Fréttablaðið - 03.10.2009, Side 82
46 3. október 2009 LAUGARDAGUR
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
WOODIE GUTHRIE LÉST ÞENNAN
DAG ÁRIÐ 1967.
„Þeir sem spila fleiri en
eitt grip eru að monta sig.“
Woody Guthrie (1912 - 1967)
var bandarískur þjóðlaga-
tónlistarmaður og lagasmið-
ur sem hafði mikil áhrif á
ýmsa tónlistarmenn sem á
eftir komu, þar á meðal Bob
Dylan. Guthrie lést af völd-
um taugasjúkdóms.
Þennan dag árið 1996 var
Djöflaeyjan, kvikmynd Frið-
riks Þórs Friðrikssonar, frum-
sýnd í Stjörnubíói sáluga
á Laugaveginum í Reykja-
vík. Kvikmyndin er byggð
á hinum vinsælu skáld-
sögum Þar sem djöflaeyjan
rís og Gulleyjunni eftir Einar
Kárason, sem gefnar voru út
árin 1983 og 1985. Sögusvið
bókanna og myndarinnar er
braggahverfi í Reykjavík á eftir-
stríðsárunum og fram eftir öld-
inni.
Helstu hlutverk eru í hönd-
um Baltasar Kormáks, Gísla Hall-
dórssonar, Ingvars E. Sigurðs-
sonar og Sigurveigar Jónsdótt-
ur ásamt fleirum.
Leikstjórinn Friðrik Þór
sagði í tilefni frumsýning-
arinnar að Djöflaeyj-
an væri sennilega lang-
dýrasta mynd sem gerð
hefði verið á Íslandi. Stór
leikmynd, þar á meðal
fokheld blokk og nokkr-
ir braggar, var byggð á Sel-
tjarnarnesi til að ljá mynd-
inni veruleikablæ.
Björgvin Halldórsson
kemur fram í litlu hlutverki
sem söngvarinn Böddi
Billó, auk þess sem lag
hans Þig dreymir kannski
engil hljómar í Djöflaeyj-
unni.
ÞETTA GERÐIST: 3. OKTÓBER ÁRIÐ 1996
Djöflaeyjan frumsýnd
MERKISATBURÐIR
1903 Gissur Einarsson vígður
biskup í Skálholti.
1908 Dagblaðið Pravda er stofn-
að af Leon Trotskí, Adolph
Joffe, Matvey Skobelev og
fleiri rússneskum útlögum
í Vínarborg.
1903 Konungur Danaveld-
is samþykkir ákvörð-
un danska þingsins um
heimastjórn á Íslandi.
1932 Írak öðlast sjálfstæði frá
Bretlandi.
1990 Þýska alþýðulýðveld-
ið lagt niður og samein-
að Sambandslýðveld-
inu Þýskalandi. Dagurinn
hefur síðan verið þjóðhá-
tíðardagur Þjóðverja.
1995 OJ Simpson sýknað-
ur af ákæru um morðið
á eiginkonu sinni Nicole
Brown Simpson og Ron-
ald Goldman.
„Þetta er mjög gott tækifæri fyrir
eldri Skjöldunga að hitta nýja meðlimi
félagsins, eða gamla félaga, og rifja
upp gömul og góð kynni,“ segir Gunn-
laugur Bragi Björnsson, fulltrúi skáta-
foringja og starfsmaður á skrifstofu
Skátafélagsins Skjöldunga. Félagið á
fjörutíu ára afmæli í ár og heldur af
því tilefni afmælishátíð í dag.
Saga Skjöldunga er raunar lengri
en fjórir áratugir, en upphaflega
voru Skjöldungar stofnaðir sem sér-
stök deild innan Skátafélags Reykja-
víkur árið 1955. Árið 1969 voru svo
Skjöldungar stofnaðir sem eiginlegt
félag. „Fram að því hafði aðeins verið
starfandi eitt skátafélag í Reykjavík.
Deildunum var svo skipt upp 1969, og
því eru nokkur skátafélög sem fagna
fertugsafmæli sínu í ár,“ segir Gunn-
laugur Bragi.
