Fréttablaðið - 03.10.2009, Qupperneq 72
6 fjölskyldan
samvera
til að njóta lífsins betur ...
LEIKFÖNG
Ö ll börn eiga það á hættu að fá tilfinningalega og félagslega lélegt uppeldi,“ segir Ólafur Grétar Gunn-
arsson sálfræðingur, sem gjör-
þekkir þá erfiðleika sem nýbakað-
ir foreldrar standa frammi fyrir.
Hann sér um námskeiðið Barnið
komið heim sem hjálpar verðandi
foreldrum og foreldrum barna allt
að þriggja ára að sinna einu mik-
ilvægasta verkefni lífsins: Að ala
upp barn.
Ólafur bendir á að rannsóknir
sýni að meirihluti foreldra upp-
lifi minni ánægju í sambandinu
fyrstu þrjú árin eftir fæðingu
barns en áður var. „Staðreyndin er
sú að með erfiðleikum í parasam-
böndum minnkar hæfni foreldr-
anna til að lesa þarfir barnsins.“
Ekki ríkir mikill skilningur á því
hve miklu álagi foreldrahlutverk-
ið getur valdið. „Það má segja að
þöggun ríki um þetta mál. Það er
ekki viðurkennt að það sé erfitt að
eignast barn og því er ekki viður-
kennt að fólk þurfi hugsanlega að
leita sér hjálpar.“
Ólafur segir rann-
sóknir benda til þess
að ágreiningur í
samböndum allt að
áttfaldist við það að
eignast barn. Fylgi-
fiskar eins og svefn-
leysi ýti líka undir
erfiðleika í samskipt-
um. Ekki megi svo van-
meta álagið við ástand
eins og nú ríki á Íslandi,
kreppuna; erfiðleikar í
peningamálum séu síst til
þess fallnir að draga úr vanda-
málum í samböndum.
Við þetta sé algjörlega nauðsyn-
legt að glíma og því sé námskeið
á borð við Barnið komið heim
fyrirtaks hjálpartæki fyrir for-
eldra til að takast á við þær breyt-
ingar sem verða á lífinu og para-
sambandinu með tilkomu barns.
„Í stuttu máli má segja að
námskeiðið okkar hjálpi
fólki að efla vinatengslin,
að leysa ágreining á upp-
byggilegan hátt og að vera
samstiga í uppalandahlut-
verkinu.“ Fræðslan er hönn-
uð með þarfir feðra í
huga og hefur Jafn-
réttisráð mælt með
námskeiðinu.
Fyrir áhugasama má
benda á heimasíðu nám-
skeiðsins www.barnidkom-
idheim.net. Heimasíða fyrir-
tækis Ólafs og félaga hans Bjarna
Þórarinssonar er www.obradgjof.
is en þar er að finna frekari upp-
lýsingar um rannsóknirnar að
baki námskeiðinu. - sbt
Öll börn eiga á hættu
að fá lélegt uppeldi
Ólafur Grétar Gunnarsson sálfræðingur segir álagið við það að verða foreldri vera van-
metið. Foreldrar finni oft til vanmetakenndar en kunni ekki að leita sér hjálpar.
Góðum ráðum miðlað Námskeiðin Barnið komið heim hafa staðið til boða í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Notalegar dúkkur Dúkkur eru vinsæl leikföng
nú sem fyrr. Sænsku Rubens-dúkkurnar eru
skemmtilegar og eigulegar útgáfur af þessu
sígilda leikfangi. Þær eru handunnar frá grunni
og er heilmikil pæling á bak við dúkkurnar. Þær
eru mjúkar og meðfærilegar, með útsaumuð augu og
er ætlað að vekja gleði og jákvæð hughrif. Þyngdar-
punkturinn í þeim er réttur, þannig að tilfinningin er
eins og haldið sé á barni.
Þær eru til í ýmsum stærðum, þannig að hægt er að
finna dúkkustærð sem hentar aldri barnsins. Stærðirnar eru einnig miðaðar við aldur barnanna og
þroskastig. Minnstu dúkkurnar eru í litum sem börnin skynja, í næstu stærð eru þær í hinum ýmsu
dýrabúningum, þær stærstu er til sem strákar og stelpur og kaupa má á þær aukaföt.
Hægt er að klæða þær í föt sem má þvo rétt eins og dúkkurnar sjálfar.
Dúkkurnar fást víða, svo sem í Kammakarlo, Litlu kistunni, Móðurást og 3 smárum.
SAMVERUSTUND OG SKEMMTUN Sunnudagaskólar í kirkjum landsins hafa nú
tekið til starfa. það er notalegt að fara með lítil kríli og stálpuð börn í kirkju í nágrenninu á
sunnudögum, syngja og ræða málin. Flestar kirkjur hafa komið sér upp netsíðu þannig að
það er hægur vandi að athuga tímasetningar sunnudagaskólans.
Sýning japanska listamannsins
Yoshitomo Nara sem nú stendur
yfir í Hafnarhúsinu talar til barna
og fullorðinna. Verk Nara tengj-
ast japanskri teiknimyndahefð
og popplist Á sýningunni má sjá
litla hluti og teikningar sem komið
hefur verið fyrir í sérsmíðuðum
flutningagámum sem hægt er að
skoða inn um opnar hliðar, glugga
eða gægjugöt. Inni í gámunum eru
lítil og stór málverk af grallara-
legum smástelpum eða furðuver-
um ásamt þrívíðum verkum, sem
minna helst á leikföng.
Margir þekkja japönsku manga-
myndirnar, og tengslin við þá
hefð eru ljós í verkum Nara. Þó
að undirtónninn sé alvarlegri
en í sakleysislegum myndasög-
um höfðar sýningin til allrar
fjölskyldunnar.
Listasafnið býður enda upp á fjöl-
skylduleiðsögn um sýninguna, lista-
smiðju, námskeið fyrir framhalds-
skólanema og málþing í samstarfi
við Borgarbókasafn Reykjavíkur.
Fjölskylduleiðsögnin verður undir
stjórn Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur
myndlistarmanns sunnudaginn 25.
október klukkan 15. - sbt
Ævintýraheimur
Kunnuglegt en framandi Bæði börn
og fullorðnir finna örugglega eitt-
hvað við sitt hæfi á sýningu Nara í
Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi.
Gaman að skoða Af sýningu Naru.
SANYL
ÞAKRENNUR
• RYÐGA EKKI
• PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN
• STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR
• AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU
• ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Alexandertækni, Fótaaðgerðir, Grasalækningar,
Hómópatía, Höfuðbeina- og spjaldhryggjar-
meðferð, Markþjálfun, Nálastunga, Heilsunudd,
Osteópatía, Sjúkranudd og Svæðameðferð.
– heilsumiðstöð fyrir alla
Borgartúni 33, 105 Reykjavík, www.heilsuhvoll.is