Fréttablaðið - 03.10.2009, Side 82

Fréttablaðið - 03.10.2009, Side 82
46 3. október 2009 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. WOODIE GUTHRIE LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1967. „Þeir sem spila fleiri en eitt grip eru að monta sig.“ Woody Guthrie (1912 - 1967) var bandarískur þjóðlaga- tónlistarmaður og lagasmið- ur sem hafði mikil áhrif á ýmsa tónlistarmenn sem á eftir komu, þar á meðal Bob Dylan. Guthrie lést af völd- um taugasjúkdóms. Þennan dag árið 1996 var Djöflaeyjan, kvikmynd Frið- riks Þórs Friðrikssonar, frum- sýnd í Stjörnubíói sáluga á Laugaveginum í Reykja- vík. Kvikmyndin er byggð á hinum vinsælu skáld- sögum Þar sem djöflaeyjan rís og Gulleyjunni eftir Einar Kárason, sem gefnar voru út árin 1983 og 1985. Sögusvið bókanna og myndarinnar er braggahverfi í Reykjavík á eftir- stríðsárunum og fram eftir öld- inni. Helstu hlutverk eru í hönd- um Baltasar Kormáks, Gísla Hall- dórssonar, Ingvars E. Sigurðs- sonar og Sigurveigar Jónsdótt- ur ásamt fleirum. Leikstjórinn Friðrik Þór sagði í tilefni frumsýning- arinnar að Djöflaeyj- an væri sennilega lang- dýrasta mynd sem gerð hefði verið á Íslandi. Stór leikmynd, þar á meðal fokheld blokk og nokkr- ir braggar, var byggð á Sel- tjarnarnesi til að ljá mynd- inni veruleikablæ. Björgvin Halldórsson kemur fram í litlu hlutverki sem söngvarinn Böddi Billó, auk þess sem lag hans Þig dreymir kannski engil hljómar í Djöflaeyj- unni. ÞETTA GERÐIST: 3. OKTÓBER ÁRIÐ 1996 Djöflaeyjan frumsýnd MERKISATBURÐIR 1903 Gissur Einarsson vígður biskup í Skálholti. 1908 Dagblaðið Pravda er stofn- að af Leon Trotskí, Adolph Joffe, Matvey Skobelev og fleiri rússneskum útlögum í Vínarborg. 1903 Konungur Danaveld- is samþykkir ákvörð- un danska þingsins um heimastjórn á Íslandi. 1932 Írak öðlast sjálfstæði frá Bretlandi. 1990 Þýska alþýðulýðveld- ið lagt niður og samein- að Sambandslýðveld- inu Þýskalandi. Dagurinn hefur síðan verið þjóðhá- tíðardagur Þjóðverja. 1995 OJ Simpson sýknað- ur af ákæru um morðið á eiginkonu sinni Nicole Brown Simpson og Ron- ald Goldman. „Þetta er mjög gott tækifæri fyrir eldri Skjöldunga að hitta nýja meðlimi félagsins, eða gamla félaga, og rifja upp gömul og góð kynni,“ segir Gunn- laugur Bragi Björnsson, fulltrúi skáta- foringja og starfsmaður á skrifstofu Skátafélagsins Skjöldunga. Félagið á fjörutíu ára afmæli í ár og heldur af því tilefni afmælishátíð í dag. Saga Skjöldunga er raunar lengri en fjórir áratugir, en upphaflega voru Skjöldungar stofnaðir sem sér- stök deild innan Skátafélags Reykja- víkur árið 1955. Árið 1969 voru svo Skjöldungar stofnaðir sem eiginlegt félag. „Fram að því hafði aðeins verið starfandi eitt skátafélag í Reykjavík. Deildunum var svo skipt upp 1969, og því eru nokkur skátafélög sem fagna fertugsafmæli sínu í ár,“ segir Gunn- laugur Bragi. Skjöldungar hafa frá upphafi þjón- að Heima- og Vogahverfi og Laugar- neshverfi eftir að Skátafélagið Dal- búar hætti að starfa. Nú til dags er flest barnanna sem taka þátt í starf- semi félagsins nemendur úr Lauga- lækjarskóla, Laugarnesskóla, Lang- holtsskóla og Vogaskóla. Félagið býður upp á skátastarf fyrir stráka og stelp- ur frá sjö ára aldri. „Þetta er stórt og mikið hverfi og hér var gríðarlega mikið af börnum þegar Skjöldungar hófu starfsemi sína. Núna er að eiga sér stað nokkur endurnýjun í hverfinu og margt ungt fólk sem flytur hingað í nágrennið.