Skjöldungar hafa frá upphafi þjón-
að Heima- og Vogahverfi og Laugar-
neshverfi eftir að Skátafélagið Dal-
búar hætti að starfa. Nú til dags er
flest barnanna sem taka þátt í starf-
semi félagsins nemendur úr Lauga-
lækjarskóla, Laugarnesskóla, Lang-
holtsskóla og Vogaskóla. Félagið býður
upp á skátastarf fyrir stráka og stelp-
ur frá sjö ára aldri. „Þetta er stórt og
mikið hverfi og hér var gríðarlega
mikið af börnum þegar Skjöldungar
hófu starfsemi sína. Núna er að eiga
sér stað nokkur endurnýjun í hverfinu
og margt ungt fólk sem flytur hingað
í nágrennið.“
Gunnlaugur Bragi segir aðsókn
barna í skátastarf ganga í bylgjum
eftir árum. „Árin 2006 til 2008 var
aðsóknin í minna lagi. Síðasta árið
hefur hún aukist til muna, og það helst
í hendur við sífellt öflugra starf hjá
okkur. Höfuðatriði hjá okkur er að fé-
lagið sé sýnilegt í hverfinu. Fyrir utan
venjulega fundi og útilegur stöndum
við árlega fyrir Þrettándagleði og
flugeldasölu í samstarfi við Hjálpar-
sveit skáta. Einnig hafa hópar Skjöld-
unga oft tekið þátt í alþjóðlegum skát-
amótum bæði hérlendis og erlendis, til
að mynda Alheimsmóti skáta í Bret-
landi 2007, Landsmóti skáta í Nor-
egi og Roverway á Íslandi sem bæði
voru haldin árið 2009, svo fátt eitt sé
nefnt.“
Afmælishátíðin hefst klukkan 15
í dag í Langholtskirkju. Þar verður
boðið upp á söng, skemmtiatriði, stutt
ræðuhöld og viðurkenningar verða
veittar aðilum sem starfað hafa af
krafti innan félagsins í gegnum tíðina.
Í kjölfarið verður gestum boðið upp á
kaffi og kökur í safnaðarheimili Lang-
holtskirkju. Í skátaheimili Skjöldunga,
í Sólheimum 21a, fer fram sýning úr
sögu Skjöldunga. „Við höfum eytt dá-
góðum tíma í að finna efni fyrir sýn-
inguna. Meðal þess sem við munum
sýna eru fundargerðir frá stofnfundi
félagsins, gamlar ljósmyndir og ým-
islegt fleira. Það er erfitt að segja til
um hversu margir hafa starfað í fé-
laginu í gegnum árin. Mér telst til að
ég hafi sent um það bil fimm hundr-
uð boðskort, en það er væntanlega ein-
ungis brot af þeim sem komið hafa ná-
lægt starfsemi Skjöldunga í gegnum
tíðina, enda eru ekki til nein tölvutæk
gögn um félagsmenn fyrstu árin,“
segir Gunnlaugur Bragi. Hann tekur
fram að allir séu velkomnir á hátíð-
ina, hvort sem þeir hafi fengið boðs-
kort eður ei. kjartan@frettabladid.is.
SKÁTAFÉLAGIÐ SKJÖLDUNGAR: FAGNAR FJÖRUTÍU ÁRA AFMÆLI
Starfið verður sífellt öflugra
SKJÖLDUNGAR Skátafélagið býður til afmælishátíðar í dag. Þeir sem starfað hafa með félaginu síðustu fjörutíu árin eru sérstaklega hvattir til að
mæta. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
AFMÆLI
SIGMAR B. HAUKSSON, formaður
Skotveiðifélags Íslands, er 59 ára
í dag.
TOLLI listmálari er 56 ára í dag.
TOMMY LEE tónlistarmaður er 47
ára í dag.
NEVE CAMPBELL leikkona er 36
ára í dag.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
MOSAIK
Bróðir okkar,
Aðalsteinn Vestmann Magnússon
lést þann 11. september 2009 í Kinnawick Washington
St. Bandaríkjunum. Jarðarförin hefur farið fram í kyrr-
þey að ósk hins látna.
Magnús Vestmann Magnússon
Einar Vestmann Magnússon.