Fréttablaðið - 03.10.2009, Side 90

Fréttablaðið - 03.10.2009, Side 90
54 3. október 2009 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Æðislega kósí rönd- ótta og síða vetrarpeysu frá Max Mara. Fæst hjá GK, Laugavegi. Tryllta skó frá Kron by Kron Kron sem eru sannkölluð lita- og mynsturssprengja. Fyrsti snjórinn féll í síðustu viku og margar konur væntanlega farnar að spá í að taka fram pelsinn eða fjárfesta í gæðalegum og hlýjum flík- um. Það er líka alltaf fallegt að setja á sig mörg lög af mjúkri ull og ekkert nema svalt við það að vera með stóran trefil og flotta húfu. Snið á kápum og loðfeldum þetta haustið eru margvísleg og bæði er mikið verið með víðar flíkur til jafns við klassísk- ari þrengri kápur. Hér er smá innsýn í hvernig hönnuðirnir Dolce og Gabbana, Ricardo Tisci fyrir Givenchy og Chris- topher Bailey fyrir Burberry tækla veturinn. - amb AÐ KLÆÐA AF SÉR VETURINN: LOÐFELDIR OG KÁPUR LOÐNIR FÆTUR Það væsir ekki um kaldar tær í þessum dásam- legu loðstígvélum frá Givenchy. VÍTT Flottur víður pels yfir leggings og pils úr grárri ull frá Burberry. GRÁTT Falleg og klassísk buxnadragt frá Dolce & Gabbana. KÓSÍ Þessi loðna taska frá Givenchy minnir á hlýjan kjölturakka undir hand- leggnum. KLASSÍSK Töff og þröng svört kápa við há leður- stígvél frá Givenchy. SVART OG HVÍTT Dásamlega falleg kápa frá Givenchy sem minnir á mexíkóskotið rokk og ról. Nýja rakagef- andi meikið frá Bobbi Brown sem er ótrúlega eðlilegt og veitir húðinni ljóma. > TÍSKUSÝNING ESKIMO Í dag verður vegleg sýning á hausttískunni í Smáralind þar sem fyrirsætur frá umboðsskrifstofunni Eskimo sýna. Tískuhönnuðurinn Ási Ásmundsson hefur látið útbúa forláta gyllt svið og það verða þrjár sýningar yfir daginn, sú fyrsta kl. 13, önnur kl. 14.15 og svo undir- fatasýning kl. 17. Það er eitt dálítið einkennilegt við þennan eilífa pörunarleik mannkyns- ins. Ég furða mig oft á því að hjá mörgum virðist það vera þannig að það að fara út á lífið og hafa fyrir því hvernig maður lítur út sé eitthvað sem er einungis gert í því skyni að finna maka. Þegar slíkt ferli svo heppnast þá tekur þetta sama glæsilega fólk sig til og ákveður að fyrst það hefur fundið draumalífsförunautinn þá sé gersamlega tilgangslaust að gera nokkuð annað en að kúra saman heima í sófanum yfir Domi- no‘s pizzu og spólu. Flestir hafa nú sennilega dottið i þá gryfju að fitna aðeins þegar þeir fara í fast samband enda ótrúlega freistandi að eyða nautnalegum kvöldum saman í matar- og rauðvínssukki. En þegar stór- glæsileg og skemmtileg pör nenna varla út úr húsi lengur né úr jogging- gallanum nema þá til að stoppa í Bónusvídeó þá er slíkt farið að ógna sjálfstraustinu og jafnvel sambandinu. Auðvitað er það alveg yndis- legt þegar manneskju finnst maður alltaf fallegur. Hvaða kona kann- ast ekki við það að hlæja að sturluninni þegar kærastinn hennar segir henni að hún sé aldrei fallegri en nývöknuð með bauga niður á tær og hárið út í loftið. „Þessir karlmenn“, flissum við en gleymum því að þeim finnst við líka alveg voðalega sætar í pinnahælum með rauðan vara- lit. Hvenær byrjar svo þessu fólki að verða sama um hvernig það lítur út? Þetta byrjar kannski með því að í stað kynþokkafulls nærfatnaðar koma gamlar slitnar Sloggibuxur, næst er það andlitsmaskinn í rúmið í stað varalitarins og á endanum eru hlutir eins og að fjarlægja líkams- hár orðnir algjörlega óþarfi. Hvað strákana varðar þá kannski nenna þeir ekki að raka sig lengur, ræktin verður minningin ein og allt í einu finnst þeim góð hugmynd að ganga í sömu sokkunum í fimm daga sam- fleytt. Svo geta slíkir hlutir verið partur af einhverskonar krípí sál- rænum leik milli manns og konu. Kona sem ég þekki er gift manni sem þolir ekki þegar hún fer út á lífið í stuttu pilsi eða lætur sjást í brjósta- skoruna. Samkvæmt honum ætti hún væntanlega bara að sitja heima í búrku. Sumir segja að það sé hluti af sannri ást að þurfa ekkert að spá í það lengur hvernig maður lítur út, svona eins og maður gerði þegar maður var einhleypur. En aðrir myndu sennilega telja að þegar manni byrjar að vera alveg sama um hvernig maður lítur út þá sé maður í rauninni að segja hinum aðilanum að manni sé alveg sama um hvað þeim finnst um mann lengur. Jogginggallagildran OKKUR LANGAR Í … Aðalvinnin gur er glæsileg Lenovo fart ölva! ideapad 10. HVER VINNUR! Vinningar afhentir í ELKO Lindum.99 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. Leik lýkur 23.10.09 SENDU SMS ELKO LTV Á NÚMERIÐ 1900 OG SVARAÐU SPURNINGU! Þú gætir unnið Lenovo fartölvu! Kíktu á nýjan og glæsilegan fartölvuvef www. .is/fartolvur Aukavinningar eru: GSM Sími · DVD myndir · Bíómiðar · Pepsi · Geisladiskar og margt fleira.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.