Fréttablaðið - 03.10.2009, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 03.10.2009, Blaðsíða 88
52 3. október 2009 LAUGARDAGUR Bókmenntir ★★ Prívat og persónulega Birgir Sigurðsson Sögur Birgis Sig. Birgir Sigurðsson situr nú hefðarsessi íslenskra leik- skálda eftir nær fjörutíu ára feril á sviðinu. Upphaf hans sem ljóðskálds og framhjáhald hans sem sagnaskálds og alþýðlegs fræðimanns er í skugganum. Nú hefur hann gefið út smásagnasafn, Prívat og persónulega, á eigin forlagi. Þar birtir hann nokkrar smásögur sem allar vísa til fyrri tíma í lífi hans, söngnáms í Hollandi og vinnumennsku á Korpúlfsstöðum meðal annars. Sögurnar eru sundurleitar og þó hann haldi alla jafn vel um stíl býr hann ekki yfir þroskuðum tökum á smásagnaforminu. Þær eru þrátt fyrir það forvitnilegur vitnisburður um leit hans að tjáningarmiðli og verða örugglega aukageta í mati á framlagi hans til íslenskra bókmennta þegar upp er staðið. pbb@frettabladid.is Niðurstaða: Þokkalegar sögur en ekki markverðar. Bókmenntir ★★ Bókaránið mikla Leu Korsgaard og Stephanie Surrugue Bókum stolið Bókaránið mikla er dönsk rannsókn blaðamanna á langvinnum stuldi verðmætra fornbóka úr Konunglegu Bókhlöðunni í Kaupmannahöfn sem er eitt elsta og merkasta konungsættarsafn bóka í hinum vestræna heimi. Ránið var á endanum upplýst en það kostaði end- urskráningu allra gagna í hinu stóra safni til að kom- ast mætti að því hversu miklu hafði verið stolið um áratugaskeið. Sagan er byggð upp eins og hefðbundnar blaðagreinar um upplýsta en sérstaka glæpi, en það er sérstakt form blaðamennsku og vel þekkt bæði hér á landi og víðar: Brynjólfur á Minna-Núpi hóf þannig skrif hér á landi með sögunni af Þuríði formanni og Kambránsmönnum. Í Bókaráninu eru rakin uppvaxtarár hins seka og rakið hvernig komst upp um stuldinn, rannsóknarsagan og loks dómsúrskurðurinn. Þetta er merkileg frásögn en getur vart talist til bókmennta heldur vand- aðrar blaðamennsku. pbb@frettabladid.is Niðurstaða: Forvitnileg skýrsla um sérstætt glæpamál. Bókmenntir ★★★★ Kínverjinn Henning Mankell Farið um löndin Kínverjinn eftir Henning Mankell hefur setið í efri sætum bóksölulista frá því að hún kom út í þýðingu Þórdísar Gísladóttur. Sagan er stór í sniðum þó upphaf hennar sé kunnuglegt: maður kemur að sóðalegum morðvettvangi og þaðan spinnst vefur hennar hratt og örugglega og sviptist milli meginlanda: Ameríku nítjándu aldar, Kína og Afríku nútímans. Mankell er eins og í nokkrum fyrri verka sinna að grafast fyrir um nútímann, skýra hinar stóru efnahagslegu og pólitísku hverfingar í samtímasögu kapítalismans. Sagan er þrátt fyrir hinn mikla metnað höfundar um söguefni og erindi afar vel fléttuð og sniðin og tekst honum að koma manni á óvart allt til enda. Í samanburði við marga reyfarana sem komnir eru út á þessu ári þá er þetta vísast toppurinn. pbb@frettabladid.is Niðurstaða: Metnaðarfull sakamálasaga skrifuð af miklum meistara. Bókmenntir ★★★ Morðið á ferjunni Maj Sjöwall og Per Wahlöö Fornar dyggðir Mál og menning ræðst í endurútgáfu á sagnaflokki Sjöwall og Wahlöö hinna sænsku en fyrsta bókin er Morðið á ferjunni sem kom út 1961. Þýðingin er nokkuð yngri, eftir Þráinn Bertelsson. Mankell skrifar formála enda á hann þeim þökk að gjalda: Beck er fyrirmynd Wallanders og reyndar margra fleiri mið- aldra lögreglumanna sem hafa síðan stikað vesturlönd í leit að misindismönnum. Hér eru farsímar fjarri, fax er ekki til, hvað þá telex. Heimurinn er einfaldari en þó ekki svo: megingrunnur í rannsókn á morði ungrar konu við skipaskurð byggist á sama fléttubragði og Larsson notaði í Körlum sem hata konur. En þetta er spennandi saga og hana leiðir loks til lykta í ógnarlegu spennuhlaupi. Með innkomu höfundanna varð breyting á glæpasögum Vesturlanda, félagsleg vandamál urðu ofarlega á baugi og þau tekin fyrir á hispurslausan hátt. Það er nýnæmi af þessari útgáfu. pbb@frettabladid.is Niðurstaða: Brautryðjendaverk og stenst vel tímans tönn. Bókmenntir ★★ Sólstjakar Viktor Arnar Ingólfsson Feitur og mjór Viktor Arnar snýr aftur á markað með sama lið og kom fram í Aftureldingu, sem sjónvarpsþáttaröðin Manna- veiðar byggði á. Viktor er lúnkinn plottari, oft fundvís á spennandi staði, snjallar plottkveikjur. Hér er hann á norrænu sendiherralóðinni í Berlín þar sem maður er drepinn. Með upphafskafla gefur hann lesanda til kynna hver orsök drápsins er og velkist lesandi því ekki vafa um hverjir koma til greina þótt kostirnir séu nokkr- ir. Viktor skrifar heldur hversdagslegan stíl og rannsókn- arliðið byggir upp á andstæðum, þessi feiti og sóðalegi og snyrtipinninn mjói. Sagan teygir sig aftur í tímann og þar og í lýsingum á jaðarfólki er myndin einföld. Það eru ekki mörg svið í sögunni og hún er öll nokkuð eintóna. Það er raunar ekki fyrr en í bláendann að lesandinn fær hroll og þá ekki út af magnaðri spennu, heldur læknisfræðilegum efnum og þá opnast hyl- dýpi. Styrkur sögunnar er því einkum í hversu fundvís Viktor er á spennandi kveikjur þótt úrvinnslan sé í meðallagi. pbb@frettabladid.is Niðurstaða: Miðlungs krimmi með nokkrum góðum kveikjum en í daufara lagi. Á morgun kl. 14, hefst flutning- ur á leikritaflokknum EINFAR- AR eftir Hrafnhildi Hagalín í Útvarpsleikhúsinu. Einfarar er samheiti á sex stuttum leikritum sem leikskáld- ið Hrafnhild- ur Hagalín hefur samið með nokkra af okkar elstu og ástsælustu leik- urum í huga. Hvert leikrit er sjálfstætt verk og segir frá fólki sem býr við einhvers konar einangrun, félagslega og/ eða tilfinningalega. - pbb Útvarpsverk Hrafnhildar HRAFNHILDUR HAGALÍN OKTÓBER- SPRENGJA 20% aukaafsláttur af öllum vörum 1. – 7. október Vínlandsleið 6-8 113 Reykjavík Opið: Virka daga kl. 11-18 Laugardaga kl. 11-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.