaleik-
húsið en útskriftarnemar á fjórða ári í
leiklistardeild Listaháskóla Íslands munu
frumsýna Eftirlitsmanninn eftir Nik-
olai Gogol hinn 9. október næstkomandi.
Eins er Myrra með þriðju Dagatalsbók-
ina Konur eiga orðið allan ársins hring
á prjónunum en hún gerir myndskreyt-
ingar við 64 setningar íslenskra kvenna
og kemur bókin út hjá Sölku hinn 20.
nóvember næstkomandi. - ve
Saman í taekwondo
Mæðginin Eldur og Myrra deila sama áhugamáli en þau æfa bæði taekwondo. Það gefur Myrru góða
innsýn í reynsluheim Elds og hann er hæstánægður með mömmu sína.
Samstillt mæðgin Eldi líkar það vel að mamma hans skuli æfa sömu íþrótt og hann sjálfur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Kringlunni • Simi 568 1822 og Smáralind • sími 564 1822
www.polarnopyret.is