“ Gunnlaugur Bragi segir aðsókn barna í skátastarf ganga í bylgjum eftir árum. „Árin 2006 til 2008 var aðsóknin í minna lagi. Síðasta árið hefur hún aukist til muna, og það helst í hendur við sífellt öflugra starf hjá okkur. Höfuðatriði hjá okkur er að fé- lagið sé sýnilegt í hverfinu. Fyrir utan venjulega fundi og útilegur stöndum við árlega fyrir Þrettándagleði og flugeldasölu í samstarfi við Hjálpar- sveit skáta. Einnig hafa hópar Skjöld- unga oft tekið þátt í alþjóðlegum skát- amótum bæði hérlendis og erlendis, til að mynda Alheimsmóti skáta í Bret- landi 2007, Landsmóti skáta í Nor- egi og Roverway á Íslandi sem bæði voru haldin árið 2009, svo fátt eitt sé nefnt.“ Afmælishátíðin hefst klukkan 15 í dag í Langholtskirkju. Þar verður boðið upp á söng, skemmtiatriði, stutt ræðuhöld og viðurkenningar verða veittar aðilum sem starfað hafa af krafti innan félagsins í gegnum tíðina. Í kjölfarið verður gestum boðið upp á kaffi og kökur í safnaðarheimili Lang- holtskirkju. Í skátaheimili Skjöldunga, í Sólheimum 21a, fer fram sýning úr sögu Skjöldunga. „Við höfum eytt dá- góðum tíma í að finna efni fyrir sýn- inguna. Meðal þess sem við munum sýna eru fundargerðir frá stofnfundi félagsins, gamlar ljósmyndir og ým- islegt fleira. Það er erfitt að segja til um hversu margir hafa starfað í fé- laginu í gegnum árin. Mér telst til að ég hafi sent um það bil fimm hundr- uð boðskort, en það er væntanlega ein- ungis brot af þeim sem komið hafa ná- lægt starfsemi Skjöldunga í gegnum tíðina, enda eru ekki til nein tölvutæk gögn um félagsmenn fyrstu árin,“ segir Gunnlaugur Bragi. Hann tekur fram að allir séu velkomnir á hátíð- ina, hvort sem þeir hafi fengið boðs- kort eður ei. kjartan@frettabladid.is. SKÁTAFÉLAGIÐ SKJÖLDUNGAR: FAGNAR FJÖRUTÍU ÁRA AFMÆLI Starfið verður sífellt öflugra SKJÖLDUNGAR Skátafélagið býður til afmælishátíðar í dag. Þeir sem starfað hafa með félaginu síðustu fjörutíu árin eru sérstaklega hvattir til að mæta. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN AFMÆLI SIGMAR B. HAUKSSON, formaður Skotveiðifélags Íslands, er 59 ára í dag. TOLLI listmálari er 56 ára í dag. TOMMY LEE tónlistarmaður er 47 ára í dag. NEVE CAMPBELL leikkona er 36 ára í dag. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson MOSAIK Bróðir okkar, Aðalsteinn Vestmann Magnússon lést þann 11. september 2009 í Kinnawick Washington St. Bandaríkjunum. Jarðarförin hefur farið fram í kyrr- þey að ósk hins látna. Magnús Vestmann Magnússon Einar Vestmann Magnússon.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.